Bárðarbunga: Engin merki komin fram um breytingar á botni öskjunnar frá síðasta ári Atli Ísleifsson skrifar 23. júní 2016 17:56 Bárðarbunga Vísir Engin merki koma fram um breytingar á botni Bárðarbungaröskju frá síðasta ári og engar vísbendingar eru uppi um að vatn sé að safnast fyrir inni í öskjunni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út eftir fund vísindaráðs almannavarna í dag þar sem farið var yfir niðurstöður mælinga og athugana á Bárðarbungu undanfarnar vikur. Lægðin sem myndaðist við sig öskjunnar í umbrotunum 2014 og 2015 hefur grynnkað vegna innflæðis íss og snjósöfnunar og hefur lægðin grynnkað um átta metra á ári. Íssjármælingar voru gerðar á Bárðarbungu í vorleiðangri Jöklarannsóknarfélags Íslands (JÖRFÍ) dagana 3.-10. júní. „Í leiðangri JÖRFÍ voru einnig gerðar gasmælingar við sigkatla á brúnum öskjunnar sem myndast vegna jarðhita undir jöklinum. Þær sýna að útstreymi gass hefur lítið breyst síðasta árið. Dýpt og stærð katlana hefur ekki verið mæld í nokkurn tíma, en þær mælingar verða aðeins gerðar úr lofti. Ekki er því vitað hvort jarðhiti sé að aukast eða minnka. Ný jarðskjálftastöð í tæplega 1600 metra hæð í norðvestur hlíðum Bárðarbungu, var sett upp 5. júní. Hún bætir nákvæmni staðsetninga jarðskjálfta inni í öskjunni til muna. Jarðskjálftamælingar sýna að uppsafnað skjálftavægi í Bárðarbunguöskjunni hefur farið stigvaxandi frá miðjum september 2015. Alls hafa mælst 51 jarðskjálftar stærri en M3 frá goslokum í Bárðarbunguöskunni. Frekari upplýsingar um jarðskjálftana í Bárðarbungu má finna í frétt á vef Veðurstofu Íslands. GPS mælingar sýna færslur í átt frá Bárðarbungu. Líklegasta skýringin á aflögun og jarðskjálftavirkni er innflæði kviku á 10-15 km dýpi undir Bárðarbungu, þar sem kvikan átti uppruna sinn í gosinu 2014-2015. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun ofar í jarðskorpunni. Þetta er algeng hegðun í kjölfar eldgosa. Í kjölfar öskjusigsins í Bárðarbungu og aukins jarðhita er hætta á að vatn safnist fyrir undir sigkötlum eða inni í öskjunni. Því er mikilvægt að fylgjast áfram með þróun katlanna auk þróun jarðskjálftavirkni, aflögunar, jarðhitavirkni og gasútstreymis,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Engin merki koma fram um breytingar á botni Bárðarbungaröskju frá síðasta ári og engar vísbendingar eru uppi um að vatn sé að safnast fyrir inni í öskjunni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út eftir fund vísindaráðs almannavarna í dag þar sem farið var yfir niðurstöður mælinga og athugana á Bárðarbungu undanfarnar vikur. Lægðin sem myndaðist við sig öskjunnar í umbrotunum 2014 og 2015 hefur grynnkað vegna innflæðis íss og snjósöfnunar og hefur lægðin grynnkað um átta metra á ári. Íssjármælingar voru gerðar á Bárðarbungu í vorleiðangri Jöklarannsóknarfélags Íslands (JÖRFÍ) dagana 3.-10. júní. „Í leiðangri JÖRFÍ voru einnig gerðar gasmælingar við sigkatla á brúnum öskjunnar sem myndast vegna jarðhita undir jöklinum. Þær sýna að útstreymi gass hefur lítið breyst síðasta árið. Dýpt og stærð katlana hefur ekki verið mæld í nokkurn tíma, en þær mælingar verða aðeins gerðar úr lofti. Ekki er því vitað hvort jarðhiti sé að aukast eða minnka. Ný jarðskjálftastöð í tæplega 1600 metra hæð í norðvestur hlíðum Bárðarbungu, var sett upp 5. júní. Hún bætir nákvæmni staðsetninga jarðskjálfta inni í öskjunni til muna. Jarðskjálftamælingar sýna að uppsafnað skjálftavægi í Bárðarbunguöskjunni hefur farið stigvaxandi frá miðjum september 2015. Alls hafa mælst 51 jarðskjálftar stærri en M3 frá goslokum í Bárðarbunguöskunni. Frekari upplýsingar um jarðskjálftana í Bárðarbungu má finna í frétt á vef Veðurstofu Íslands. GPS mælingar sýna færslur í átt frá Bárðarbungu. Líklegasta skýringin á aflögun og jarðskjálftavirkni er innflæði kviku á 10-15 km dýpi undir Bárðarbungu, þar sem kvikan átti uppruna sinn í gosinu 2014-2015. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun ofar í jarðskorpunni. Þetta er algeng hegðun í kjölfar eldgosa. Í kjölfar öskjusigsins í Bárðarbungu og aukins jarðhita er hætta á að vatn safnist fyrir undir sigkötlum eða inni í öskjunni. Því er mikilvægt að fylgjast áfram með þróun katlanna auk þróun jarðskjálftavirkni, aflögunar, jarðhitavirkni og gasútstreymis,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira