Fótbolti

Aron Einar tók því rólega á æfingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar á röltinu í dag.
Aron Einar á röltinu í dag. Vísir/Vilhelm
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, tók ekki þátt í hefðbudinni upphitun með félögum sínum í íslenska landsliðinu á æfingu liðsins í Annecy í dag.

Æfingin var opin fjölmiðlum fyrstu 30 mínúturnar en stærstur hluti þess tíma fór í upphitun. Á meðan að aðrir leikmenn landsliðsins voru í hefðbundinni upphitun skokkaði hann og rölti þess á milli í kringum völlinn með sjúkraþjálfara og lækni.

Leikmenn fóru svo í skallatennis síðustu mínúturnar áður en lokað var fyrir aðgang fjölmiðla en Aron Einar tók ekki þátt í því.

Hann var tæpur vegna meiðsla í nára fyrir fyrsta leik Íslands á mótinu en hefur spilað 90 mínútur í hverjum leik fyrir utan leiksins gegn Ungverjalandi í Marseille en þá fór hann af velli eftir 66 mínútur.

Það er því ekki ástæða til að ætla annars en að Aron Einar verði leikfær fyrir leik Íslands og Frakklands á Stade de France á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×