Fótbolti

Lars yrði ekki endilega sáttur með jafntefli gegn Portúgal

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck á leiðinni til fundarins í dag.
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck á leiðinni til fundarins í dag. Vísir/Vilhelm
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort hann yrði sáttur með jafntefli í leiknum gegn Portúgal á morgun. Flestir Íslendingar hefðu líklega svarað spurningunni játandi en ekki Svíinn í brúnni.

Lars sagði að það færi alfarið eftir því hvernig leikurinn spilaðist. Ef Ísland spilaði illa í leiknum en næði í jafntefli þá væri hann sáttur.

„Ef við spilum vel og eigum skilið að vinna þá verð ég auðvitað ekki sáttur með jafntefli,“ sagði Lars.

Sá sænski var spurður út í það hvort hann reiknaði með því að Portúgal yrði meira með boltann eða Íslendingar. Lars sagði að íslenska liðið færi í alla leiki til að vinna en það kæmi

honum þó ekki á óvart ef Portúgalar yrðu heilt yfir meira með boltann.

Fundinn í heild má sjá hér að neðan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×