Stjórnarandstaðan stöðvar LÍN-frumvarp Illuga: „Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur“ Birgir Olgeirsson skrifar 1. júní 2016 16:11 Árni Páll Árnason og Illugi Gunnarsson. Vísir „Það er enginn tími til að fjalla um það,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um frumvarp Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra um námslán og námsstyrki. Málinu var dreift á Alþingi á gær en stjórnarandstaðan tók það ekki í mál að það færi á dagskrá þingsins í dag því enginn tími væri til að fjalla um það.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur efasemdir um frumvarp Illuga.„Það er verið að klára þingstörf á morgun og það eru engin mál á dagskrá nema þau sem geta farið umræðulaust í gegn og þetta er ekki þannig mál og ljóst að menn þurfa að fá að ræða það og mikið sleifarlag af hálfu ráðherrans að vera búinn að halda þessu leyndu og reyna að moka þessu í gegn í tímaþröng á síðustu stundu. Það hefði verið hægt að kynna innihald fyrir löngu síðan og þá hefði verið auðveldara að taka það til umræðu,“ segir Árni Páll. Samkvæmt nýju frumvarpi um heildarendurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna munu námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði, sem svarar til fimm hefðbundinni skólaára. Námsmenn geta ákveðið að taka eingöngu styrk, eða styrk og lán, eða jafnvel lán að hluta. Um verður að ræða blandað námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Frumvarpið er alls ekki óumdeilt og hefur Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, til að mynda sagt að þetta fyrirkomulag sem boðað er í frumvarpinu geti dregið úr jafnrétti til náms. Í viðtali við RÚV sagði hann að endurgreiðslukerfi þess, að lántakendur greiði til baka óháð efnahag og tekjum, geta orðið afar þungt fyrir þá sem fá ekki miklar tekjur að námi loknu. Hann sagði þetta leiða til þess að þær greinar sem lofa góðu varðandi tekjur verði vinsælli en aðrar og það geti leitt til einsleitari hópa. Árni Páll sagði enga leið að setja svo umdeilt mál sem eru nýkomin fram á dagskrá og moka þeim í gegnum fyrstu umræðu, án nokkurrar umræðu. „Ríkisstjórnin ræður þingdagskránni og búin að gefa út að þingfundur eigi að klárast á morgun og það verður að vinna í samræmi við það. Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur. Það er lærdómurinn af þessu eins og svo oft áður. Þegar mál koma allt of seint fram og hafa aldrei verið kynnt. “ Tengdar fréttir Formaður SHÍ um nýtt LÍN-frumvarp: Lítur vel út fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands Segir fyrirhugaðar breytingar á námslánakerfi LÍN líta vel út við fyrstu sýn. 27. maí 2016 15:44 Þingmaður Pírata telur LÍN-frumvarpið glópagull Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata segir að nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna sé á heildina litið mjög slæmt. 1. júní 2016 09:40 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Það er enginn tími til að fjalla um það,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um frumvarp Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra um námslán og námsstyrki. Málinu var dreift á Alþingi á gær en stjórnarandstaðan tók það ekki í mál að það færi á dagskrá þingsins í dag því enginn tími væri til að fjalla um það.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur efasemdir um frumvarp Illuga.„Það er verið að klára þingstörf á morgun og það eru engin mál á dagskrá nema þau sem geta farið umræðulaust í gegn og þetta er ekki þannig mál og ljóst að menn þurfa að fá að ræða það og mikið sleifarlag af hálfu ráðherrans að vera búinn að halda þessu leyndu og reyna að moka þessu í gegn í tímaþröng á síðustu stundu. Það hefði verið hægt að kynna innihald fyrir löngu síðan og þá hefði verið auðveldara að taka það til umræðu,“ segir Árni Páll. Samkvæmt nýju frumvarpi um heildarendurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna munu námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði, sem svarar til fimm hefðbundinni skólaára. Námsmenn geta ákveðið að taka eingöngu styrk, eða styrk og lán, eða jafnvel lán að hluta. Um verður að ræða blandað námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Frumvarpið er alls ekki óumdeilt og hefur Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, til að mynda sagt að þetta fyrirkomulag sem boðað er í frumvarpinu geti dregið úr jafnrétti til náms. Í viðtali við RÚV sagði hann að endurgreiðslukerfi þess, að lántakendur greiði til baka óháð efnahag og tekjum, geta orðið afar þungt fyrir þá sem fá ekki miklar tekjur að námi loknu. Hann sagði þetta leiða til þess að þær greinar sem lofa góðu varðandi tekjur verði vinsælli en aðrar og það geti leitt til einsleitari hópa. Árni Páll sagði enga leið að setja svo umdeilt mál sem eru nýkomin fram á dagskrá og moka þeim í gegnum fyrstu umræðu, án nokkurrar umræðu. „Ríkisstjórnin ræður þingdagskránni og búin að gefa út að þingfundur eigi að klárast á morgun og það verður að vinna í samræmi við það. Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur. Það er lærdómurinn af þessu eins og svo oft áður. Þegar mál koma allt of seint fram og hafa aldrei verið kynnt. “
Tengdar fréttir Formaður SHÍ um nýtt LÍN-frumvarp: Lítur vel út fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands Segir fyrirhugaðar breytingar á námslánakerfi LÍN líta vel út við fyrstu sýn. 27. maí 2016 15:44 Þingmaður Pírata telur LÍN-frumvarpið glópagull Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata segir að nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna sé á heildina litið mjög slæmt. 1. júní 2016 09:40 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Formaður SHÍ um nýtt LÍN-frumvarp: Lítur vel út fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands Segir fyrirhugaðar breytingar á námslánakerfi LÍN líta vel út við fyrstu sýn. 27. maí 2016 15:44
Þingmaður Pírata telur LÍN-frumvarpið glópagull Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata segir að nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna sé á heildina litið mjög slæmt. 1. júní 2016 09:40