Sprenging hefur orðið í eftirspurn eftir flugmiðum frá Íslandi til Frakklands Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. júní 2016 18:45 Stóru flugfélögin Icelandair og WOW-air hafa kannað möguleikan á því að bæta við ferðum því áhuginn er slíkur. Vísir/GVA Sprenging hefur orðið í eftirspurn eftir flugmiðum frá Íslandi til Frakklands eftir að ljóst varð að Ísland hefði tryggt sér í 16 liða úrslitin á EM í gær. Mikið álag hefur verið á ferðaskrifstofum í dag og eru biðlistar eftir flug til Frakklands orðnir vel fullir. Stóru flugfélögin Icelandair og WOW-air hafa kannað möguleikan á því að bæta við ferðum því áhuginn er slíkur. „Það byrjaði strax eftir leikinn í gærkvöldi og hefur haldið áfram. Við sjáum þó að þetta virðist aðeins vera róast eftir að í ljós kom að margir áttu erfitt með að ná miðum á leikinn. Við erum að fljúga 30-50 flug á dag og mér telst til að á morgun og um helgina erum við að fljúga svona hundrað sinnum til borga í evrópu. Þeir sem ætla sér út ættu að nýta sér það heldur en frekar en að treysa á hugsanlegt leigflug sem kannski verður og kannski ekki.“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. En það eru ekki einungis fótboltaþyrstir íslendingar á klakanum sem vilja komast út því í Frakklandi er stór hópur fólks sem hefur hug á að framlengja dvöl sína að minnsta kosti þar til eftir leik á mánudag. „Þetta er mikið púsluspil og það er allt á fullu hjá okkur. Við komumst varla yfir að svara fólkinu sem er að hafa samband. En það er verið að reyna finna flug fyrir alla. Það er svona númer eitt, tvö og þrjú og hótelgistingu. Núna erum við að fá flug beint heim frá Nice á þriðjudaginn sem er svona hugsað til þeirra sem eru úti núna og og vilja vera áfram.“ segir Silja Rún Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri hjá Vita Sport. Og svo voru aðrir sem fóru óvenjulegar leiðir og leigðu flugvél til að tryggja ferð á leikinn. En hvernig gerir maður það? „Maður sendir bara upplýsingar hvert maður getur farið og hvort það sé hægt að búa til hóp. Þannig að þetta er bara hópferð með íslendinga og útskýrði þetta bara þannig. Mönnum bara leist vel á og komu með tilboð í vélina þannig að ég setti út á facebook í gær að ég væri með möguleikan á þessu og það hefur verið aldeilis áhuginn.“ segir Grétar Sigfinnur Sigurðarson, athafnamaður. Fréttir af flugi Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Sprenging hefur orðið í eftirspurn eftir flugmiðum frá Íslandi til Frakklands eftir að ljóst varð að Ísland hefði tryggt sér í 16 liða úrslitin á EM í gær. Mikið álag hefur verið á ferðaskrifstofum í dag og eru biðlistar eftir flug til Frakklands orðnir vel fullir. Stóru flugfélögin Icelandair og WOW-air hafa kannað möguleikan á því að bæta við ferðum því áhuginn er slíkur. „Það byrjaði strax eftir leikinn í gærkvöldi og hefur haldið áfram. Við sjáum þó að þetta virðist aðeins vera róast eftir að í ljós kom að margir áttu erfitt með að ná miðum á leikinn. Við erum að fljúga 30-50 flug á dag og mér telst til að á morgun og um helgina erum við að fljúga svona hundrað sinnum til borga í evrópu. Þeir sem ætla sér út ættu að nýta sér það heldur en frekar en að treysa á hugsanlegt leigflug sem kannski verður og kannski ekki.“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. En það eru ekki einungis fótboltaþyrstir íslendingar á klakanum sem vilja komast út því í Frakklandi er stór hópur fólks sem hefur hug á að framlengja dvöl sína að minnsta kosti þar til eftir leik á mánudag. „Þetta er mikið púsluspil og það er allt á fullu hjá okkur. Við komumst varla yfir að svara fólkinu sem er að hafa samband. En það er verið að reyna finna flug fyrir alla. Það er svona númer eitt, tvö og þrjú og hótelgistingu. Núna erum við að fá flug beint heim frá Nice á þriðjudaginn sem er svona hugsað til þeirra sem eru úti núna og og vilja vera áfram.“ segir Silja Rún Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri hjá Vita Sport. Og svo voru aðrir sem fóru óvenjulegar leiðir og leigðu flugvél til að tryggja ferð á leikinn. En hvernig gerir maður það? „Maður sendir bara upplýsingar hvert maður getur farið og hvort það sé hægt að búa til hóp. Þannig að þetta er bara hópferð með íslendinga og útskýrði þetta bara þannig. Mönnum bara leist vel á og komu með tilboð í vélina þannig að ég setti út á facebook í gær að ég væri með möguleikan á þessu og það hefur verið aldeilis áhuginn.“ segir Grétar Sigfinnur Sigurðarson, athafnamaður.
Fréttir af flugi Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira