Læra að vera við stjórn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. júní 2016 10:15 Gauti, Helga og Hekla skelltu sér glaðbeitt í þriggja manna far fyrir myndatökuna. Vísir/Eyþór Í Nauthólsvíkinni eru marglitir kajakar að tínast að bryggju í sólskininu. Meðal þeirra sem þar eru að sigla eru Gauti Einarsson átta ára og vinkonurnar Hekla Margrét Halldórsdóttir og Helga Sigurðardóttir tíu ára. „Við erum búin að vera úti á sjó í tvo tíma og sigla lengst inn í voginn,“ segir Hekla. Öll eru þau á vikulöngu siglinganámskeiði hjá Siglunesi í fyrsta skipti og þetta er dagur þrjú. „Mamma bara skráði mig á námskeiðið og ég var ekkert hress með það fyrst, hélt það yrðu bara allir saman á báti og enginn væri að læra neitt. En núna finnst mér gaman,“ segir Gauti. „Mömmur okkar Heklu vildu að við færum saman að velja eitthvert námskeið og við ákváðum þetta,“ lýsir Helga. „Ég hef oft farið á sjó áður,“ segir Hekla. „Frændi minn er á bát og ég fer mjög oft með honum. Hann veiðir stundum og stundum er hann bara að leika sér að sigla.“ Helga er líka vön. „Það er árabátur við sumarbústaðinn okkar sem ég fer oft á, hann er við Álftavatn í Grímsnesi.“ „Og ég fer á hverju ári út í eyju að tína æðardún í Trékyllisvík í Árneshreppi,“ segir Gauti og bætir við sögu. „Ég kom með þrjá æðarunga heim í Árnes og einn þeirra dó því hann var með gat á maganum. Mamma mömmu minnar á heima í Árnesi og þar er sveitin mín.“ En hvað skyldi krökkunum þykja erfiðast við að sigla? „Að hafa stjórn á bátnum,“ svarar Hekla. „Já, það er dálítið erfitt að beygja á sumum bátum,“ tekur Helga undir. „Það á að minnsta kosti við um árabáta,“ segir Gauti. „Mér finnst frekar létt að beygja á kajak. Maður rekur bara árina niður í vatnið og þá beygir hann.“ Krakkar Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Sjá meira
Í Nauthólsvíkinni eru marglitir kajakar að tínast að bryggju í sólskininu. Meðal þeirra sem þar eru að sigla eru Gauti Einarsson átta ára og vinkonurnar Hekla Margrét Halldórsdóttir og Helga Sigurðardóttir tíu ára. „Við erum búin að vera úti á sjó í tvo tíma og sigla lengst inn í voginn,“ segir Hekla. Öll eru þau á vikulöngu siglinganámskeiði hjá Siglunesi í fyrsta skipti og þetta er dagur þrjú. „Mamma bara skráði mig á námskeiðið og ég var ekkert hress með það fyrst, hélt það yrðu bara allir saman á báti og enginn væri að læra neitt. En núna finnst mér gaman,“ segir Gauti. „Mömmur okkar Heklu vildu að við færum saman að velja eitthvert námskeið og við ákváðum þetta,“ lýsir Helga. „Ég hef oft farið á sjó áður,“ segir Hekla. „Frændi minn er á bát og ég fer mjög oft með honum. Hann veiðir stundum og stundum er hann bara að leika sér að sigla.“ Helga er líka vön. „Það er árabátur við sumarbústaðinn okkar sem ég fer oft á, hann er við Álftavatn í Grímsnesi.“ „Og ég fer á hverju ári út í eyju að tína æðardún í Trékyllisvík í Árneshreppi,“ segir Gauti og bætir við sögu. „Ég kom með þrjá æðarunga heim í Árnes og einn þeirra dó því hann var með gat á maganum. Mamma mömmu minnar á heima í Árnesi og þar er sveitin mín.“ En hvað skyldi krökkunum þykja erfiðast við að sigla? „Að hafa stjórn á bátnum,“ svarar Hekla. „Já, það er dálítið erfitt að beygja á sumum bátum,“ tekur Helga undir. „Það á að minnsta kosti við um árabáta,“ segir Gauti. „Mér finnst frekar létt að beygja á kajak. Maður rekur bara árina niður í vatnið og þá beygir hann.“
Krakkar Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein