Samherji Birkis mætir bróður sínum á EM á morgun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júní 2016 17:45 Xhaka-bræðurnir. vísir/getty Albanía þreytir frumraun sína á stórmóti á morgun þegar liðið mætir Sviss í Lens í A-riðli á EM í Frakklandi. Þetta er auðvitað stór stund fyrir Albani og þá sérstaklega Taulant Xhaka sem mætir yngri bróður sínum, Granit Xhaka, nýjasta liðsmanni Arsenal, á morgun. Xhaka-bræðurnir eru fæddir í Basel í Sviss en foreldrar þeirra eru Kósóvó-Albanir. Taulant og Granit eru uppaldir hjá Basel og léku báðir með yngri landsliðum Sviss. Mikil tenging er á milli Albaníu og Sviss. Til marks um það eru fimm leikmenn í svissneska hópnum sem eiga ættir sínar að rekja til Albaníu og hvorki fleiri né færri en níu leikmenn í albanska hópnum eru fæddir og/eða uppaldir í Sviss.Granit Xhaka er nýjasti liðsmaður Arsenal.vísir/gettyÁrið 2013 gaf Taulant það út að hann væri tilbúinn að spila með A-landsliði Albaníu og hann var fyrst valinn í albanska landsliðshópinn í mars 2014. Hann þurfti þó að bíða fram í september eftir því að spila sinn fyrsta landsleik fyrir Albaníu. Hann kom í 1-0 sigri á Portúgal. Granit lék hins vegar sinn fyrsta landsleik fyrir Sviss 2011, aðeins 18 ára gamall. Hann er alls búinn að leika 43 landsleiki fyrir Sviss og skora sex mörk. Leiðir Xhaka-bræðranna hjá félagsliði skildu þegar Borussia Mönchengladbach keypti Granit af Basel 2012. Granit lék í fjögur ár með Gladbach en var seldur til Arsenal í sumar, eins og áður sagði. Taulant er enn í herbúðum Basel þar sem hann leikur með íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni. Þeir urðu svissneskir meistarar á nýafstöðnu tímabili. Þetta er í þriðja sinn sem bræður mætast á stórmóti í fótbolta en í fyrri tvö skiptin voru það Boateng-bræðurnir, Kevin-Prince og Jérome. Þeir eru báðir fæddir í Þýskalandi en Kevin-Prince spilar með Gana, heimalandi föður síns. Bræðurnir mættust bæði á HM 2010 og svo aftur á HM 2014. Þýskaland hafði betur, 1-0, á 2010 en í Brasilíu fyrir tveimur árum lyktaði leik Þjóðverja og Ganverja með 2-2 jafntefli. Þrír bræður leika á EM auk Xhaka-bræðranna. Lukaku-bræðurnir, Romelu og Jordan, leika með Belgíu, Jonny og Corry Evans með Norður-Írlandi og Vasili og Aleksei Berezutski með Rússlandi. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Albanía þreytir frumraun sína á stórmóti á morgun þegar liðið mætir Sviss í Lens í A-riðli á EM í Frakklandi. Þetta er auðvitað stór stund fyrir Albani og þá sérstaklega Taulant Xhaka sem mætir yngri bróður sínum, Granit Xhaka, nýjasta liðsmanni Arsenal, á morgun. Xhaka-bræðurnir eru fæddir í Basel í Sviss en foreldrar þeirra eru Kósóvó-Albanir. Taulant og Granit eru uppaldir hjá Basel og léku báðir með yngri landsliðum Sviss. Mikil tenging er á milli Albaníu og Sviss. Til marks um það eru fimm leikmenn í svissneska hópnum sem eiga ættir sínar að rekja til Albaníu og hvorki fleiri né færri en níu leikmenn í albanska hópnum eru fæddir og/eða uppaldir í Sviss.Granit Xhaka er nýjasti liðsmaður Arsenal.vísir/gettyÁrið 2013 gaf Taulant það út að hann væri tilbúinn að spila með A-landsliði Albaníu og hann var fyrst valinn í albanska landsliðshópinn í mars 2014. Hann þurfti þó að bíða fram í september eftir því að spila sinn fyrsta landsleik fyrir Albaníu. Hann kom í 1-0 sigri á Portúgal. Granit lék hins vegar sinn fyrsta landsleik fyrir Sviss 2011, aðeins 18 ára gamall. Hann er alls búinn að leika 43 landsleiki fyrir Sviss og skora sex mörk. Leiðir Xhaka-bræðranna hjá félagsliði skildu þegar Borussia Mönchengladbach keypti Granit af Basel 2012. Granit lék í fjögur ár með Gladbach en var seldur til Arsenal í sumar, eins og áður sagði. Taulant er enn í herbúðum Basel þar sem hann leikur með íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni. Þeir urðu svissneskir meistarar á nýafstöðnu tímabili. Þetta er í þriðja sinn sem bræður mætast á stórmóti í fótbolta en í fyrri tvö skiptin voru það Boateng-bræðurnir, Kevin-Prince og Jérome. Þeir eru báðir fæddir í Þýskalandi en Kevin-Prince spilar með Gana, heimalandi föður síns. Bræðurnir mættust bæði á HM 2010 og svo aftur á HM 2014. Þýskaland hafði betur, 1-0, á 2010 en í Brasilíu fyrir tveimur árum lyktaði leik Þjóðverja og Ganverja með 2-2 jafntefli. Þrír bræður leika á EM auk Xhaka-bræðranna. Lukaku-bræðurnir, Romelu og Jordan, leika með Belgíu, Jonny og Corry Evans með Norður-Írlandi og Vasili og Aleksei Berezutski með Rússlandi.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira