Fótbolti

Lars: Eigum góða möguleika á að komast upp úr riðlinum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lars Lagerbäck hefur reynslu af þátttöku á stórmótum með Svíum.
Lars Lagerbäck hefur reynslu af þátttöku á stórmótum með Svíum. vísir/vilhelm
„Ég segi alltaf að þú átt möguleika í fótbolta. Ef þessir srákar spila áfram eins og þeir hafa verið að spila þá eigum við góðan möguleika á að komast upp úr riðlinum,“ sagði Lars Lagerbäck á blaðamannafundi í Annecy í morgun.

Lars sagði að alla jafna væri fyrsti leikurinn í riðli mjög mikilvægur en það væri kannski ekki alveg þannig núna. Þrjú lið komast upp úr fjórum riðlum af sex og Portúgal væri líklega sterkasti andstæðingurinn í sögulegu samhengi.

„Við ættum að geta höndlað tap í leik gegn Portúgal,“ sagði Lars en minnti á að ekki væri hægt að vita nákvæmlega hve mikilvægur fyrsti leikurinn væri fyrr en að honum loknum. Allir horfi á leikinn gegn Unverjum sem lykilleik en þeir séu alls ekki með slæmt lið.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á FacebookTwitter og Snapchat (sport365).








Fleiri fréttir

Sjá meira


×