Draumamark Shaqiri dugði ekki til og Pólverjar fóru áfram | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2016 16:00 Pólverjar fagna sætinu í 8-liða úrslitum. Vísir/EPA Pólverjar urðu nú rétt í þessu fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum á EM 2016 eftir sigur á Sviss eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítakeppni. Þar sýndu leikmenn Póllands gríðarlegt öryggi og skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum. Svisslendingar skoruðu úr fjórum en Granit Xhaka, nýjasti leikmaður Arsenal, skaut langt framhjá úr sinni spyrnu. Pólverjar byrjuðu leikinn af miklum krafti og strax eftir nokkurra sekúndna leik skaut Arek Milik yfir úr dauðafæri. Pólska liðið komst yfir á 39. mínútu þegar Jakub Blaszczykowski rak smiðshöggið á frábæra skyndisókn. Þetta var 18. landsliðsmark Blaszczykowskis en Pólland hefur aldrei tapað leik sem hann skorar í. Það varð engin breyting þar á í dag.Shaqiri jafnaði metin með mergjuðu marki.vísir/epaStaðan var 0-1 í hálfleik en svissneska liðið kom ákveðnara til leiks í seinni hálfleik og fór að ógna marki Pólverja sem fengu ekki á sig mark í riðlakeppninni. Lukasz Fabianski varði aukaspyrnu Ricardos Rodríguez á 73. mínútu og fimm mínútum síðar skaut Haris Seferovic í slána. Stíflan brast svo á 82. mínútu þegar Xherdan Shaqiri klippti boltann glæsilega í stöng og inn og jafnaði metin. Algjörlega magnað mark hjá Shaqiri sem spilaði sinn besta leik á EM í dag. Í framlengingunni var Sviss sterkari aðilinn en tókst ekki að skora sigurmarkið. Varamaðurinn Eren Derdiyok komst næst því á 113. mínútu en Fabianski varði skalla hans af stuttu færi frábærlega.Vítakeppnin (Sviss byrjar): 1-0 Stephan Lichtsteiner skorar 1-1 Robert Lewandowski skorar 1-1 Granit Xhaka skýtur framhjá 1-2 Arek Milik skorar 2-2 Xherdan Shaqiri skorar 2-3 Kamil Glik skorar 3-3 Fabian Schär skorar 3-4 Jakub Blaszczykowski skorar 4-4 Ricardo Rodríguez skorar 4-5 Grzegorz Krychowiak skorarMilik klúðrar dauðafæri fá dauðafæri á 20. sekúndu! 16 liða úrslitin eru hafin! #EMÍsland https://t.co/2IVfsNplYB— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Błaszczykowski kemur Pólverjum yfir MARK! er komið yfir á móti ! Błaszczykowski skorar á 39. mínútu! #EMÍsland https://t.co/UzECYIPKSe— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Stórkostlegt jöfnunarmark Shaqiri ÓTRÚLEGT mark hjá ! Shaqiri með bakfallsspyrnu - mögulega mark keppninar hingað til. Framlenging. #EMÍsland https://t.co/v1MbMrfHqt— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Krychowiak skorar úr síðustu spyrnu Pólverja tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum í vítaspyrnukeppni. v hefst svo klukkan 16:00 #EMÍsland https://t.co/Y9mEjgxGT5— Síminn (@siminn) June 25, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Pólverjar urðu nú rétt í þessu fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum á EM 2016 eftir sigur á Sviss eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítakeppni. Þar sýndu leikmenn Póllands gríðarlegt öryggi og skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum. Svisslendingar skoruðu úr fjórum en Granit Xhaka, nýjasti leikmaður Arsenal, skaut langt framhjá úr sinni spyrnu. Pólverjar byrjuðu leikinn af miklum krafti og strax eftir nokkurra sekúndna leik skaut Arek Milik yfir úr dauðafæri. Pólska liðið komst yfir á 39. mínútu þegar Jakub Blaszczykowski rak smiðshöggið á frábæra skyndisókn. Þetta var 18. landsliðsmark Blaszczykowskis en Pólland hefur aldrei tapað leik sem hann skorar í. Það varð engin breyting þar á í dag.Shaqiri jafnaði metin með mergjuðu marki.vísir/epaStaðan var 0-1 í hálfleik en svissneska liðið kom ákveðnara til leiks í seinni hálfleik og fór að ógna marki Pólverja sem fengu ekki á sig mark í riðlakeppninni. Lukasz Fabianski varði aukaspyrnu Ricardos Rodríguez á 73. mínútu og fimm mínútum síðar skaut Haris Seferovic í slána. Stíflan brast svo á 82. mínútu þegar Xherdan Shaqiri klippti boltann glæsilega í stöng og inn og jafnaði metin. Algjörlega magnað mark hjá Shaqiri sem spilaði sinn besta leik á EM í dag. Í framlengingunni var Sviss sterkari aðilinn en tókst ekki að skora sigurmarkið. Varamaðurinn Eren Derdiyok komst næst því á 113. mínútu en Fabianski varði skalla hans af stuttu færi frábærlega.Vítakeppnin (Sviss byrjar): 1-0 Stephan Lichtsteiner skorar 1-1 Robert Lewandowski skorar 1-1 Granit Xhaka skýtur framhjá 1-2 Arek Milik skorar 2-2 Xherdan Shaqiri skorar 2-3 Kamil Glik skorar 3-3 Fabian Schär skorar 3-4 Jakub Blaszczykowski skorar 4-4 Ricardo Rodríguez skorar 4-5 Grzegorz Krychowiak skorarMilik klúðrar dauðafæri fá dauðafæri á 20. sekúndu! 16 liða úrslitin eru hafin! #EMÍsland https://t.co/2IVfsNplYB— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Błaszczykowski kemur Pólverjum yfir MARK! er komið yfir á móti ! Błaszczykowski skorar á 39. mínútu! #EMÍsland https://t.co/UzECYIPKSe— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Stórkostlegt jöfnunarmark Shaqiri ÓTRÚLEGT mark hjá ! Shaqiri með bakfallsspyrnu - mögulega mark keppninar hingað til. Framlenging. #EMÍsland https://t.co/v1MbMrfHqt— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Krychowiak skorar úr síðustu spyrnu Pólverja tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum í vítaspyrnukeppni. v hefst svo klukkan 16:00 #EMÍsland https://t.co/Y9mEjgxGT5— Síminn (@siminn) June 25, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira