Við getum klárað hvaða lið sem er í heiminum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2016 09:31 Birkir Bjarnason skoraði fyrsta mark karlalandsliðs Íslands á stórmóti, þegar hann jafnaði gegn Portúgal. Vísir/Getty Birkir Bjarnason segir enga hættu á því að leikmenn liðsins eigi erfitt með að halda sér á jörðinni eftir sigurinn á Englendingum í Nice á mánudaginn. Skammt er stórra högga á milli og leikur framundan gegn Frökkum í átta liða úrslitum á sunnudag. „Við erum í himnaríki,“ sagði Birkir aðspurður um líðanina á milli stórra stunda en var fljótur niður. „Við erum mjög ánægðir með að vera komnir svona langt og viljum auðvitað komast áfram gegn Frökkum. Við höfum það frábært.“ Menn séu ekki of hátt uppi eftir sigurinn gegn Englandi. „En, ég held ekki. Eins og hópurinn er og hugarfarið þá tel ég enga hættu á því. Við erum allir mjög einbeittir á það sem við þurfum að gera.“ Strákarnir fengu frí í gær, fóru sumir í golf og aðrir niður í bæ. Birkir fór út að borða með Gylfa, Sverri Inga og Hannesi Þór í gærkvöldi. Þeir eru ekki byrjaðir að leikgreina Frakka en kantmaðurinn sókndjarfi telur að þjálfararnir kynni Frakkana fyrir þeim í dag eða kvöld. Aðspurður um möguleika Íslands gegn Frökkum, hvort okkar menn geti lagt heimamenn að velli sagði Birkir: „Já, ef við getum klárað Englendingana getum við klárað hvaða lið sem er í heiminum.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Fleiri fréttir Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Birkir Bjarnason segir enga hættu á því að leikmenn liðsins eigi erfitt með að halda sér á jörðinni eftir sigurinn á Englendingum í Nice á mánudaginn. Skammt er stórra högga á milli og leikur framundan gegn Frökkum í átta liða úrslitum á sunnudag. „Við erum í himnaríki,“ sagði Birkir aðspurður um líðanina á milli stórra stunda en var fljótur niður. „Við erum mjög ánægðir með að vera komnir svona langt og viljum auðvitað komast áfram gegn Frökkum. Við höfum það frábært.“ Menn séu ekki of hátt uppi eftir sigurinn gegn Englandi. „En, ég held ekki. Eins og hópurinn er og hugarfarið þá tel ég enga hættu á því. Við erum allir mjög einbeittir á það sem við þurfum að gera.“ Strákarnir fengu frí í gær, fóru sumir í golf og aðrir niður í bæ. Birkir fór út að borða með Gylfa, Sverri Inga og Hannesi Þór í gærkvöldi. Þeir eru ekki byrjaðir að leikgreina Frakka en kantmaðurinn sókndjarfi telur að þjálfararnir kynni Frakkana fyrir þeim í dag eða kvöld. Aðspurður um möguleika Íslands gegn Frökkum, hvort okkar menn geti lagt heimamenn að velli sagði Birkir: „Já, ef við getum klárað Englendingana getum við klárað hvaða lið sem er í heiminum.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Fleiri fréttir Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira