Lokaorð frambjóðenda: Hvers vegna á fólk að kjósa þig sem forseta Íslands? Viktoría Hermannsdóttir skrifar 25. júní 2016 08:00 Hér að neðan má sjá svör forsetaframbjóðenda við stóru spurningunni. Vísir Gengið verður að kjörborðinu í dag þar sem Íslendingar velja sér sjötta forseta lýðveldisins. Níu eru í framboði og Fréttablaðið spurði frambjóðendurna einnar einfaldar spurningar:Hvers vegna á fólk að kjósa þig sem forseta Íslands? Hildur Þórðardóttir:„Ég stend fyrir nýjan hugsunarhátt og ný vinnubrögð, þar sem öll sjónarmið mega heyrast og svo metur hver hvað er rétt fyrir sig. Saman getum við búið til betra samfélag þar sem fólk skiptir meira máli en peningar og þar sem allir eru dýrmætir, einstakir og mikilvægir.“Sturla Jónsson:„Það er vegna þess að ég ætla að beita 25.gr. stjórnarskráarinnar og láta leggja frumvarp fyrir Alþingi um afnám á verðtryggingunni því það er orðið tímabært að stjórnvöld í landinu vinni fyrir almenning.“Guðrún Margrét Pálsdóttir:„Ég þrái að sjá þessa þjóð blómstra og verða öðrum þjóðum til blessunar. Ég er viss um að ef við hlúum að rótum okkar; tungumáli, trú, menningu og gildum, græðum upp landið okkar, stöndum saman og biðjum fram áætlun Guðs fyrir þjóðina þá mun okkur farnast vel á þessu landi.“ Andri Snær Magnason:„Ég þekki eigin styrk og takmarkanir og er því fullur sjálfstrausts, sama hvert verkefnið er. Forsetaembættið á að snúast um hugmyndir og hugsjónir og samtal við þjóðina. Nýja stjórnarskráin er samtal sem var þaggað niður – við verðum einfaldlega að klára það. Ég kann líka að vera fastur fyrir og sjá hlutina skýrt – líka á ögurstundu."Guðni Th. Jóhannesson:„Fólkið í landinu á að kynna sér sjónarmið allra sem er í framboði og taka upplýsta ákvörðun í framhaldi af því. Nái ég kjöri vil ég vera forseti allra Íslendinga, öllum óháður og horfa bjarsýnn fram á veg en nýta auk þess reynslu liðins tíma til að láta gott af mér leiða.“Halla Tómasdóttir:„Vegna þess að ég mun horfa til framtíðar, hvetja, hlusta, sætta og sameina. Ég hef menntun, reynslu og manngerð í starfið og er reiðubúin að bretta upp ermar og gera gagn. Áhrifavald forseta er mikið, ég set mannlíf og náttúru í forgang og tala fyrir jafnrétti, heiðarleika, réttlæti og virðingu.“Davíð Oddsson:„Kjósendur sem telja mikilvægt að forseti Íslands hafi burði og þor til að taka erfiðar ákvarðanir og verja hagsmuni lands og þjóðar, vita hvaða kostir eru í boði. Á ögurstundu má dómgreind ekki bresta og þá getur reynsla og þekking á íslenskri stjórnsýslu, stjórnmálum, menningu og atvinnulífi, ráðið úrslitum.“Elísabet Jökulsdóttir:„Ég er heiðarleg, segi hug minn og hjarta og læt þjóðinni ekki leiðast, tendra eld á fjalli og í fjöru. Mig langar að fara í hvert hverfi í borginni og útá land og heyra hvað þjóðin er að segja. Ég Elska Ísland.“Ástþór Magnússon:„Nú eru mál að þróast þannig í Evrópu að hætta er talin á upplausn og jafnvel styrjöld. Ég vil afstýra því að Ísland verði skotmark í stríði stórveldanna. Þjóðin getur treyst því ég mun standa dyggan vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslensku þjóðarinnar gegn hernaðarlegri og fjármálalegri íhlutun. Ég mun laða til landsins starfsemi tengda friðarmálum, lýðræðisþróun og náttúruvernd.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Sjá meira
Gengið verður að kjörborðinu í dag þar sem Íslendingar velja sér sjötta forseta lýðveldisins. Níu eru í framboði og Fréttablaðið spurði frambjóðendurna einnar einfaldar spurningar:Hvers vegna á fólk að kjósa þig sem forseta Íslands? Hildur Þórðardóttir:„Ég stend fyrir nýjan hugsunarhátt og ný vinnubrögð, þar sem öll sjónarmið mega heyrast og svo metur hver hvað er rétt fyrir sig. Saman getum við búið til betra samfélag þar sem fólk skiptir meira máli en peningar og þar sem allir eru dýrmætir, einstakir og mikilvægir.“Sturla Jónsson:„Það er vegna þess að ég ætla að beita 25.gr. stjórnarskráarinnar og láta leggja frumvarp fyrir Alþingi um afnám á verðtryggingunni því það er orðið tímabært að stjórnvöld í landinu vinni fyrir almenning.“Guðrún Margrét Pálsdóttir:„Ég þrái að sjá þessa þjóð blómstra og verða öðrum þjóðum til blessunar. Ég er viss um að ef við hlúum að rótum okkar; tungumáli, trú, menningu og gildum, græðum upp landið okkar, stöndum saman og biðjum fram áætlun Guðs fyrir þjóðina þá mun okkur farnast vel á þessu landi.“ Andri Snær Magnason:„Ég þekki eigin styrk og takmarkanir og er því fullur sjálfstrausts, sama hvert verkefnið er. Forsetaembættið á að snúast um hugmyndir og hugsjónir og samtal við þjóðina. Nýja stjórnarskráin er samtal sem var þaggað niður – við verðum einfaldlega að klára það. Ég kann líka að vera fastur fyrir og sjá hlutina skýrt – líka á ögurstundu."Guðni Th. Jóhannesson:„Fólkið í landinu á að kynna sér sjónarmið allra sem er í framboði og taka upplýsta ákvörðun í framhaldi af því. Nái ég kjöri vil ég vera forseti allra Íslendinga, öllum óháður og horfa bjarsýnn fram á veg en nýta auk þess reynslu liðins tíma til að láta gott af mér leiða.“Halla Tómasdóttir:„Vegna þess að ég mun horfa til framtíðar, hvetja, hlusta, sætta og sameina. Ég hef menntun, reynslu og manngerð í starfið og er reiðubúin að bretta upp ermar og gera gagn. Áhrifavald forseta er mikið, ég set mannlíf og náttúru í forgang og tala fyrir jafnrétti, heiðarleika, réttlæti og virðingu.“Davíð Oddsson:„Kjósendur sem telja mikilvægt að forseti Íslands hafi burði og þor til að taka erfiðar ákvarðanir og verja hagsmuni lands og þjóðar, vita hvaða kostir eru í boði. Á ögurstundu má dómgreind ekki bresta og þá getur reynsla og þekking á íslenskri stjórnsýslu, stjórnmálum, menningu og atvinnulífi, ráðið úrslitum.“Elísabet Jökulsdóttir:„Ég er heiðarleg, segi hug minn og hjarta og læt þjóðinni ekki leiðast, tendra eld á fjalli og í fjöru. Mig langar að fara í hvert hverfi í borginni og útá land og heyra hvað þjóðin er að segja. Ég Elska Ísland.“Ástþór Magnússon:„Nú eru mál að þróast þannig í Evrópu að hætta er talin á upplausn og jafnvel styrjöld. Ég vil afstýra því að Ísland verði skotmark í stríði stórveldanna. Þjóðin getur treyst því ég mun standa dyggan vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslensku þjóðarinnar gegn hernaðarlegri og fjármálalegri íhlutun. Ég mun laða til landsins starfsemi tengda friðarmálum, lýðræðisþróun og náttúruvernd.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Sjá meira