Flugumferðarstjórar ósáttir við að vera kennt um tafir á Secret Solstice Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júní 2016 23:51 Sigurjón Jónasson segir aðra þætti heldur en forföll flugumferðarstjóra hafa vegið mun þyngra þegar kom að töfum hjá Secret Solstice. Vísir/EPA Hljómsveitin Die Antwoord lenti í töfum við komuna til landsins í dag og því varð að fresta tónleikum sveitarinnar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice um nokkra klukkutíma. Í tilkynningu frá Secret Solstice kom fram að tafir hafi orsakast vegna þess að „flugumferðarstjórar hafi ekki mætt til vinnu.“ Tafirnar riðluðu dagskrá tónlistarhátíðarinnar nokkuð þar sem þurfti að skipta um tónleikastað en í stað þess að troða upp fyrr í kvöld á útisviðinu Valhalla voru tónleikarnir fluttir inn í tónleikastaðinn Hel.Tilkynning frá Secret Solstice í dag.Vísir/Facebook-síða Secret SolsticeFlugumferðarstjórar eru afar ósáttir við að vera kennt um þessar tafir en þeir hafa rakið ferðir vélar Die Antwoord sem kom í dag frá Amsterdam.Sjá einnig: Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra „Við viljum lýsa yfir vonbrigðum með það að sannleikurinn skuli vera svona skrumskældur,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar standa í kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins en þeir urðu kjarasamningslausir í fyrra. Vandræðavélin, sem gerð er út frá WOW, kom upphaflega til landsins eldsnemma í morgun frá Los Angeles og hún átti eftir stutt stopp hér á landi að fara til Amsterdam og sækja farþega þar. Tafir urðu á vélinni í Los Angeles í nótt en hún átti að lenda hér á landi klukkan fjögur í nótt. Hún lenti þó ekki fyrr en hálf sjö.Ekki hægt að klína töfum á eina stétt Sigurjón segist ekki vita hvers vegna tafir urðu á vélinni, það hafi engar tafir verið á aðflugi á þessum tíma og því geti flugfélagið WOW eitt svarað fyrir tafirnar.Die Antwoord er vinsæl hljómsveit og færri komast að en vilja.Vísir/Bjarki/EPAÞegar vélin hafði lent hér á landi frá Los Angeles í morgun þurfti að gera hana klára til loftaks að nýju áður en hún héldi til Amsterdam þar sem hún myndi sækja hljómsveitina og aðra farþega. Vélin hefði átt að leggja af stað klukkan sex í morgun en var ekki tilbúin til flugtaks fyrr en klukkan níu. Milli níu og hálftíu þurfti að loka vellinum vegna manneklu hjá flugumferðarstjórum. Vélin til Amsterdam fór því ekki í loftið fyrr en tuttugu mínútur fyrir tíu. „Það geta verið ýmsar ástæður fyrir töfum í flugi. Það er langt frá því að það sé hægt að kenna einni stétt alfarið um þetta, það er ekki gott að öllu sem misfarist sé klínt á eina stétt,“ segir Sigurjón. „Það er eitthvað annað sem býr að baki töfum á þessari flugvél heldur en forföll hjá flugumferðarstjórum, það er nokkuð ljóst.“ Tónleikar Die Antwoord voru færðir til og fara fram í tónleikasalnum Hel. Þeir áttu að vera undir berum himni á stóra sviði tónleikahátíðarinnar Valhalla. Spenntir tónleikagestir standa í röð fyrir utan og er nokkur óánægja með hversu fáir komast inn. Hér að neðan má sjá stöðuna á röðinni klukkan hálf tólf í kvöld. Tengdar fréttir Secret Solstice: Mikil óánægja vegna aðgangstakmarkana á Die Antwoord Fólk hafði stillt sér upp í röð um áttaleytið. 19. júní 2016 22:57 Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra Færa þarf tónleikana og stendur nú til að Die Antwoord spili á sviðinu Hel, sem er í gömlu Laugardalshöllinni. 19. júní 2016 15:48 Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Hljómsveitin Die Antwoord lenti í töfum við komuna til landsins í dag og því varð að fresta tónleikum sveitarinnar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice um nokkra klukkutíma. Í tilkynningu frá Secret Solstice kom fram að tafir hafi orsakast vegna þess að „flugumferðarstjórar hafi ekki mætt til vinnu.“ Tafirnar riðluðu dagskrá tónlistarhátíðarinnar nokkuð þar sem þurfti að skipta um tónleikastað en í stað þess að troða upp fyrr í kvöld á útisviðinu Valhalla voru tónleikarnir fluttir inn í tónleikastaðinn Hel.Tilkynning frá Secret Solstice í dag.Vísir/Facebook-síða Secret SolsticeFlugumferðarstjórar eru afar ósáttir við að vera kennt um þessar tafir en þeir hafa rakið ferðir vélar Die Antwoord sem kom í dag frá Amsterdam.Sjá einnig: Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra „Við viljum lýsa yfir vonbrigðum með það að sannleikurinn skuli vera svona skrumskældur,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar standa í kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins en þeir urðu kjarasamningslausir í fyrra. Vandræðavélin, sem gerð er út frá WOW, kom upphaflega til landsins eldsnemma í morgun frá Los Angeles og hún átti eftir stutt stopp hér á landi að fara til Amsterdam og sækja farþega þar. Tafir urðu á vélinni í Los Angeles í nótt en hún átti að lenda hér á landi klukkan fjögur í nótt. Hún lenti þó ekki fyrr en hálf sjö.Ekki hægt að klína töfum á eina stétt Sigurjón segist ekki vita hvers vegna tafir urðu á vélinni, það hafi engar tafir verið á aðflugi á þessum tíma og því geti flugfélagið WOW eitt svarað fyrir tafirnar.Die Antwoord er vinsæl hljómsveit og færri komast að en vilja.Vísir/Bjarki/EPAÞegar vélin hafði lent hér á landi frá Los Angeles í morgun þurfti að gera hana klára til loftaks að nýju áður en hún héldi til Amsterdam þar sem hún myndi sækja hljómsveitina og aðra farþega. Vélin hefði átt að leggja af stað klukkan sex í morgun en var ekki tilbúin til flugtaks fyrr en klukkan níu. Milli níu og hálftíu þurfti að loka vellinum vegna manneklu hjá flugumferðarstjórum. Vélin til Amsterdam fór því ekki í loftið fyrr en tuttugu mínútur fyrir tíu. „Það geta verið ýmsar ástæður fyrir töfum í flugi. Það er langt frá því að það sé hægt að kenna einni stétt alfarið um þetta, það er ekki gott að öllu sem misfarist sé klínt á eina stétt,“ segir Sigurjón. „Það er eitthvað annað sem býr að baki töfum á þessari flugvél heldur en forföll hjá flugumferðarstjórum, það er nokkuð ljóst.“ Tónleikar Die Antwoord voru færðir til og fara fram í tónleikasalnum Hel. Þeir áttu að vera undir berum himni á stóra sviði tónleikahátíðarinnar Valhalla. Spenntir tónleikagestir standa í röð fyrir utan og er nokkur óánægja með hversu fáir komast inn. Hér að neðan má sjá stöðuna á röðinni klukkan hálf tólf í kvöld.
Tengdar fréttir Secret Solstice: Mikil óánægja vegna aðgangstakmarkana á Die Antwoord Fólk hafði stillt sér upp í röð um áttaleytið. 19. júní 2016 22:57 Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra Færa þarf tónleikana og stendur nú til að Die Antwoord spili á sviðinu Hel, sem er í gömlu Laugardalshöllinni. 19. júní 2016 15:48 Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Secret Solstice: Mikil óánægja vegna aðgangstakmarkana á Die Antwoord Fólk hafði stillt sér upp í röð um áttaleytið. 19. júní 2016 22:57
Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra Færa þarf tónleikana og stendur nú til að Die Antwoord spili á sviðinu Hel, sem er í gömlu Laugardalshöllinni. 19. júní 2016 15:48
Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25