Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2016 19:30 Myndir voru teknar af veggjunum á heimili Arons Einars Gunnarssonar á Akureyri til að systkinin gætu leikið sér með bolta. Landsliðsfyrirliðinn keppir við unnustu sína í öllu, meira að segja í kapphlaupi upp stiga. Blaðamaður hitti dyggustu stuðningsmenn landsliðsfyrirliðans í Annecy í Frakklandi. Fjölskylda Arons Einars hefur dvalið í franska bænum eins og landsliðið á meðan á EM hefur staðið og ferðast þaðan í leikina. Aron á fimm systkini og er yngstur. „Hann var náttúrulega rosalega virkur krakki, úti um allt,“ segir Hulda María Malmquist, systir Arons. Ekki hafi bara verið keppt í íþróttum heldur bókstaflega öllu. „Hver fór fyrstur í framsætið, hver var fyrstur með Moggann - fyrstur í þetta hús,“ segir Ása Maren Malmquist. Arnór Þór, bróðir þeirra, bætir við að margt hafi brotið. Hurðar og ljósakrónur og foreldrarnir ekki alltaf verið sáttir. „Þetta var skemmilegur tími,“ segir Arnór.Keppa í öllu Nú í seinni tíð er það Kristbjörg Jónasdóttir, unnusta Arons, sem sér landsliðsfyrirliðanum fyrir keppni utan vallar. „Við erum mikið keppnisfólk og hikum ekki við að fara í keppni hvort við annað. Keppnisskapið er mikið í okkur báðum og ekkert gefið eftir í því.“ Foreldrarnir Gunnar og Jóna Emilía hafa alið upp landsmann í bæði handbolta, í tilfelli Arnórs Þórs, og fótbolta, í tilfelli Arons Einars. Hvert er leyndarmálið?Fylgdi strákunum eftir „Það er ósköp einfalt. Maður fylgdi þeim alltaf eftir. Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar. Eldri bróðir þeirra Arons og Arnórs hafi spilað stóran þátt enda alltaf að espa þá upp og gera at í þeim. Það voru bara íþróttir út í gegn. „Já, enda voru allar myndir teknar af veggjum. Maður leyfði þeim að djöflast inni á gangi, og það var bara bolti,“ segir Jóna Emilía. Öll fjölskyldan er bjartsýn fyrir lokaleikinn gegn Austurríki í París á miðvikudaginn. „Það er ógeðslega gaman að horfa á þessa gæja spila og ef við höldum áfram þá getum við alveg unnið þennan leik,“ segir Arnór Þór. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira
Myndir voru teknar af veggjunum á heimili Arons Einars Gunnarssonar á Akureyri til að systkinin gætu leikið sér með bolta. Landsliðsfyrirliðinn keppir við unnustu sína í öllu, meira að segja í kapphlaupi upp stiga. Blaðamaður hitti dyggustu stuðningsmenn landsliðsfyrirliðans í Annecy í Frakklandi. Fjölskylda Arons Einars hefur dvalið í franska bænum eins og landsliðið á meðan á EM hefur staðið og ferðast þaðan í leikina. Aron á fimm systkini og er yngstur. „Hann var náttúrulega rosalega virkur krakki, úti um allt,“ segir Hulda María Malmquist, systir Arons. Ekki hafi bara verið keppt í íþróttum heldur bókstaflega öllu. „Hver fór fyrstur í framsætið, hver var fyrstur með Moggann - fyrstur í þetta hús,“ segir Ása Maren Malmquist. Arnór Þór, bróðir þeirra, bætir við að margt hafi brotið. Hurðar og ljósakrónur og foreldrarnir ekki alltaf verið sáttir. „Þetta var skemmilegur tími,“ segir Arnór.Keppa í öllu Nú í seinni tíð er það Kristbjörg Jónasdóttir, unnusta Arons, sem sér landsliðsfyrirliðanum fyrir keppni utan vallar. „Við erum mikið keppnisfólk og hikum ekki við að fara í keppni hvort við annað. Keppnisskapið er mikið í okkur báðum og ekkert gefið eftir í því.“ Foreldrarnir Gunnar og Jóna Emilía hafa alið upp landsmann í bæði handbolta, í tilfelli Arnórs Þórs, og fótbolta, í tilfelli Arons Einars. Hvert er leyndarmálið?Fylgdi strákunum eftir „Það er ósköp einfalt. Maður fylgdi þeim alltaf eftir. Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar. Eldri bróðir þeirra Arons og Arnórs hafi spilað stóran þátt enda alltaf að espa þá upp og gera at í þeim. Það voru bara íþróttir út í gegn. „Já, enda voru allar myndir teknar af veggjum. Maður leyfði þeim að djöflast inni á gangi, og það var bara bolti,“ segir Jóna Emilía. Öll fjölskyldan er bjartsýn fyrir lokaleikinn gegn Austurríki í París á miðvikudaginn. „Það er ógeðslega gaman að horfa á þessa gæja spila og ef við höldum áfram þá getum við alveg unnið þennan leik,“ segir Arnór Þór.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira