Flugumferðarstjórar ósáttir við að vera kennt um tafir á Secret Solstice Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júní 2016 23:51 Sigurjón Jónasson segir aðra þætti heldur en forföll flugumferðarstjóra hafa vegið mun þyngra þegar kom að töfum hjá Secret Solstice. Vísir/EPA Hljómsveitin Die Antwoord lenti í töfum við komuna til landsins í dag og því varð að fresta tónleikum sveitarinnar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice um nokkra klukkutíma. Í tilkynningu frá Secret Solstice kom fram að tafir hafi orsakast vegna þess að „flugumferðarstjórar hafi ekki mætt til vinnu.“ Tafirnar riðluðu dagskrá tónlistarhátíðarinnar nokkuð þar sem þurfti að skipta um tónleikastað en í stað þess að troða upp fyrr í kvöld á útisviðinu Valhalla voru tónleikarnir fluttir inn í tónleikastaðinn Hel.Tilkynning frá Secret Solstice í dag.Vísir/Facebook-síða Secret SolsticeFlugumferðarstjórar eru afar ósáttir við að vera kennt um þessar tafir en þeir hafa rakið ferðir vélar Die Antwoord sem kom í dag frá Amsterdam.Sjá einnig: Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra „Við viljum lýsa yfir vonbrigðum með það að sannleikurinn skuli vera svona skrumskældur,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar standa í kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins en þeir urðu kjarasamningslausir í fyrra. Vandræðavélin, sem gerð er út frá WOW, kom upphaflega til landsins eldsnemma í morgun frá Los Angeles og hún átti eftir stutt stopp hér á landi að fara til Amsterdam og sækja farþega þar. Tafir urðu á vélinni í Los Angeles í nótt en hún átti að lenda hér á landi klukkan fjögur í nótt. Hún lenti þó ekki fyrr en hálf sjö.Ekki hægt að klína töfum á eina stétt Sigurjón segist ekki vita hvers vegna tafir urðu á vélinni, það hafi engar tafir verið á aðflugi á þessum tíma og því geti flugfélagið WOW eitt svarað fyrir tafirnar.Die Antwoord er vinsæl hljómsveit og færri komast að en vilja.Vísir/Bjarki/EPAÞegar vélin hafði lent hér á landi frá Los Angeles í morgun þurfti að gera hana klára til loftaks að nýju áður en hún héldi til Amsterdam þar sem hún myndi sækja hljómsveitina og aðra farþega. Vélin hefði átt að leggja af stað klukkan sex í morgun en var ekki tilbúin til flugtaks fyrr en klukkan níu. Milli níu og hálftíu þurfti að loka vellinum vegna manneklu hjá flugumferðarstjórum. Vélin til Amsterdam fór því ekki í loftið fyrr en tuttugu mínútur fyrir tíu. „Það geta verið ýmsar ástæður fyrir töfum í flugi. Það er langt frá því að það sé hægt að kenna einni stétt alfarið um þetta, það er ekki gott að öllu sem misfarist sé klínt á eina stétt,“ segir Sigurjón. „Það er eitthvað annað sem býr að baki töfum á þessari flugvél heldur en forföll hjá flugumferðarstjórum, það er nokkuð ljóst.“ Tónleikar Die Antwoord voru færðir til og fara fram í tónleikasalnum Hel. Þeir áttu að vera undir berum himni á stóra sviði tónleikahátíðarinnar Valhalla. Spenntir tónleikagestir standa í röð fyrir utan og er nokkur óánægja með hversu fáir komast inn. Hér að neðan má sjá stöðuna á röðinni klukkan hálf tólf í kvöld. Tengdar fréttir Secret Solstice: Mikil óánægja vegna aðgangstakmarkana á Die Antwoord Fólk hafði stillt sér upp í röð um áttaleytið. 19. júní 2016 22:57 Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra Færa þarf tónleikana og stendur nú til að Die Antwoord spili á sviðinu Hel, sem er í gömlu Laugardalshöllinni. 19. júní 2016 15:48 Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25 Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
Hljómsveitin Die Antwoord lenti í töfum við komuna til landsins í dag og því varð að fresta tónleikum sveitarinnar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice um nokkra klukkutíma. Í tilkynningu frá Secret Solstice kom fram að tafir hafi orsakast vegna þess að „flugumferðarstjórar hafi ekki mætt til vinnu.“ Tafirnar riðluðu dagskrá tónlistarhátíðarinnar nokkuð þar sem þurfti að skipta um tónleikastað en í stað þess að troða upp fyrr í kvöld á útisviðinu Valhalla voru tónleikarnir fluttir inn í tónleikastaðinn Hel.Tilkynning frá Secret Solstice í dag.Vísir/Facebook-síða Secret SolsticeFlugumferðarstjórar eru afar ósáttir við að vera kennt um þessar tafir en þeir hafa rakið ferðir vélar Die Antwoord sem kom í dag frá Amsterdam.Sjá einnig: Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra „Við viljum lýsa yfir vonbrigðum með það að sannleikurinn skuli vera svona skrumskældur,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar standa í kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins en þeir urðu kjarasamningslausir í fyrra. Vandræðavélin, sem gerð er út frá WOW, kom upphaflega til landsins eldsnemma í morgun frá Los Angeles og hún átti eftir stutt stopp hér á landi að fara til Amsterdam og sækja farþega þar. Tafir urðu á vélinni í Los Angeles í nótt en hún átti að lenda hér á landi klukkan fjögur í nótt. Hún lenti þó ekki fyrr en hálf sjö.Ekki hægt að klína töfum á eina stétt Sigurjón segist ekki vita hvers vegna tafir urðu á vélinni, það hafi engar tafir verið á aðflugi á þessum tíma og því geti flugfélagið WOW eitt svarað fyrir tafirnar.Die Antwoord er vinsæl hljómsveit og færri komast að en vilja.Vísir/Bjarki/EPAÞegar vélin hafði lent hér á landi frá Los Angeles í morgun þurfti að gera hana klára til loftaks að nýju áður en hún héldi til Amsterdam þar sem hún myndi sækja hljómsveitina og aðra farþega. Vélin hefði átt að leggja af stað klukkan sex í morgun en var ekki tilbúin til flugtaks fyrr en klukkan níu. Milli níu og hálftíu þurfti að loka vellinum vegna manneklu hjá flugumferðarstjórum. Vélin til Amsterdam fór því ekki í loftið fyrr en tuttugu mínútur fyrir tíu. „Það geta verið ýmsar ástæður fyrir töfum í flugi. Það er langt frá því að það sé hægt að kenna einni stétt alfarið um þetta, það er ekki gott að öllu sem misfarist sé klínt á eina stétt,“ segir Sigurjón. „Það er eitthvað annað sem býr að baki töfum á þessari flugvél heldur en forföll hjá flugumferðarstjórum, það er nokkuð ljóst.“ Tónleikar Die Antwoord voru færðir til og fara fram í tónleikasalnum Hel. Þeir áttu að vera undir berum himni á stóra sviði tónleikahátíðarinnar Valhalla. Spenntir tónleikagestir standa í röð fyrir utan og er nokkur óánægja með hversu fáir komast inn. Hér að neðan má sjá stöðuna á röðinni klukkan hálf tólf í kvöld.
Tengdar fréttir Secret Solstice: Mikil óánægja vegna aðgangstakmarkana á Die Antwoord Fólk hafði stillt sér upp í röð um áttaleytið. 19. júní 2016 22:57 Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra Færa þarf tónleikana og stendur nú til að Die Antwoord spili á sviðinu Hel, sem er í gömlu Laugardalshöllinni. 19. júní 2016 15:48 Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25 Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
Secret Solstice: Mikil óánægja vegna aðgangstakmarkana á Die Antwoord Fólk hafði stillt sér upp í röð um áttaleytið. 19. júní 2016 22:57
Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra Færa þarf tónleikana og stendur nú til að Die Antwoord spili á sviðinu Hel, sem er í gömlu Laugardalshöllinni. 19. júní 2016 15:48
Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25