Gumma Ben finnst hann vera að fá óþarflega mikla athygli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júní 2016 11:25 Gummi Ben er skiljanlega enn í skýjunum eftir leikinn í gær og segir röddina verða í góðu lagi á mánudagskvöld. vísir Okkar eini sanni Gummi Ben er ekki búinn að missa röddina, ótrúlegt en satt. Þegar Vísir náði tali af honum í morgun, sem var reyndar hægara sagt en gert þar sem erlendir fjölmiðlar kepptust við að ná af honum tali, var hann í leigubíl á leiðinni upp á flugvöll. Hljóðið í okkar manni var gott enda eins og flestir Íslendingar enn í skýjunum með að strákarnir okkar séu komnir í 16-liða úrslit á EM. „Mér líður bara ofboðslega vel. Þetta er bara besta tilfinning í heimi; Ísland áfram í 16-liða úrslit. Ég hef bara ekki yfir neinu að kvarta í lífinu,“ segir Gummi.Átti ekki von á svona mikilli athygli Það hefur vart farið framhjá mörgum að klippa af sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar í leiknum í gær í lýsingu Gumma Ben hefur farið eins og eldur í sinu um internetið og má með sanni segja að Gummi hafi orðið internetstjarna á afar skömmum tíma í gærkvöldi. Aðspurður hvort hann hafi átt von á þessari miklu athygli segir hann: „Nei, ég átti ekki von á því og stefndi alls ekki að því. Það er eiginlega ekki svona mitt líf að vilja vera svona mikið í sviðsljósinu enda er þetta stund strákanna miklu frekar og það er frábært að vera smá þátttakandi í því. En mér finnst þetta óþarflega mikil athygli sem ég er að fá.“Sjá einnig: Erlendir knattspyrnuáhugamenn eru að missa sig yfir lýsingu Gumma Ben á sigurmarki ÍslendingaRöddin verður í fínu lagi á mánudagskvöld Gummi segir símann ekki hafa stoppað hjá sér síðan klukkan sjö í morgun en hann fór meðal annars í viðtal hjá BBC. Þá hafa fleiri erlendir fjölmiðlar viljað ná tali af honum og þannig hafa þó nokkri hringt inn á ritstjórn Vísis og spurt hvernig hægt sé að ná sambandi við manninn sem er einn af frægustu Íslendingum líðandi stundar.En má Gummi eitthvað tala næstu daga? Þarf hann ekki bara að hvíla röddina fyrir leikinn á móti Englandi á mánudag? „Ég verð fínn á mánudagskvöldið. Jóhann Berg skemmdi þetta reyndar aðeins í gær með þessu skoti í samskeytin þarna strax í byrjun. Það var svona óvænt og kom röddinni í opna skjöldu en ég verð annars í góðu lagi og hef engar áhyggjur af því. Það eina sem skiptir máli er að allir leikmennirnir geti spilað, það er aðalmálið,“ segir Gummi.Upplifðu eitt stærsta andartak íslenskrar knattspyrnusögu með Gumma Ben. https://t.co/kZsaTUAuHa— Síminn (@siminn) June 22, 2016 „Við vinnum England í vítakeppni á mánudagskvöld“Og hvað svo með Englandsleikinn? Hvernig metur hann möguleika strákanna okkar gegn liðinu sem fjöldi Íslendinga hefur hingað til haldið með á stórmóti? „Maður er náttúrulega bara hættur að vera raunsær þegar maður er að tala um íslenska landsliðið. Þeir eru bara búnir að spila þetta þannig. Það bara skiptir íslensku þjóðina engu máli við hverja þeir eru að fara að spila þó það séu öll þessi nöfn í íslenska landsliðshópnum og hvert mannsbarn nánast á Íslandi fylgist jafnvel betur með boltanum í Englandi heldur en á Íslandi,“ segir Gummi og bætir við að margir Íslendingar hafi fyrst valið sér lið í enska boltanum og svo þeim íslenska. „Þannig að þetta er gríðarleg upplifun fyrir þjóðina að mæta Englandi. En mér dettur ekki í hug að spá okkur því að við séum ekki að fara að vinna einhvern leik. Við kunnum ekki að tapa á þessu Evrópumóti og ég yrði bara mjög hissa ef við förum ekki alla leið gegn þeim. Þetta verður örugglega bara eins mikil dramatík og hægt er að fá og það þýðir bara eitt: við vinnum England í vítakeppni á mánudagskvöld.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu íslensku leiklýsendurna fallast í faðma í trylltum fögnuði - myndband Það var ekki bara Gummi Ben sem missti sig af gleði í gær þegar Ísland bar sigurorð af Austurríki. 23. júní 2016 11:34 Sjáðu sigurmark Arnórs í lýsingu Gumma Ben | Myndband Sjáðu stundina þegar Arnór Ingvi gulltryggði sæti Íslands í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi. 22. júní 2016 19:00 Erlendir knattspyrnuáhugamenn eru að missa sig yfir lýsingu Gumma Ben á sigurmarki Íslendinga „Bloody brilliant,“ segir Gary Lineker um Gumma Ben og lýsingin sögð ótrúleg á Twitter-síðu UEFA. 22. júní 2016 22:34 Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Okkar eini sanni Gummi Ben er ekki búinn að missa röddina, ótrúlegt en satt. Þegar Vísir náði tali af honum í morgun, sem var reyndar hægara sagt en gert þar sem erlendir fjölmiðlar kepptust við að ná af honum tali, var hann í leigubíl á leiðinni upp á flugvöll. Hljóðið í okkar manni var gott enda eins og flestir Íslendingar enn í skýjunum með að strákarnir okkar séu komnir í 16-liða úrslit á EM. „Mér líður bara ofboðslega vel. Þetta er bara besta tilfinning í heimi; Ísland áfram í 16-liða úrslit. Ég hef bara ekki yfir neinu að kvarta í lífinu,“ segir Gummi.Átti ekki von á svona mikilli athygli Það hefur vart farið framhjá mörgum að klippa af sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar í leiknum í gær í lýsingu Gumma Ben hefur farið eins og eldur í sinu um internetið og má með sanni segja að Gummi hafi orðið internetstjarna á afar skömmum tíma í gærkvöldi. Aðspurður hvort hann hafi átt von á þessari miklu athygli segir hann: „Nei, ég átti ekki von á því og stefndi alls ekki að því. Það er eiginlega ekki svona mitt líf að vilja vera svona mikið í sviðsljósinu enda er þetta stund strákanna miklu frekar og það er frábært að vera smá þátttakandi í því. En mér finnst þetta óþarflega mikil athygli sem ég er að fá.“Sjá einnig: Erlendir knattspyrnuáhugamenn eru að missa sig yfir lýsingu Gumma Ben á sigurmarki ÍslendingaRöddin verður í fínu lagi á mánudagskvöld Gummi segir símann ekki hafa stoppað hjá sér síðan klukkan sjö í morgun en hann fór meðal annars í viðtal hjá BBC. Þá hafa fleiri erlendir fjölmiðlar viljað ná tali af honum og þannig hafa þó nokkri hringt inn á ritstjórn Vísis og spurt hvernig hægt sé að ná sambandi við manninn sem er einn af frægustu Íslendingum líðandi stundar.En má Gummi eitthvað tala næstu daga? Þarf hann ekki bara að hvíla röddina fyrir leikinn á móti Englandi á mánudag? „Ég verð fínn á mánudagskvöldið. Jóhann Berg skemmdi þetta reyndar aðeins í gær með þessu skoti í samskeytin þarna strax í byrjun. Það var svona óvænt og kom röddinni í opna skjöldu en ég verð annars í góðu lagi og hef engar áhyggjur af því. Það eina sem skiptir máli er að allir leikmennirnir geti spilað, það er aðalmálið,“ segir Gummi.Upplifðu eitt stærsta andartak íslenskrar knattspyrnusögu með Gumma Ben. https://t.co/kZsaTUAuHa— Síminn (@siminn) June 22, 2016 „Við vinnum England í vítakeppni á mánudagskvöld“Og hvað svo með Englandsleikinn? Hvernig metur hann möguleika strákanna okkar gegn liðinu sem fjöldi Íslendinga hefur hingað til haldið með á stórmóti? „Maður er náttúrulega bara hættur að vera raunsær þegar maður er að tala um íslenska landsliðið. Þeir eru bara búnir að spila þetta þannig. Það bara skiptir íslensku þjóðina engu máli við hverja þeir eru að fara að spila þó það séu öll þessi nöfn í íslenska landsliðshópnum og hvert mannsbarn nánast á Íslandi fylgist jafnvel betur með boltanum í Englandi heldur en á Íslandi,“ segir Gummi og bætir við að margir Íslendingar hafi fyrst valið sér lið í enska boltanum og svo þeim íslenska. „Þannig að þetta er gríðarleg upplifun fyrir þjóðina að mæta Englandi. En mér dettur ekki í hug að spá okkur því að við séum ekki að fara að vinna einhvern leik. Við kunnum ekki að tapa á þessu Evrópumóti og ég yrði bara mjög hissa ef við förum ekki alla leið gegn þeim. Þetta verður örugglega bara eins mikil dramatík og hægt er að fá og það þýðir bara eitt: við vinnum England í vítakeppni á mánudagskvöld.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu íslensku leiklýsendurna fallast í faðma í trylltum fögnuði - myndband Það var ekki bara Gummi Ben sem missti sig af gleði í gær þegar Ísland bar sigurorð af Austurríki. 23. júní 2016 11:34 Sjáðu sigurmark Arnórs í lýsingu Gumma Ben | Myndband Sjáðu stundina þegar Arnór Ingvi gulltryggði sæti Íslands í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi. 22. júní 2016 19:00 Erlendir knattspyrnuáhugamenn eru að missa sig yfir lýsingu Gumma Ben á sigurmarki Íslendinga „Bloody brilliant,“ segir Gary Lineker um Gumma Ben og lýsingin sögð ótrúleg á Twitter-síðu UEFA. 22. júní 2016 22:34 Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Sjáðu íslensku leiklýsendurna fallast í faðma í trylltum fögnuði - myndband Það var ekki bara Gummi Ben sem missti sig af gleði í gær þegar Ísland bar sigurorð af Austurríki. 23. júní 2016 11:34
Sjáðu sigurmark Arnórs í lýsingu Gumma Ben | Myndband Sjáðu stundina þegar Arnór Ingvi gulltryggði sæti Íslands í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi. 22. júní 2016 19:00
Erlendir knattspyrnuáhugamenn eru að missa sig yfir lýsingu Gumma Ben á sigurmarki Íslendinga „Bloody brilliant,“ segir Gary Lineker um Gumma Ben og lýsingin sögð ótrúleg á Twitter-síðu UEFA. 22. júní 2016 22:34