Fótbolti

Bróðir Gylfa Þórs um vítið: Hann er búinn að æfa þetta í yfir tuttugu ár

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Már Sigurðsson, bróðir Gylfa Þórs Sigurðssonar, viðurkenndi að hjartað hefði slegið aðeins hraðar þegar litli bróðir steig á vítapunktinn undir lok fyrri hálfleiks. Gylfi er afar örugg vítaskytta en í þetta skiptið var hann að spyrna fyrir framan 62 þúsund áhorfendur og hörðustu ungversku stuðningsmennina sem horfðu á fyrir aftan markið.

„Hjartað sló aðeins hraðar en hann er vel undirbúinn strákurinn, búinn að æfa þetta í yfir 20 ár. Ég hafði mikla trú á honum,“ sagði Ólafur enda fór svo að Gylfi skoraði af fádæma öryggi.

Við verðum bara að halda áfram að spila svona. Þótt við séum ekki mikið með boltann þá erum við ekki að fá mörg færi á okkur. Það getur allt gerst í þessum síðasta leik,“ sagði Ólafur Már á götum Marseille eftir leikinn. 

Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli um miðjan síðari hálfleikinn.

„Það var dálítið erfitt að missa Aron af velli í þessum leik, annan af miðjumönnunum, það riðlaði þessu aðeins. En við þurfum bara að halda áfram og eigum góða möguleika.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×