Fótbolti

Sjáðu myndirnar: Strákarnir æfðu á Stade Geoffroy-Guichard

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson fær selbita frá Emil Hallfreðssyni og félögum.
Jóhann Berg Guðmundsson fær selbita frá Emil Hallfreðssyni og félögum. Vísir/Vilhelm
Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu æfðu í fyrsta skipti á Stade Geoffroy-Guichard leikvanginum í Saint-Étienne síðdegis í dag. Æfingin fór fram að loknum blaðamannafundi með þjálfurunum Heimi og Lars og miðjumönnunum Aroni Einari og Gylfa Þór.

Að neðan má sjá upptöku UEFA frá æfingu landsliðsins.

Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá hér að neðan en hann var í beinni útsendingu á Vísi

Æfing strákanna okkar var opin og nýtti Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tækifærið og myndaði strákana í bak og fyrir. Æfingin hófst á hefðbundin hátt með léttu skokki og reitarbolta.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á FacebookTwitter og Snapchat (sport365).  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×