Þjálfari Króatíu: Þetta eru íþróttahryðjuverkamenn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2016 21:41 Það var mikil reikistefna á vellinum í Saint-Étienne í dag. vísir/getty Króatía má búast við refsingu frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, vegna skrílsláta hóps stuðningsmanna liðsins í leiknum gegn Tékklandi í Saint-Étienne í dag. Þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka var blysum kastað inn á völlinn, fyrir aftan tékkneska markið. Einnig brutust út slagsmál á meðal króatísku stuðningsmannanna. Enski dómarinn Mark Clattenburg gerði nokkurra mínútna hlé á leiknum á meðan blysin voru hreinsuð af vellinum. Hléið virtist fara illa í leikmenn Króatíu sem fengu á sig jöfnunarmark skömmu eftir að Clattenburg flautaði leikinn aftur á. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Eftir leikinn sendi UEFA frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að uppákoman á Saint-Étienne yrði tekin til skoðunar á morgun.Ante Cacic var mikið niðri fyrir eftir leik.vísir/gettyAnte Cacic, landsliðsþjálfari Króatíu, fordæmdi hegðun þessara stuðningsmanna liðsins. „95% af stuðningsmönnum Króata þurfa að skammast sín fyrir hegðun nokkurra skemmdra epla. Þetta eru íþróttahryðjuverkamenn og þeir gera bara það sem þeim sýnist. Þetta eru ekki stuðningsmenn heldur fótboltabullur,“ sagði Cacic eftir leikinn. Króatar voru þegar undir smásjánni hjá UEFA eftir að stuðningsmaður liðsins hljóp inn á völlinn til að fagna marki Luka Modric í leiknum gegn Tyrklandi á sunnudaginn. Svona vandræði í kringum stuðningsmenn Króatíu eru ekki ný af nálinni. Gera þurfti hlé á leik Króata og Ítala í Mílanó í undankeppni EM vegna kynþáttafordóma stuðningsmanna Króatíu. Þá var dregið stig af Króatíu vegna þess að hakakross var sleginn í völlinn í Split og þeim gert að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira
Króatía má búast við refsingu frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, vegna skrílsláta hóps stuðningsmanna liðsins í leiknum gegn Tékklandi í Saint-Étienne í dag. Þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka var blysum kastað inn á völlinn, fyrir aftan tékkneska markið. Einnig brutust út slagsmál á meðal króatísku stuðningsmannanna. Enski dómarinn Mark Clattenburg gerði nokkurra mínútna hlé á leiknum á meðan blysin voru hreinsuð af vellinum. Hléið virtist fara illa í leikmenn Króatíu sem fengu á sig jöfnunarmark skömmu eftir að Clattenburg flautaði leikinn aftur á. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Eftir leikinn sendi UEFA frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að uppákoman á Saint-Étienne yrði tekin til skoðunar á morgun.Ante Cacic var mikið niðri fyrir eftir leik.vísir/gettyAnte Cacic, landsliðsþjálfari Króatíu, fordæmdi hegðun þessara stuðningsmanna liðsins. „95% af stuðningsmönnum Króata þurfa að skammast sín fyrir hegðun nokkurra skemmdra epla. Þetta eru íþróttahryðjuverkamenn og þeir gera bara það sem þeim sýnist. Þetta eru ekki stuðningsmenn heldur fótboltabullur,“ sagði Cacic eftir leikinn. Króatar voru þegar undir smásjánni hjá UEFA eftir að stuðningsmaður liðsins hljóp inn á völlinn til að fagna marki Luka Modric í leiknum gegn Tyrklandi á sunnudaginn. Svona vandræði í kringum stuðningsmenn Króatíu eru ekki ný af nálinni. Gera þurfti hlé á leik Króata og Ítala í Mílanó í undankeppni EM vegna kynþáttafordóma stuðningsmanna Króatíu. Þá var dregið stig af Króatíu vegna þess að hakakross var sleginn í völlinn í Split og þeim gert að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira