Hannes sendi landsliðsþjálfaranum tölvupóst Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júní 2016 13:00 Eyjólfur Sverrisson, til vinstri, og Tómas Ingi Tómasson. vísir/pjetur Knattspyrnuferill Hannesar er ólíkur ferli allra annarra í íslenska landsliðinu. Á meðan margir þeirra voru byrjaðir að spila sem atvinnumenn í knattspyrnu nítján ára var Hannes að spila með 2. flokki Leiknis, með þrálát axlarmeiðsli og gat ekki leyft sér að gera sér raunhæfar væntingar um mikinn frama á þessum vettvangi. Hannes var í viðtali við helgarblað Fréttablaðsins í dag og segir þar frá baráttu sinni við meiðsli eftir að hafa farið úr axlarlið í haust. En framan af ferli hans stefndi ekki í að Hannes yrði atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmarkvörður. „Fótboltinn var fjarlægur veruleiki fyrir mig á þessum árum,“ segir Hannes sem hefur ávallt verið blóðheitur stuðningsmaður landsliðsins. Sérstaklega sem ungur maður. Það var ekki fyrr en hann fór að geta spilað á fullu nokkrum árum síðar að hann leyfði sér að láta sig dreyma á ný. Árið 2005 spilaði hann með Aftureldingu í 2. deildinni sitt fyrsta heila tímabil og ákvað að vekja athygli á sér. „Ég hef nú ekki greint frá þessu áður en ég sendi Eyjólfi Sverrissyni, þjálfara U-21 landsliðsins, skilaboð um að ég teldi mig eiga erindi í liðið og að hann ætti að kíkja á leiki með Aftureldingu,“ útskýrir Hannes og hlær. „Hann svaraði mér. Sagði mér að halda áfram að standa mig og að hann myndi fylgjast með mér.“ Við tóku tímabil hjá Stjörnunni, Fram og KR og eftir hægan en stöðugan uppgang fékk hann sæti í A-landsliðinu árið 2009. Tveimur árum síðar var hann orðinn aðalmarkvörður liðsins. „Árið 2011 samdi ég við KR og vann mér fast sæti í landsliðinu. Þá taldi ég að ég væri búinn að sýna nóg og allt eftir það væri bónus. Það hafði alltaf blundað í mér löngun til að sanna mig og sýna bæði mér og öðrum að ég væri fínasti markvörður,“ segir hann. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
Knattspyrnuferill Hannesar er ólíkur ferli allra annarra í íslenska landsliðinu. Á meðan margir þeirra voru byrjaðir að spila sem atvinnumenn í knattspyrnu nítján ára var Hannes að spila með 2. flokki Leiknis, með þrálát axlarmeiðsli og gat ekki leyft sér að gera sér raunhæfar væntingar um mikinn frama á þessum vettvangi. Hannes var í viðtali við helgarblað Fréttablaðsins í dag og segir þar frá baráttu sinni við meiðsli eftir að hafa farið úr axlarlið í haust. En framan af ferli hans stefndi ekki í að Hannes yrði atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmarkvörður. „Fótboltinn var fjarlægur veruleiki fyrir mig á þessum árum,“ segir Hannes sem hefur ávallt verið blóðheitur stuðningsmaður landsliðsins. Sérstaklega sem ungur maður. Það var ekki fyrr en hann fór að geta spilað á fullu nokkrum árum síðar að hann leyfði sér að láta sig dreyma á ný. Árið 2005 spilaði hann með Aftureldingu í 2. deildinni sitt fyrsta heila tímabil og ákvað að vekja athygli á sér. „Ég hef nú ekki greint frá þessu áður en ég sendi Eyjólfi Sverrissyni, þjálfara U-21 landsliðsins, skilaboð um að ég teldi mig eiga erindi í liðið og að hann ætti að kíkja á leiki með Aftureldingu,“ útskýrir Hannes og hlær. „Hann svaraði mér. Sagði mér að halda áfram að standa mig og að hann myndi fylgjast með mér.“ Við tóku tímabil hjá Stjörnunni, Fram og KR og eftir hægan en stöðugan uppgang fékk hann sæti í A-landsliðinu árið 2009. Tveimur árum síðar var hann orðinn aðalmarkvörður liðsins. „Árið 2011 samdi ég við KR og vann mér fast sæti í landsliðinu. Þá taldi ég að ég væri búinn að sýna nóg og allt eftir það væri bónus. Það hafði alltaf blundað í mér löngun til að sanna mig og sýna bæði mér og öðrum að ég væri fínasti markvörður,“ segir hann.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira