Bárðarbunga: Engin merki komin fram um breytingar á botni öskjunnar frá síðasta ári Atli Ísleifsson skrifar 23. júní 2016 17:56 Bárðarbunga Vísir Engin merki koma fram um breytingar á botni Bárðarbungaröskju frá síðasta ári og engar vísbendingar eru uppi um að vatn sé að safnast fyrir inni í öskjunni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út eftir fund vísindaráðs almannavarna í dag þar sem farið var yfir niðurstöður mælinga og athugana á Bárðarbungu undanfarnar vikur. Lægðin sem myndaðist við sig öskjunnar í umbrotunum 2014 og 2015 hefur grynnkað vegna innflæðis íss og snjósöfnunar og hefur lægðin grynnkað um átta metra á ári. Íssjármælingar voru gerðar á Bárðarbungu í vorleiðangri Jöklarannsóknarfélags Íslands (JÖRFÍ) dagana 3.-10. júní. „Í leiðangri JÖRFÍ voru einnig gerðar gasmælingar við sigkatla á brúnum öskjunnar sem myndast vegna jarðhita undir jöklinum. Þær sýna að útstreymi gass hefur lítið breyst síðasta árið. Dýpt og stærð katlana hefur ekki verið mæld í nokkurn tíma, en þær mælingar verða aðeins gerðar úr lofti. Ekki er því vitað hvort jarðhiti sé að aukast eða minnka. Ný jarðskjálftastöð í tæplega 1600 metra hæð í norðvestur hlíðum Bárðarbungu, var sett upp 5. júní. Hún bætir nákvæmni staðsetninga jarðskjálfta inni í öskjunni til muna. Jarðskjálftamælingar sýna að uppsafnað skjálftavægi í Bárðarbunguöskjunni hefur farið stigvaxandi frá miðjum september 2015. Alls hafa mælst 51 jarðskjálftar stærri en M3 frá goslokum í Bárðarbunguöskunni. Frekari upplýsingar um jarðskjálftana í Bárðarbungu má finna í frétt á vef Veðurstofu Íslands. GPS mælingar sýna færslur í átt frá Bárðarbungu. Líklegasta skýringin á aflögun og jarðskjálftavirkni er innflæði kviku á 10-15 km dýpi undir Bárðarbungu, þar sem kvikan átti uppruna sinn í gosinu 2014-2015. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun ofar í jarðskorpunni. Þetta er algeng hegðun í kjölfar eldgosa. Í kjölfar öskjusigsins í Bárðarbungu og aukins jarðhita er hætta á að vatn safnist fyrir undir sigkötlum eða inni í öskjunni. Því er mikilvægt að fylgjast áfram með þróun katlanna auk þróun jarðskjálftavirkni, aflögunar, jarðhitavirkni og gasútstreymis,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Engin merki koma fram um breytingar á botni Bárðarbungaröskju frá síðasta ári og engar vísbendingar eru uppi um að vatn sé að safnast fyrir inni í öskjunni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út eftir fund vísindaráðs almannavarna í dag þar sem farið var yfir niðurstöður mælinga og athugana á Bárðarbungu undanfarnar vikur. Lægðin sem myndaðist við sig öskjunnar í umbrotunum 2014 og 2015 hefur grynnkað vegna innflæðis íss og snjósöfnunar og hefur lægðin grynnkað um átta metra á ári. Íssjármælingar voru gerðar á Bárðarbungu í vorleiðangri Jöklarannsóknarfélags Íslands (JÖRFÍ) dagana 3.-10. júní. „Í leiðangri JÖRFÍ voru einnig gerðar gasmælingar við sigkatla á brúnum öskjunnar sem myndast vegna jarðhita undir jöklinum. Þær sýna að útstreymi gass hefur lítið breyst síðasta árið. Dýpt og stærð katlana hefur ekki verið mæld í nokkurn tíma, en þær mælingar verða aðeins gerðar úr lofti. Ekki er því vitað hvort jarðhiti sé að aukast eða minnka. Ný jarðskjálftastöð í tæplega 1600 metra hæð í norðvestur hlíðum Bárðarbungu, var sett upp 5. júní. Hún bætir nákvæmni staðsetninga jarðskjálfta inni í öskjunni til muna. Jarðskjálftamælingar sýna að uppsafnað skjálftavægi í Bárðarbunguöskjunni hefur farið stigvaxandi frá miðjum september 2015. Alls hafa mælst 51 jarðskjálftar stærri en M3 frá goslokum í Bárðarbunguöskunni. Frekari upplýsingar um jarðskjálftana í Bárðarbungu má finna í frétt á vef Veðurstofu Íslands. GPS mælingar sýna færslur í átt frá Bárðarbungu. Líklegasta skýringin á aflögun og jarðskjálftavirkni er innflæði kviku á 10-15 km dýpi undir Bárðarbungu, þar sem kvikan átti uppruna sinn í gosinu 2014-2015. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun ofar í jarðskorpunni. Þetta er algeng hegðun í kjölfar eldgosa. Í kjölfar öskjusigsins í Bárðarbungu og aukins jarðhita er hætta á að vatn safnist fyrir undir sigkötlum eða inni í öskjunni. Því er mikilvægt að fylgjast áfram með þróun katlanna auk þróun jarðskjálftavirkni, aflögunar, jarðhitavirkni og gasútstreymis,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira