Tafir á millilandaflugi vegna forfalla hjá flugumferðarstjórum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. júní 2016 11:29 Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll lá niðri um tíma í morgun og urðu nokkrar tafir á flugi eftir að það hófst á ný. Ástæðan er forföll flugumferðarstjóra. Vísir/Pjetur Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll lá niðri um tíma í morgun og urðu nokkrar tafir á flugi eftir að það hófst á ný. Ástæðan er forföll flugumferðarstjóra en ekkert fæst uppgefið um gang kjaraviðræðna þeirra og Isavia. Nokkrar raskanir hafa orðið bæði á millilanda- og innanlandsflugi síðustu mánuði, meðal annars vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar hafa verið kjarasamningslausir síðan í febrúar. Í byrjun apríl settu þeir á yfirvinnubann til að knýja á um lausn kjaradeilu sinnar og Isavia. Þann 8. júní síðastliðinn gripu svo stjórnvöld inn í deiluna með því að setja lög sem bönnuðu allar aðgerðir flugumferðarstjóra í tengslum við kjaradeiluna. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að misjafnlega hafi gengið að fá flugumferðarstjóra til að koma á aukavaktir vegna forfalla eftir að lög voru sett á deiluna. Engin yfirvinnuskylda er í kjarasamningum þeirra. „Það hefur oft verið erfiðleikum bundið að manna þessar vaktir þegar það eru forföll, núna sem sagt eftir að lög voru sett á yfirvinnubannið,“ segir Guðni. Nú síðast í morgun lá flug niðri um tíma vegna forfalla flugumferðarstjóra.Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni annars verður skipaður gerðardómur sem úrskurðar um laun flugumferðarstjóra. Vísir/Ernir„Þjónusta var takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug milli 9 og 9:30 í morgun og það olli einhverjum frekari töfum á vélum sem höfðu tafist í morgun út af öðrum sökum,“ segir Guðni. „Verklagið er þannig að þegar það er minni mönnun og það þarf að takmarka þjónustu, þá er takmörkunin gerð þegar sem minnst flugumferð er í gangi. En þar sem áætlun hafði færst eitthvað til þá hafði það áhrif.“ Þá segir Guðni seinkanir hafa orðið á flugi eftir að flogið var á ný.Fimm dagar þar til frestur til að semja rennur út Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni annars verður skipaður gerðardómur sem úrskurðar um laun flugumferðarstjóra. Síðasti samningafundur samninganefndanna hjá Ríkissáttasemjara var fyrir helgina og ætla þær að hittast aftur eftir hádegi á morgun. Guðni segir að það verði að koma í ljós hvort að það takist að semja áður en fresturinn rennur út. „Það er allavega verið að funda áfram og ég held að það sé vilji hjá öllum aðilum sé að klára þetta sem fyrst,“ segir hann. Flugumferðarstjórar hafa bent á að þeir séu of fáir til að sinna öllum þeim störfum sem þeir þurfi. Fjölga þurfi því flugumferðarstjórum. Aðspurður hvort að sá vandi leysist ef aðilar ná saman um nýjan kjarasamning segir Guðni að hann vonist til þess. „Við vonum að þessi mönnunarmál leysist sem allra fyrst,“ segir Guðni. Hann segir að hugsanlega geti frekari raskanir orðið á millilandaflugi í dag. Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Flugumferðarstjórar hissa á skorðum sem Gerðardómi eru settar Ósáttir með lagasetningu á aðgerðir þeirra en vona að samningar takist fyrir 24. júní. 9. júní 2016 11:31 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur frá Heimildinni yfir til Rúv Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll lá niðri um tíma í morgun og urðu nokkrar tafir á flugi eftir að það hófst á ný. Ástæðan er forföll flugumferðarstjóra en ekkert fæst uppgefið um gang kjaraviðræðna þeirra og Isavia. Nokkrar raskanir hafa orðið bæði á millilanda- og innanlandsflugi síðustu mánuði, meðal annars vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar hafa verið kjarasamningslausir síðan í febrúar. Í byrjun apríl settu þeir á yfirvinnubann til að knýja á um lausn kjaradeilu sinnar og Isavia. Þann 8. júní síðastliðinn gripu svo stjórnvöld inn í deiluna með því að setja lög sem bönnuðu allar aðgerðir flugumferðarstjóra í tengslum við kjaradeiluna. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að misjafnlega hafi gengið að fá flugumferðarstjóra til að koma á aukavaktir vegna forfalla eftir að lög voru sett á deiluna. Engin yfirvinnuskylda er í kjarasamningum þeirra. „Það hefur oft verið erfiðleikum bundið að manna þessar vaktir þegar það eru forföll, núna sem sagt eftir að lög voru sett á yfirvinnubannið,“ segir Guðni. Nú síðast í morgun lá flug niðri um tíma vegna forfalla flugumferðarstjóra.Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni annars verður skipaður gerðardómur sem úrskurðar um laun flugumferðarstjóra. Vísir/Ernir„Þjónusta var takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug milli 9 og 9:30 í morgun og það olli einhverjum frekari töfum á vélum sem höfðu tafist í morgun út af öðrum sökum,“ segir Guðni. „Verklagið er þannig að þegar það er minni mönnun og það þarf að takmarka þjónustu, þá er takmörkunin gerð þegar sem minnst flugumferð er í gangi. En þar sem áætlun hafði færst eitthvað til þá hafði það áhrif.“ Þá segir Guðni seinkanir hafa orðið á flugi eftir að flogið var á ný.Fimm dagar þar til frestur til að semja rennur út Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni annars verður skipaður gerðardómur sem úrskurðar um laun flugumferðarstjóra. Síðasti samningafundur samninganefndanna hjá Ríkissáttasemjara var fyrir helgina og ætla þær að hittast aftur eftir hádegi á morgun. Guðni segir að það verði að koma í ljós hvort að það takist að semja áður en fresturinn rennur út. „Það er allavega verið að funda áfram og ég held að það sé vilji hjá öllum aðilum sé að klára þetta sem fyrst,“ segir hann. Flugumferðarstjórar hafa bent á að þeir séu of fáir til að sinna öllum þeim störfum sem þeir þurfi. Fjölga þurfi því flugumferðarstjórum. Aðspurður hvort að sá vandi leysist ef aðilar ná saman um nýjan kjarasamning segir Guðni að hann vonist til þess. „Við vonum að þessi mönnunarmál leysist sem allra fyrst,“ segir Guðni. Hann segir að hugsanlega geti frekari raskanir orðið á millilandaflugi í dag.
Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Flugumferðarstjórar hissa á skorðum sem Gerðardómi eru settar Ósáttir með lagasetningu á aðgerðir þeirra en vona að samningar takist fyrir 24. júní. 9. júní 2016 11:31 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur frá Heimildinni yfir til Rúv Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38
Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10
Flugumferðarstjórar hissa á skorðum sem Gerðardómi eru settar Ósáttir með lagasetningu á aðgerðir þeirra en vona að samningar takist fyrir 24. júní. 9. júní 2016 11:31
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent