Fótbolti

Draumamark Modric tryggði Króatíu sigur | Sjáðu markið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Luka Modric fagnar glæsimarki sínu.
Luka Modric fagnar glæsimarki sínu. vísir/getty
Luka Modric var hetja Króatíu gegn Tyrkjum í upphafsleik D-riðils á Evrópuótinu í Frakklandi, en hann tryggði Króatíu sigur með draumamarki.

Eina mark leiksins kom á 41. mínútu, en Modric tók þá boltann á lofti fyrir utan teig og þrumaði boltanum í netið. Í síðari hálfleik fengu Króatar nokkur færi til þess að tvöfalda forystuna, en þeim tókst það ekki.

Undir lokin settu Tyrkirnir meiri pressu á Króata, en ekki tókst þeim að skora og lokatölur 1-0 sigur Króatíu.

Króatar eru því komnir með þrjú stig í D-riðlinum sem margir vilja meina að sé dauðariðillinn á EM. Á morgun mætast svo Spánverjar og Tékkar.

Á föstudaginn spila svo Tékkar og Króatar annars vegar og hins vegar Spánverjar og Tyrkir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×