Draumamark Shaqiri dugði ekki til og Pólverjar fóru áfram | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2016 16:00 Pólverjar fagna sætinu í 8-liða úrslitum. Vísir/EPA Pólverjar urðu nú rétt í þessu fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum á EM 2016 eftir sigur á Sviss eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítakeppni. Þar sýndu leikmenn Póllands gríðarlegt öryggi og skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum. Svisslendingar skoruðu úr fjórum en Granit Xhaka, nýjasti leikmaður Arsenal, skaut langt framhjá úr sinni spyrnu. Pólverjar byrjuðu leikinn af miklum krafti og strax eftir nokkurra sekúndna leik skaut Arek Milik yfir úr dauðafæri. Pólska liðið komst yfir á 39. mínútu þegar Jakub Blaszczykowski rak smiðshöggið á frábæra skyndisókn. Þetta var 18. landsliðsmark Blaszczykowskis en Pólland hefur aldrei tapað leik sem hann skorar í. Það varð engin breyting þar á í dag.Shaqiri jafnaði metin með mergjuðu marki.vísir/epaStaðan var 0-1 í hálfleik en svissneska liðið kom ákveðnara til leiks í seinni hálfleik og fór að ógna marki Pólverja sem fengu ekki á sig mark í riðlakeppninni. Lukasz Fabianski varði aukaspyrnu Ricardos Rodríguez á 73. mínútu og fimm mínútum síðar skaut Haris Seferovic í slána. Stíflan brast svo á 82. mínútu þegar Xherdan Shaqiri klippti boltann glæsilega í stöng og inn og jafnaði metin. Algjörlega magnað mark hjá Shaqiri sem spilaði sinn besta leik á EM í dag. Í framlengingunni var Sviss sterkari aðilinn en tókst ekki að skora sigurmarkið. Varamaðurinn Eren Derdiyok komst næst því á 113. mínútu en Fabianski varði skalla hans af stuttu færi frábærlega.Vítakeppnin (Sviss byrjar): 1-0 Stephan Lichtsteiner skorar 1-1 Robert Lewandowski skorar 1-1 Granit Xhaka skýtur framhjá 1-2 Arek Milik skorar 2-2 Xherdan Shaqiri skorar 2-3 Kamil Glik skorar 3-3 Fabian Schär skorar 3-4 Jakub Blaszczykowski skorar 4-4 Ricardo Rodríguez skorar 4-5 Grzegorz Krychowiak skorarMilik klúðrar dauðafæri fá dauðafæri á 20. sekúndu! 16 liða úrslitin eru hafin! #EMÍsland https://t.co/2IVfsNplYB— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Błaszczykowski kemur Pólverjum yfir MARK! er komið yfir á móti ! Błaszczykowski skorar á 39. mínútu! #EMÍsland https://t.co/UzECYIPKSe— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Stórkostlegt jöfnunarmark Shaqiri ÓTRÚLEGT mark hjá ! Shaqiri með bakfallsspyrnu - mögulega mark keppninar hingað til. Framlenging. #EMÍsland https://t.co/v1MbMrfHqt— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Krychowiak skorar úr síðustu spyrnu Pólverja tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum í vítaspyrnukeppni. v hefst svo klukkan 16:00 #EMÍsland https://t.co/Y9mEjgxGT5— Síminn (@siminn) June 25, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Pólverjar urðu nú rétt í þessu fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum á EM 2016 eftir sigur á Sviss eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítakeppni. Þar sýndu leikmenn Póllands gríðarlegt öryggi og skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum. Svisslendingar skoruðu úr fjórum en Granit Xhaka, nýjasti leikmaður Arsenal, skaut langt framhjá úr sinni spyrnu. Pólverjar byrjuðu leikinn af miklum krafti og strax eftir nokkurra sekúndna leik skaut Arek Milik yfir úr dauðafæri. Pólska liðið komst yfir á 39. mínútu þegar Jakub Blaszczykowski rak smiðshöggið á frábæra skyndisókn. Þetta var 18. landsliðsmark Blaszczykowskis en Pólland hefur aldrei tapað leik sem hann skorar í. Það varð engin breyting þar á í dag.Shaqiri jafnaði metin með mergjuðu marki.vísir/epaStaðan var 0-1 í hálfleik en svissneska liðið kom ákveðnara til leiks í seinni hálfleik og fór að ógna marki Pólverja sem fengu ekki á sig mark í riðlakeppninni. Lukasz Fabianski varði aukaspyrnu Ricardos Rodríguez á 73. mínútu og fimm mínútum síðar skaut Haris Seferovic í slána. Stíflan brast svo á 82. mínútu þegar Xherdan Shaqiri klippti boltann glæsilega í stöng og inn og jafnaði metin. Algjörlega magnað mark hjá Shaqiri sem spilaði sinn besta leik á EM í dag. Í framlengingunni var Sviss sterkari aðilinn en tókst ekki að skora sigurmarkið. Varamaðurinn Eren Derdiyok komst næst því á 113. mínútu en Fabianski varði skalla hans af stuttu færi frábærlega.Vítakeppnin (Sviss byrjar): 1-0 Stephan Lichtsteiner skorar 1-1 Robert Lewandowski skorar 1-1 Granit Xhaka skýtur framhjá 1-2 Arek Milik skorar 2-2 Xherdan Shaqiri skorar 2-3 Kamil Glik skorar 3-3 Fabian Schär skorar 3-4 Jakub Blaszczykowski skorar 4-4 Ricardo Rodríguez skorar 4-5 Grzegorz Krychowiak skorarMilik klúðrar dauðafæri fá dauðafæri á 20. sekúndu! 16 liða úrslitin eru hafin! #EMÍsland https://t.co/2IVfsNplYB— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Błaszczykowski kemur Pólverjum yfir MARK! er komið yfir á móti ! Błaszczykowski skorar á 39. mínútu! #EMÍsland https://t.co/UzECYIPKSe— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Stórkostlegt jöfnunarmark Shaqiri ÓTRÚLEGT mark hjá ! Shaqiri með bakfallsspyrnu - mögulega mark keppninar hingað til. Framlenging. #EMÍsland https://t.co/v1MbMrfHqt— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Krychowiak skorar úr síðustu spyrnu Pólverja tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum í vítaspyrnukeppni. v hefst svo klukkan 16:00 #EMÍsland https://t.co/Y9mEjgxGT5— Síminn (@siminn) June 25, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira