Hefur notað 67 leikmenn í 28 leikjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2016 15:45 Per-Mathias Høgmo, þjálfari Norðmanna. Vísir/Getty Per-Mathias Högmo hefur verið gagnrýndur fyrir störf sín sem landsliðsþjálfari norska liðsins eftir að honum mistókst að koma því í úrslitakeppni EM 2016 í haust. Norðmenn töpuðu fyrir Ungverjum í umspilinu fyrir keppnina en Ungverjar drógust svo í sama riðil og Ísland á EM í Frakklandi. Hinn 56 ára Högmo hefur verið óhræddur við að prófa sig áfram með nýja leikmenn og alls notað 67 leikmenn í 28 landsleikjum sem hann hefur stýrt. Liðið hefur unnið aðeins einn af síðustu fimm leikjum sínum - í vináttulandsleik gegn Finnlandi í mars. Noregur tapaði fyrir Portúgal, 3-0, í vináttulandsleik um helgina en Nilse Arne Eggen, fyrrum landsliðsþjálfari Noregs, segir ljóst að Högmo þarf að byggja upp sitt eigið lið. „Það gangur ekki að skipta endalaust leikmönnum út. Þú verður að ákveða hvaða leikmenn þú vilt nota og leyfa þeim að spila saman,“ sagði Eggen í samtali við norska blaðið Dagbladet í dag. „Hann verður að finna sitt byrjunarlið og standa við það.“ Högmo hefur bara leikinn gegn Íslandi í kvöld og svo vináttulandsleik gegn Belgíu á sunnudag til að undirbúa lið sitt fyrir leik gegn Þýskalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018 þann 4. september. Norðmönnum hefur þar að auki gengið illa að skora undir stjórn Hogmö og aðeins skorað 23 mörk í 28 leikjum. Tor Ole Skullerud, fyrrum þjálfari Molde, tekur undir gagnrýni Eggen og segir að það sé margt hægt að læra af Íslandi. „Íslendingar fundu sitt besta lið snemma og héldu sér við það. Það er ein helsta ástæðan fyrir velgengni þeirra,“ sagði Skullerud. „Stöðugleiki hefur gríðarlega mikið að segja.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Per-Mathias Högmo hefur verið gagnrýndur fyrir störf sín sem landsliðsþjálfari norska liðsins eftir að honum mistókst að koma því í úrslitakeppni EM 2016 í haust. Norðmenn töpuðu fyrir Ungverjum í umspilinu fyrir keppnina en Ungverjar drógust svo í sama riðil og Ísland á EM í Frakklandi. Hinn 56 ára Högmo hefur verið óhræddur við að prófa sig áfram með nýja leikmenn og alls notað 67 leikmenn í 28 landsleikjum sem hann hefur stýrt. Liðið hefur unnið aðeins einn af síðustu fimm leikjum sínum - í vináttulandsleik gegn Finnlandi í mars. Noregur tapaði fyrir Portúgal, 3-0, í vináttulandsleik um helgina en Nilse Arne Eggen, fyrrum landsliðsþjálfari Noregs, segir ljóst að Högmo þarf að byggja upp sitt eigið lið. „Það gangur ekki að skipta endalaust leikmönnum út. Þú verður að ákveða hvaða leikmenn þú vilt nota og leyfa þeim að spila saman,“ sagði Eggen í samtali við norska blaðið Dagbladet í dag. „Hann verður að finna sitt byrjunarlið og standa við það.“ Högmo hefur bara leikinn gegn Íslandi í kvöld og svo vináttulandsleik gegn Belgíu á sunnudag til að undirbúa lið sitt fyrir leik gegn Þýskalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018 þann 4. september. Norðmönnum hefur þar að auki gengið illa að skora undir stjórn Hogmö og aðeins skorað 23 mörk í 28 leikjum. Tor Ole Skullerud, fyrrum þjálfari Molde, tekur undir gagnrýni Eggen og segir að það sé margt hægt að læra af Íslandi. „Íslendingar fundu sitt besta lið snemma og héldu sér við það. Það er ein helsta ástæðan fyrir velgengni þeirra,“ sagði Skullerud. „Stöðugleiki hefur gríðarlega mikið að segja.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira