Liverpool með flesta leikmenn á EM í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2016 12:30 Liverpool á flesta leikmenn á EM. Vísir/Getty Liverpool-stuðningsmenn geta ekki montað sig yfir árangri liðsins á nýloknu tímabili þar sem liðið endaði í áttunda sæti en ekkert félagslið í Evrópu á hinsvegar fleiri fulltrúa á EM í Frakklandi í sumar. Þjálfar liðanna 24 á Evrópumótinu í Frakklandi höfðu frest þangað til í gærkvöldi til að tilkynna EM-hópa sína inn til UEFA og nú er því ljóst hvaða leikmenn munu spila með sínum þjóðum á EM í ár. Liverpool á alls tólf leikmenn meðal þeirra 552 leikmanna sem voru valdir eða jafnmarga og ítalska liðið Juventus. Liverpool-mennirnir eru James Milner, Adam Lallana, Nathaniel Clyne, Jordan Henderson og Daniel Sturridge (Englandi), Joe Allen og Danny Ward (wales), Martin Skrtel (Slóvakíu), Emre Can (Þýskalandi), Simon Mignolet, Divock Origi og Christian Benteke (Belgíu). Tottenham mun verða með ellefu leikmenn á EM og tíu koma frá Manchester United. Enska úrvalsdeildin á alls 103 leikmenn eða næstum því 20 prósent af öllum leikmönnunum. Einn af þeim er að sjálfsögðu Gylfi Þór Sigurðsson okkar Íslendinga. Spænsku liðin Real Madrid (Meistaradeildin) og Sevilla (Evrópudeildin) urðu Evrópumeistarar í vor en spænska deildin á samt bara 34 leikmenn á EM í Frakklandi sem er aðeins þriðjungur af þeim leikmönnum sem spila í ensku úrvalsdeildinni. Enska b-deildin er með 31 leikmann á EM sem er aðeins þremur minni en spænska og meira en franska deildin. Þar á meðal eru íslensku landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Það er hægt að finna skemmtilega úttekt á leikmönnum EM á pólsku síðunni Ekstrastats.Lið sem eiga flesta leikmenn á EM 2016: 1. Juventus 12 2. Liverpool 12 3. Tottenham 11 4. Manchester United 10 5. Barcelona 9 6. Bayern München 9 7. Real Madrid 8 8. Arsenal 8 9. Basel 8 10. CSKA Moskva 8 11. Fenerbahce 8 12. Roma 8 13. Besiktas 7 14. Dynamo Kiev 7 15. Southampton 7 16. Shakhtar Donetsk 7 17. Chelsea 6 18. Dynamo Zagreb 6 19. Ferencvaros 6 20. Manchester City 6 21. Napoli 6 22. Viktoria Pilzen 6 23. Zenit 6 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Enski boltinn Fleiri fréttir Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sjá meira
Liverpool-stuðningsmenn geta ekki montað sig yfir árangri liðsins á nýloknu tímabili þar sem liðið endaði í áttunda sæti en ekkert félagslið í Evrópu á hinsvegar fleiri fulltrúa á EM í Frakklandi í sumar. Þjálfar liðanna 24 á Evrópumótinu í Frakklandi höfðu frest þangað til í gærkvöldi til að tilkynna EM-hópa sína inn til UEFA og nú er því ljóst hvaða leikmenn munu spila með sínum þjóðum á EM í ár. Liverpool á alls tólf leikmenn meðal þeirra 552 leikmanna sem voru valdir eða jafnmarga og ítalska liðið Juventus. Liverpool-mennirnir eru James Milner, Adam Lallana, Nathaniel Clyne, Jordan Henderson og Daniel Sturridge (Englandi), Joe Allen og Danny Ward (wales), Martin Skrtel (Slóvakíu), Emre Can (Þýskalandi), Simon Mignolet, Divock Origi og Christian Benteke (Belgíu). Tottenham mun verða með ellefu leikmenn á EM og tíu koma frá Manchester United. Enska úrvalsdeildin á alls 103 leikmenn eða næstum því 20 prósent af öllum leikmönnunum. Einn af þeim er að sjálfsögðu Gylfi Þór Sigurðsson okkar Íslendinga. Spænsku liðin Real Madrid (Meistaradeildin) og Sevilla (Evrópudeildin) urðu Evrópumeistarar í vor en spænska deildin á samt bara 34 leikmenn á EM í Frakklandi sem er aðeins þriðjungur af þeim leikmönnum sem spila í ensku úrvalsdeildinni. Enska b-deildin er með 31 leikmann á EM sem er aðeins þremur minni en spænska og meira en franska deildin. Þar á meðal eru íslensku landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Það er hægt að finna skemmtilega úttekt á leikmönnum EM á pólsku síðunni Ekstrastats.Lið sem eiga flesta leikmenn á EM 2016: 1. Juventus 12 2. Liverpool 12 3. Tottenham 11 4. Manchester United 10 5. Barcelona 9 6. Bayern München 9 7. Real Madrid 8 8. Arsenal 8 9. Basel 8 10. CSKA Moskva 8 11. Fenerbahce 8 12. Roma 8 13. Besiktas 7 14. Dynamo Kiev 7 15. Southampton 7 16. Shakhtar Donetsk 7 17. Chelsea 6 18. Dynamo Zagreb 6 19. Ferencvaros 6 20. Manchester City 6 21. Napoli 6 22. Viktoria Pilzen 6 23. Zenit 6
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Enski boltinn Fleiri fréttir Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sjá meira