Fótbolti

Aron: Þetta er búið að tæma símann minn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eftir að Cristiano Ronaldo virtist hafa neitað Aroni Einari Gunnarssyni um treyjuna sína eftir leik Íslands og Portúgals á þriðjudag hafa knattspyrnuáhugamenn um allan heim boðist til að gefa Aroni sína treyju í staðinn.

Allt hófst þetta með því að Tyrki setti inn færslu á Twitter-síðu sína um málið með myllumerkinu #ShirtsForAron. Það komst á flug og fór ekki framhjá íslenska landsliðsfyrirliðanum.

Sjá einnig: Vilja skipta á treyjum við Aron Einar því Ronaldo var í fýlu

„Hef ég tekið eftir þessu? Þetta er búið að eyða batteríinu á símanum mínum. En ég hef gaman að þessu. Það var meistari frá Tyrklandi sem byrjaði á þessu og hafa strákarnir hlegið að þessu,“ sagði Aron Einar á blaðamannafundi í dag.

„En ég hef gaman að þessu öllu saman,“ sagði hann en Ísland mætir Ungverjalandi í öðrum leik sínum í F-riðli á EM í Frakklandi á morgun.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×