Fótbolti

Sjáðu sigurmark Arnórs í lýsingu Gumma Ben | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hetja kvöldsins fagnar að leikslokum.
Hetja kvöldsins fagnar að leikslokum. Vísir/Vilhelm
Arnór Ingvi Traustason gulltryggði sæti íslenska landsliðsins í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu með öðru marki Íslands í 2-1 sigri á Austurríki á Stade France vellinum í Saint-Denis rétt í þessu en sigurmarkið kom á 94. mínútu leiksins.

Arnór Ingvi stýrði þá boltanum í netið af stuttu færi eftir undirbúning annars varamanns, Theodórs Elmars Bjarnasonar, en stuttu eftir markið flautaði Szymon Marciniak, dómari leiksins, leikinn af.

Sjá einnig:Stórkostlegur sigur strákanna í París

Eftir að Jón Daði Böðvarsson kom Íslandi yfir um miðbik fyrri hálfleiks fóru austurríska liðið að pressa hátt á vellinum og náðu að jafna metin á 60. mínútu.

Voru austurrísku leikmennirnir farnir að ógna íslenska markinu af krafti en eftir mark Arnórs var ljóst að sætið í 16-liða úrslitunum var í höfn.

Sjón er sögunni ríkari en myndbandið má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.