Hafa lagt Ronaldo í einelti í mörg ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2016 13:55 Cristiano Ronaldo. Vísir/EPA Portúgalska knattspyrnugoðið Cristiano Ronaldo hefur ekki átt gott Evrópumót í Frakklandi og þessi frábæri leikmaður er enn markalaus og sigurlaus eftir tvo leiki. Ummæli hans og hegðun á meðan mótinu stendur hafa heldur ekki gefið upp fagra mynd af þessum frábæra fótboltamanni sem alltaf verið duglegur að gefa færi á sér í gegnum tíðina. Nú síðast hefur myndband af honum kasta hljóðnema sjónvarpsmanns út í vatn farið eins og eldur í sinu um frétta- og netmiðla heimsins. Sjónvarpsstöðin sem um ræðir er samt ekki bara einhver sjónvarpsstöð heldur stöð sem hefur lagt mikið upp úr því að hrella Cristiano Ronaldo í gegnum tíðina. Sjónvarpsstöðin er kölluð CMTV en heitir fullu nafni Correio da Manhã TV. Þetta er sjónvarpsstöð slúðursblaðs sem er alltaf að reyna að grafa upp fréttir af Cristiano Ronaldo og virðist þá ekki skipta máli hvort að þær fréttir séu sannar eða ekki. Á hverjum degi setja þeir í loftið frétt um Cristiano Ronaldo og fjölskyldu hans, soninn hans, peningana hans eða eitthvað annað. Hann hefur áður neitað að svara spurningum blaðamanns CMTV á blaðammafundi með landsliðinu og það fer ekkert á milli mála að hann er mjög ósáttur með vinnubrögð starfsmanna Correio da Manhã. Cristiano Ronaldo er vissulega undir mikilli pressu eftir slaka frammistöðu sína á mótinu en sá pirringur var þó ekki aðalástæðan fyrir því að hann kastaði hljóðnemanum út í vatn. Það er hægt að sjá myndbandið hér fyrir neðan en þegar menn vita af því hvaðan þessi sjónvarpsmaður kemur þá kannski skilur fólk Cristiano Ronaldo aðeins betur. Það breytir þó ekki því að svona á þessi stóra fyrirmynd ekki að haga sér þó að einhver hrellistöð sé að angra hann....meanwhile in France, Cristiano was asked what he thought of Messi's record-breaking free kick.#EURO2016 #CA2016 pic.twitter.com/tluIQxTQil— Chef (@champ_ian) June 22, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. 21. júní 2016 22:34 Ronaldo henti hljóðnemanum út í vatn | Myndband Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur ekki fundið sig á EM og hefur enga þolinmæði fyrir fjölmiðlamönnum lengur. 22. júní 2016 10:43 Ronaldo er frekar leiðinlegur Hollendingurinn Rafael van der Vaart heillaðist ekki mikið af persónuleika Cristiano Ronaldo er þeir léku saman hjá Real Madrid. 21. júní 2016 17:00 Henry Winter: Gaman að sjá hvernig Íslendingar tóku á Ronaldo Einn virtasti fótboltablaðamaður Bretlands segir Ronaldo vera auðmjúkari eftir meðferðina sem hann fékk frá Íslandi. 22. júní 2016 09:30 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sjá meira
Portúgalska knattspyrnugoðið Cristiano Ronaldo hefur ekki átt gott Evrópumót í Frakklandi og þessi frábæri leikmaður er enn markalaus og sigurlaus eftir tvo leiki. Ummæli hans og hegðun á meðan mótinu stendur hafa heldur ekki gefið upp fagra mynd af þessum frábæra fótboltamanni sem alltaf verið duglegur að gefa færi á sér í gegnum tíðina. Nú síðast hefur myndband af honum kasta hljóðnema sjónvarpsmanns út í vatn farið eins og eldur í sinu um frétta- og netmiðla heimsins. Sjónvarpsstöðin sem um ræðir er samt ekki bara einhver sjónvarpsstöð heldur stöð sem hefur lagt mikið upp úr því að hrella Cristiano Ronaldo í gegnum tíðina. Sjónvarpsstöðin er kölluð CMTV en heitir fullu nafni Correio da Manhã TV. Þetta er sjónvarpsstöð slúðursblaðs sem er alltaf að reyna að grafa upp fréttir af Cristiano Ronaldo og virðist þá ekki skipta máli hvort að þær fréttir séu sannar eða ekki. Á hverjum degi setja þeir í loftið frétt um Cristiano Ronaldo og fjölskyldu hans, soninn hans, peningana hans eða eitthvað annað. Hann hefur áður neitað að svara spurningum blaðamanns CMTV á blaðammafundi með landsliðinu og það fer ekkert á milli mála að hann er mjög ósáttur með vinnubrögð starfsmanna Correio da Manhã. Cristiano Ronaldo er vissulega undir mikilli pressu eftir slaka frammistöðu sína á mótinu en sá pirringur var þó ekki aðalástæðan fyrir því að hann kastaði hljóðnemanum út í vatn. Það er hægt að sjá myndbandið hér fyrir neðan en þegar menn vita af því hvaðan þessi sjónvarpsmaður kemur þá kannski skilur fólk Cristiano Ronaldo aðeins betur. Það breytir þó ekki því að svona á þessi stóra fyrirmynd ekki að haga sér þó að einhver hrellistöð sé að angra hann....meanwhile in France, Cristiano was asked what he thought of Messi's record-breaking free kick.#EURO2016 #CA2016 pic.twitter.com/tluIQxTQil— Chef (@champ_ian) June 22, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. 21. júní 2016 22:34 Ronaldo henti hljóðnemanum út í vatn | Myndband Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur ekki fundið sig á EM og hefur enga þolinmæði fyrir fjölmiðlamönnum lengur. 22. júní 2016 10:43 Ronaldo er frekar leiðinlegur Hollendingurinn Rafael van der Vaart heillaðist ekki mikið af persónuleika Cristiano Ronaldo er þeir léku saman hjá Real Madrid. 21. júní 2016 17:00 Henry Winter: Gaman að sjá hvernig Íslendingar tóku á Ronaldo Einn virtasti fótboltablaðamaður Bretlands segir Ronaldo vera auðmjúkari eftir meðferðina sem hann fékk frá Íslandi. 22. júní 2016 09:30 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sjá meira
Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. 21. júní 2016 22:34
Ronaldo henti hljóðnemanum út í vatn | Myndband Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur ekki fundið sig á EM og hefur enga þolinmæði fyrir fjölmiðlamönnum lengur. 22. júní 2016 10:43
Ronaldo er frekar leiðinlegur Hollendingurinn Rafael van der Vaart heillaðist ekki mikið af persónuleika Cristiano Ronaldo er þeir léku saman hjá Real Madrid. 21. júní 2016 17:00
Henry Winter: Gaman að sjá hvernig Íslendingar tóku á Ronaldo Einn virtasti fótboltablaðamaður Bretlands segir Ronaldo vera auðmjúkari eftir meðferðina sem hann fékk frá Íslandi. 22. júní 2016 09:30