Gummi Ben vill ekkert um skopmynd Moggans segja Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2016 12:41 Davíð smyr boltann í samskeytin, við erum komin með nýjan forseta og hinir frambjóðendur eru sem áhorfendur. Guðmundur Benediktsson, sem er í aðalhlutverki í nýjasta verki skopmyndateiknarans Helga Sigurðssonar, vill ekkert tjá sig um umdeilda teikninguna. Ýmsir eiga erfitt með að sjá húmorinn í myndinni. Í téðri teikningu er Gummi Ben í aðalhlutverki. Hann hefur öðlast heimsfrægð fyrir framgöngu sína við míkrófóninn þá er hann hefur lýst leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, og nú bregður svo við að í meðförum skopmyndateiknara Morgunblaðsins er Gummi að lýsa niðurstöðum kosningaúrslita. Og það er enginn annar en ritstjóri Morgunblaðsins, forsetaframbjóðandinn Davíð Oddsson sem óvænt vinnur sigur með því að smyrja boltanum í samskeytin. Hinir forsetaframbjóðendur eru sem áhorfendur og er þar vísað til fraseringar Gumma Ben. Gummi vildi sem minnst um málið segja í samtali við Vísi. „Ekkert. Núll.“ Þegar Gummi er spurður hvort hann styðji einhvern tiltekinn í forsetakjörinu segir hann það sitt að vita. Og Gummi afgreiddi spurninguna um það hvort honum þætti myndin fyndin fremur snaggaralega: „Ég er ekki búinn að sjá hana. Ég heyrði bara af þessu áðan.“ Og, svo mörg voru þau orð. Ýmsir á Facebook birta þessa skopteikningu og furða sig á myndinni. Talað er um lágkúru og átakanlegan skort á fyndni -- það sé fátt eitt tvírætt við teikningar Helga. Þórður Snær Júlíusson, svo eitt dæmi sé nefnt, er einn fjölmargra sem furðar sig á myndinni: „Þetta er eiginlega fyndið, vegna þess hversu sorglegt þetta er.“ Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi leggur orð í belg og segir: „Hvílík firring. Verst er að þetta er ekki einu sinni í áttina að því að vera fyndið.“ Teikningar Helga hafa vakið talsverða hneykslan og hér má sjá þegar skopmyndateiknarinn útskýrir grínið í einni af sínum umdeildu teikningum. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira
Guðmundur Benediktsson, sem er í aðalhlutverki í nýjasta verki skopmyndateiknarans Helga Sigurðssonar, vill ekkert tjá sig um umdeilda teikninguna. Ýmsir eiga erfitt með að sjá húmorinn í myndinni. Í téðri teikningu er Gummi Ben í aðalhlutverki. Hann hefur öðlast heimsfrægð fyrir framgöngu sína við míkrófóninn þá er hann hefur lýst leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, og nú bregður svo við að í meðförum skopmyndateiknara Morgunblaðsins er Gummi að lýsa niðurstöðum kosningaúrslita. Og það er enginn annar en ritstjóri Morgunblaðsins, forsetaframbjóðandinn Davíð Oddsson sem óvænt vinnur sigur með því að smyrja boltanum í samskeytin. Hinir forsetaframbjóðendur eru sem áhorfendur og er þar vísað til fraseringar Gumma Ben. Gummi vildi sem minnst um málið segja í samtali við Vísi. „Ekkert. Núll.“ Þegar Gummi er spurður hvort hann styðji einhvern tiltekinn í forsetakjörinu segir hann það sitt að vita. Og Gummi afgreiddi spurninguna um það hvort honum þætti myndin fyndin fremur snaggaralega: „Ég er ekki búinn að sjá hana. Ég heyrði bara af þessu áðan.“ Og, svo mörg voru þau orð. Ýmsir á Facebook birta þessa skopteikningu og furða sig á myndinni. Talað er um lágkúru og átakanlegan skort á fyndni -- það sé fátt eitt tvírætt við teikningar Helga. Þórður Snær Júlíusson, svo eitt dæmi sé nefnt, er einn fjölmargra sem furðar sig á myndinni: „Þetta er eiginlega fyndið, vegna þess hversu sorglegt þetta er.“ Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi leggur orð í belg og segir: „Hvílík firring. Verst er að þetta er ekki einu sinni í áttina að því að vera fyndið.“ Teikningar Helga hafa vakið talsverða hneykslan og hér má sjá þegar skopmyndateiknarinn útskýrir grínið í einni af sínum umdeildu teikningum.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira