Innlent

Halla kaus í Smáranum: Velti því fyrir sér hvort hún ætti að kjósa annan

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Halla kaus ásamt fjölskyldu sinni í dag.
Halla kaus ásamt fjölskyldu sinni í dag. Vísir/Hanna
Halla Tómasdóttir athafnakona mætti ásamt fjölskyldu sinni á kjörstað í dag. Halla var hamingjusöm og þakklát á kjördegi. „Við erum þakklát. Þakklát öllum sem fóru með okkur í þetta ferðalag og þakklát fyrir að búa í lýðræðisríki,“ sagði Halla en hún var í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni.

„Dagurinn leggst mjög vel í mig.“ Hún sagði kosningabaráttuna hafa verið ótrúlega skemmtilegt ferðalag og að hún hafi farið frá því að vera varla þekkt yfir í að ná að kynnast mörgum landsmönnum.

„Við finnum mikinn meðbyr og ætlum bara að klára leikinn. Hann stendur til tíu,“ sagði Halla en þá loka kjörstaðir. Halla kaus í kjördeild 13 og hló þegar fréttamaður spurði hana hvort það væri nokkuð óhappa. Hún segist hafa kosið sjálfa sig en velt því fyrir sér í smástund hvort hún ætti að kjósa einhvern annan.

„Ég gerði það,“ viðurkenndi hún. „Það er kannski konan í mér, ég veit það ekki,“ sagði Halla og hló. Dóttir Höllu fór í sitt fyrsta sjónvarpsviðtal í tilefni dagsins hjá Gunnari Atla Gunnarssyni, fréttamanni á Stöð 2, og sagðist hún afar stolt af móður sinni og að það hafi ekki verið skrýtið að sjá hana í fjölmiðlum upp á síðkastið. „Mér finnst alltaf eins og hún hafi átt að gera eitthvað svona.“

Halla og fjölskylda mæta í Smárann í dag.Vísir/Hanna
Halla ásamt eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni, og börnunum þeirra.Vísir/Hanna

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×