Fótbolti

Króatískar bullur köstuðu blysum inn á völlinn í Saint-Étienne | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mario Mandzukic í reykmekkinum á vellinum í Saint-Étienne.
Mario Mandzukic í reykmekkinum á vellinum í Saint-Étienne. vísir/getty
Nokkrir stuðningsmenn Króatíu urðu sér til skammar á meðan á leik Tékka og Króata í D-riðli á EM 2016 stóð.

Nokkrum mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma þurfti dómarinn Mark Clattenburg að stöðva leikinn vegna þess blysum hafði verið kastað inn á völlinn í Saint-Étienne, þar sem leikur Íslands og Portúgals fór fram á þriðjudaginn.

Fimm mínútna hlé var gert á leiknum en leikmenn Króatíu gengu í átt að stuðningsmönnum liðsins og báðu þá um að róa sig niður.

Þessi sorglega uppákoma hafði slæm áhrif á leikmenn Króatíu sem fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma.

Ljóst er að þessi fáránlega hegðun stuðningsmanna Króata mun draga dilk á eftir sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×