Flugumferðarstjórar ósáttir við að vera kennt um tafir á Secret Solstice Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júní 2016 23:51 Sigurjón Jónasson segir aðra þætti heldur en forföll flugumferðarstjóra hafa vegið mun þyngra þegar kom að töfum hjá Secret Solstice. Vísir/EPA Hljómsveitin Die Antwoord lenti í töfum við komuna til landsins í dag og því varð að fresta tónleikum sveitarinnar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice um nokkra klukkutíma. Í tilkynningu frá Secret Solstice kom fram að tafir hafi orsakast vegna þess að „flugumferðarstjórar hafi ekki mætt til vinnu.“ Tafirnar riðluðu dagskrá tónlistarhátíðarinnar nokkuð þar sem þurfti að skipta um tónleikastað en í stað þess að troða upp fyrr í kvöld á útisviðinu Valhalla voru tónleikarnir fluttir inn í tónleikastaðinn Hel.Tilkynning frá Secret Solstice í dag.Vísir/Facebook-síða Secret SolsticeFlugumferðarstjórar eru afar ósáttir við að vera kennt um þessar tafir en þeir hafa rakið ferðir vélar Die Antwoord sem kom í dag frá Amsterdam.Sjá einnig: Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra „Við viljum lýsa yfir vonbrigðum með það að sannleikurinn skuli vera svona skrumskældur,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar standa í kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins en þeir urðu kjarasamningslausir í fyrra. Vandræðavélin, sem gerð er út frá WOW, kom upphaflega til landsins eldsnemma í morgun frá Los Angeles og hún átti eftir stutt stopp hér á landi að fara til Amsterdam og sækja farþega þar. Tafir urðu á vélinni í Los Angeles í nótt en hún átti að lenda hér á landi klukkan fjögur í nótt. Hún lenti þó ekki fyrr en hálf sjö.Ekki hægt að klína töfum á eina stétt Sigurjón segist ekki vita hvers vegna tafir urðu á vélinni, það hafi engar tafir verið á aðflugi á þessum tíma og því geti flugfélagið WOW eitt svarað fyrir tafirnar.Die Antwoord er vinsæl hljómsveit og færri komast að en vilja.Vísir/Bjarki/EPAÞegar vélin hafði lent hér á landi frá Los Angeles í morgun þurfti að gera hana klára til loftaks að nýju áður en hún héldi til Amsterdam þar sem hún myndi sækja hljómsveitina og aðra farþega. Vélin hefði átt að leggja af stað klukkan sex í morgun en var ekki tilbúin til flugtaks fyrr en klukkan níu. Milli níu og hálftíu þurfti að loka vellinum vegna manneklu hjá flugumferðarstjórum. Vélin til Amsterdam fór því ekki í loftið fyrr en tuttugu mínútur fyrir tíu. „Það geta verið ýmsar ástæður fyrir töfum í flugi. Það er langt frá því að það sé hægt að kenna einni stétt alfarið um þetta, það er ekki gott að öllu sem misfarist sé klínt á eina stétt,“ segir Sigurjón. „Það er eitthvað annað sem býr að baki töfum á þessari flugvél heldur en forföll hjá flugumferðarstjórum, það er nokkuð ljóst.“ Tónleikar Die Antwoord voru færðir til og fara fram í tónleikasalnum Hel. Þeir áttu að vera undir berum himni á stóra sviði tónleikahátíðarinnar Valhalla. Spenntir tónleikagestir standa í röð fyrir utan og er nokkur óánægja með hversu fáir komast inn. Hér að neðan má sjá stöðuna á röðinni klukkan hálf tólf í kvöld. Tengdar fréttir Secret Solstice: Mikil óánægja vegna aðgangstakmarkana á Die Antwoord Fólk hafði stillt sér upp í röð um áttaleytið. 19. júní 2016 22:57 Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra Færa þarf tónleikana og stendur nú til að Die Antwoord spili á sviðinu Hel, sem er í gömlu Laugardalshöllinni. 19. júní 2016 15:48 Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25 Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
Hljómsveitin Die Antwoord lenti í töfum við komuna til landsins í dag og því varð að fresta tónleikum sveitarinnar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice um nokkra klukkutíma. Í tilkynningu frá Secret Solstice kom fram að tafir hafi orsakast vegna þess að „flugumferðarstjórar hafi ekki mætt til vinnu.“ Tafirnar riðluðu dagskrá tónlistarhátíðarinnar nokkuð þar sem þurfti að skipta um tónleikastað en í stað þess að troða upp fyrr í kvöld á útisviðinu Valhalla voru tónleikarnir fluttir inn í tónleikastaðinn Hel.Tilkynning frá Secret Solstice í dag.Vísir/Facebook-síða Secret SolsticeFlugumferðarstjórar eru afar ósáttir við að vera kennt um þessar tafir en þeir hafa rakið ferðir vélar Die Antwoord sem kom í dag frá Amsterdam.Sjá einnig: Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra „Við viljum lýsa yfir vonbrigðum með það að sannleikurinn skuli vera svona skrumskældur,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar standa í kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins en þeir urðu kjarasamningslausir í fyrra. Vandræðavélin, sem gerð er út frá WOW, kom upphaflega til landsins eldsnemma í morgun frá Los Angeles og hún átti eftir stutt stopp hér á landi að fara til Amsterdam og sækja farþega þar. Tafir urðu á vélinni í Los Angeles í nótt en hún átti að lenda hér á landi klukkan fjögur í nótt. Hún lenti þó ekki fyrr en hálf sjö.Ekki hægt að klína töfum á eina stétt Sigurjón segist ekki vita hvers vegna tafir urðu á vélinni, það hafi engar tafir verið á aðflugi á þessum tíma og því geti flugfélagið WOW eitt svarað fyrir tafirnar.Die Antwoord er vinsæl hljómsveit og færri komast að en vilja.Vísir/Bjarki/EPAÞegar vélin hafði lent hér á landi frá Los Angeles í morgun þurfti að gera hana klára til loftaks að nýju áður en hún héldi til Amsterdam þar sem hún myndi sækja hljómsveitina og aðra farþega. Vélin hefði átt að leggja af stað klukkan sex í morgun en var ekki tilbúin til flugtaks fyrr en klukkan níu. Milli níu og hálftíu þurfti að loka vellinum vegna manneklu hjá flugumferðarstjórum. Vélin til Amsterdam fór því ekki í loftið fyrr en tuttugu mínútur fyrir tíu. „Það geta verið ýmsar ástæður fyrir töfum í flugi. Það er langt frá því að það sé hægt að kenna einni stétt alfarið um þetta, það er ekki gott að öllu sem misfarist sé klínt á eina stétt,“ segir Sigurjón. „Það er eitthvað annað sem býr að baki töfum á þessari flugvél heldur en forföll hjá flugumferðarstjórum, það er nokkuð ljóst.“ Tónleikar Die Antwoord voru færðir til og fara fram í tónleikasalnum Hel. Þeir áttu að vera undir berum himni á stóra sviði tónleikahátíðarinnar Valhalla. Spenntir tónleikagestir standa í röð fyrir utan og er nokkur óánægja með hversu fáir komast inn. Hér að neðan má sjá stöðuna á röðinni klukkan hálf tólf í kvöld.
Tengdar fréttir Secret Solstice: Mikil óánægja vegna aðgangstakmarkana á Die Antwoord Fólk hafði stillt sér upp í röð um áttaleytið. 19. júní 2016 22:57 Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra Færa þarf tónleikana og stendur nú til að Die Antwoord spili á sviðinu Hel, sem er í gömlu Laugardalshöllinni. 19. júní 2016 15:48 Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25 Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
Secret Solstice: Mikil óánægja vegna aðgangstakmarkana á Die Antwoord Fólk hafði stillt sér upp í röð um áttaleytið. 19. júní 2016 22:57
Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra Færa þarf tónleikana og stendur nú til að Die Antwoord spili á sviðinu Hel, sem er í gömlu Laugardalshöllinni. 19. júní 2016 15:48
Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25