Stjórnarandstaðan stöðvar LÍN-frumvarp Illuga: „Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur“ Birgir Olgeirsson skrifar 1. júní 2016 16:11 Árni Páll Árnason og Illugi Gunnarsson. Vísir „Það er enginn tími til að fjalla um það,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um frumvarp Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra um námslán og námsstyrki. Málinu var dreift á Alþingi á gær en stjórnarandstaðan tók það ekki í mál að það færi á dagskrá þingsins í dag því enginn tími væri til að fjalla um það.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur efasemdir um frumvarp Illuga.„Það er verið að klára þingstörf á morgun og það eru engin mál á dagskrá nema þau sem geta farið umræðulaust í gegn og þetta er ekki þannig mál og ljóst að menn þurfa að fá að ræða það og mikið sleifarlag af hálfu ráðherrans að vera búinn að halda þessu leyndu og reyna að moka þessu í gegn í tímaþröng á síðustu stundu. Það hefði verið hægt að kynna innihald fyrir löngu síðan og þá hefði verið auðveldara að taka það til umræðu,“ segir Árni Páll. Samkvæmt nýju frumvarpi um heildarendurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna munu námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði, sem svarar til fimm hefðbundinni skólaára. Námsmenn geta ákveðið að taka eingöngu styrk, eða styrk og lán, eða jafnvel lán að hluta. Um verður að ræða blandað námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Frumvarpið er alls ekki óumdeilt og hefur Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, til að mynda sagt að þetta fyrirkomulag sem boðað er í frumvarpinu geti dregið úr jafnrétti til náms. Í viðtali við RÚV sagði hann að endurgreiðslukerfi þess, að lántakendur greiði til baka óháð efnahag og tekjum, geta orðið afar þungt fyrir þá sem fá ekki miklar tekjur að námi loknu. Hann sagði þetta leiða til þess að þær greinar sem lofa góðu varðandi tekjur verði vinsælli en aðrar og það geti leitt til einsleitari hópa. Árni Páll sagði enga leið að setja svo umdeilt mál sem eru nýkomin fram á dagskrá og moka þeim í gegnum fyrstu umræðu, án nokkurrar umræðu. „Ríkisstjórnin ræður þingdagskránni og búin að gefa út að þingfundur eigi að klárast á morgun og það verður að vinna í samræmi við það. Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur. Það er lærdómurinn af þessu eins og svo oft áður. Þegar mál koma allt of seint fram og hafa aldrei verið kynnt. “ Tengdar fréttir Formaður SHÍ um nýtt LÍN-frumvarp: Lítur vel út fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands Segir fyrirhugaðar breytingar á námslánakerfi LÍN líta vel út við fyrstu sýn. 27. maí 2016 15:44 Þingmaður Pírata telur LÍN-frumvarpið glópagull Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata segir að nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna sé á heildina litið mjög slæmt. 1. júní 2016 09:40 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
„Það er enginn tími til að fjalla um það,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um frumvarp Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra um námslán og námsstyrki. Málinu var dreift á Alþingi á gær en stjórnarandstaðan tók það ekki í mál að það færi á dagskrá þingsins í dag því enginn tími væri til að fjalla um það.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur efasemdir um frumvarp Illuga.„Það er verið að klára þingstörf á morgun og það eru engin mál á dagskrá nema þau sem geta farið umræðulaust í gegn og þetta er ekki þannig mál og ljóst að menn þurfa að fá að ræða það og mikið sleifarlag af hálfu ráðherrans að vera búinn að halda þessu leyndu og reyna að moka þessu í gegn í tímaþröng á síðustu stundu. Það hefði verið hægt að kynna innihald fyrir löngu síðan og þá hefði verið auðveldara að taka það til umræðu,“ segir Árni Páll. Samkvæmt nýju frumvarpi um heildarendurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna munu námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði, sem svarar til fimm hefðbundinni skólaára. Námsmenn geta ákveðið að taka eingöngu styrk, eða styrk og lán, eða jafnvel lán að hluta. Um verður að ræða blandað námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Frumvarpið er alls ekki óumdeilt og hefur Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, til að mynda sagt að þetta fyrirkomulag sem boðað er í frumvarpinu geti dregið úr jafnrétti til náms. Í viðtali við RÚV sagði hann að endurgreiðslukerfi þess, að lántakendur greiði til baka óháð efnahag og tekjum, geta orðið afar þungt fyrir þá sem fá ekki miklar tekjur að námi loknu. Hann sagði þetta leiða til þess að þær greinar sem lofa góðu varðandi tekjur verði vinsælli en aðrar og það geti leitt til einsleitari hópa. Árni Páll sagði enga leið að setja svo umdeilt mál sem eru nýkomin fram á dagskrá og moka þeim í gegnum fyrstu umræðu, án nokkurrar umræðu. „Ríkisstjórnin ræður þingdagskránni og búin að gefa út að þingfundur eigi að klárast á morgun og það verður að vinna í samræmi við það. Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur. Það er lærdómurinn af þessu eins og svo oft áður. Þegar mál koma allt of seint fram og hafa aldrei verið kynnt. “
Tengdar fréttir Formaður SHÍ um nýtt LÍN-frumvarp: Lítur vel út fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands Segir fyrirhugaðar breytingar á námslánakerfi LÍN líta vel út við fyrstu sýn. 27. maí 2016 15:44 Þingmaður Pírata telur LÍN-frumvarpið glópagull Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata segir að nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna sé á heildina litið mjög slæmt. 1. júní 2016 09:40 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Formaður SHÍ um nýtt LÍN-frumvarp: Lítur vel út fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands Segir fyrirhugaðar breytingar á námslánakerfi LÍN líta vel út við fyrstu sýn. 27. maí 2016 15:44
Þingmaður Pírata telur LÍN-frumvarpið glópagull Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata segir að nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna sé á heildina litið mjög slæmt. 1. júní 2016 09:40