Jón Daði: Fannst þetta eðlilegast í heimi Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 22:29 Jón Daði í baráttu í leiknum í kvöld. vísir/getty Jón Daði Böðvarsson, framherji Íslands, var uppgefinn í samtali við fjölmiðla eftir frábæra frammistöðu Íslands í 1-1 jafntefli gegn Portúgal á EM í Frakklandi. „Þetta er bara frábært og miðað við andstæðinginn er þetta frábært. Við tökum 1-1 með glöðu geði," sagði Jón Daði í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Það var einfaldlega að vera aðeins agaðari og ekki hleypa þeim í þessar skyndisóknir sem við fengum á okkur oft á tíðum auðveldlega í fyrri hálfleik." „Þeir eru stórhættulegir í þeim og mér fannst við ná ágætis tökum á því. Portúgalar eru með svakalega sterkt lið og þeir voru skeinuhættir, en við náðum að halda þeim vel í skefjum." Jón Daði hljóp tæplega tólf kílómetra í fremstu víglínu Íslands, en hann var gífurlega duglegur í leiknum. „Ég er alveg búinn á því. Maður varð að hlaupa mikið og maður varð að hjálpa til því vörnin hefst á okkur Kolbeini. Það var ákveðið að gefa allt í þetta." Einhver umræða var um hvort Alfreð Finnbogason ætti að byrja frammi með Kolbeini en að endingu var það Jón Daði. Hann segist ánægður með að hafa fengið traustið. „Auðvitað er maður ánægður með það. Maður er í þessu til að byrja. Þetta er það gaman," en hann segist hafa verið með gott sjálfstraust þrátt fyrir að hafa verið að spila við leikmenn á borð við Pepe og Ricardo Carvalho. „Mér fannst þetta eðlilegast í heimi. Þetat eru auðvitað frægir kallar og allt það, en þetta eru bara leikmenn með hátt sjálfstraust og hafa náð langt á ferlinum." „Þeir eru ekkert meira en það. Þú mætir því eins og eðlilegasti maður. Þetta gefur okkur mikið og að byrja á góðum úrslitum í fysrta leik. Það gefur okkur gott sjálfstraust inn í leikinn gegn Ungverjum," sagði Jón Daði að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, framherji Íslands, var uppgefinn í samtali við fjölmiðla eftir frábæra frammistöðu Íslands í 1-1 jafntefli gegn Portúgal á EM í Frakklandi. „Þetta er bara frábært og miðað við andstæðinginn er þetta frábært. Við tökum 1-1 með glöðu geði," sagði Jón Daði í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Það var einfaldlega að vera aðeins agaðari og ekki hleypa þeim í þessar skyndisóknir sem við fengum á okkur oft á tíðum auðveldlega í fyrri hálfleik." „Þeir eru stórhættulegir í þeim og mér fannst við ná ágætis tökum á því. Portúgalar eru með svakalega sterkt lið og þeir voru skeinuhættir, en við náðum að halda þeim vel í skefjum." Jón Daði hljóp tæplega tólf kílómetra í fremstu víglínu Íslands, en hann var gífurlega duglegur í leiknum. „Ég er alveg búinn á því. Maður varð að hlaupa mikið og maður varð að hjálpa til því vörnin hefst á okkur Kolbeini. Það var ákveðið að gefa allt í þetta." Einhver umræða var um hvort Alfreð Finnbogason ætti að byrja frammi með Kolbeini en að endingu var það Jón Daði. Hann segist ánægður með að hafa fengið traustið. „Auðvitað er maður ánægður með það. Maður er í þessu til að byrja. Þetta er það gaman," en hann segist hafa verið með gott sjálfstraust þrátt fyrir að hafa verið að spila við leikmenn á borð við Pepe og Ricardo Carvalho. „Mér fannst þetta eðlilegast í heimi. Þetat eru auðvitað frægir kallar og allt það, en þetta eru bara leikmenn með hátt sjálfstraust og hafa náð langt á ferlinum." „Þeir eru ekkert meira en það. Þú mætir því eins og eðlilegasti maður. Þetta gefur okkur mikið og að byrja á góðum úrslitum í fysrta leik. Það gefur okkur gott sjálfstraust inn í leikinn gegn Ungverjum," sagði Jón Daði að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30