Stjórnarandstaðan stöðvar LÍN-frumvarp Illuga: „Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur“ Birgir Olgeirsson skrifar 1. júní 2016 16:11 Árni Páll Árnason og Illugi Gunnarsson. Vísir „Það er enginn tími til að fjalla um það,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um frumvarp Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra um námslán og námsstyrki. Málinu var dreift á Alþingi á gær en stjórnarandstaðan tók það ekki í mál að það færi á dagskrá þingsins í dag því enginn tími væri til að fjalla um það.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur efasemdir um frumvarp Illuga.„Það er verið að klára þingstörf á morgun og það eru engin mál á dagskrá nema þau sem geta farið umræðulaust í gegn og þetta er ekki þannig mál og ljóst að menn þurfa að fá að ræða það og mikið sleifarlag af hálfu ráðherrans að vera búinn að halda þessu leyndu og reyna að moka þessu í gegn í tímaþröng á síðustu stundu. Það hefði verið hægt að kynna innihald fyrir löngu síðan og þá hefði verið auðveldara að taka það til umræðu,“ segir Árni Páll. Samkvæmt nýju frumvarpi um heildarendurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna munu námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði, sem svarar til fimm hefðbundinni skólaára. Námsmenn geta ákveðið að taka eingöngu styrk, eða styrk og lán, eða jafnvel lán að hluta. Um verður að ræða blandað námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Frumvarpið er alls ekki óumdeilt og hefur Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, til að mynda sagt að þetta fyrirkomulag sem boðað er í frumvarpinu geti dregið úr jafnrétti til náms. Í viðtali við RÚV sagði hann að endurgreiðslukerfi þess, að lántakendur greiði til baka óháð efnahag og tekjum, geta orðið afar þungt fyrir þá sem fá ekki miklar tekjur að námi loknu. Hann sagði þetta leiða til þess að þær greinar sem lofa góðu varðandi tekjur verði vinsælli en aðrar og það geti leitt til einsleitari hópa. Árni Páll sagði enga leið að setja svo umdeilt mál sem eru nýkomin fram á dagskrá og moka þeim í gegnum fyrstu umræðu, án nokkurrar umræðu. „Ríkisstjórnin ræður þingdagskránni og búin að gefa út að þingfundur eigi að klárast á morgun og það verður að vinna í samræmi við það. Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur. Það er lærdómurinn af þessu eins og svo oft áður. Þegar mál koma allt of seint fram og hafa aldrei verið kynnt. “ Tengdar fréttir Formaður SHÍ um nýtt LÍN-frumvarp: Lítur vel út fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands Segir fyrirhugaðar breytingar á námslánakerfi LÍN líta vel út við fyrstu sýn. 27. maí 2016 15:44 Þingmaður Pírata telur LÍN-frumvarpið glópagull Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata segir að nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna sé á heildina litið mjög slæmt. 1. júní 2016 09:40 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
„Það er enginn tími til að fjalla um það,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um frumvarp Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra um námslán og námsstyrki. Málinu var dreift á Alþingi á gær en stjórnarandstaðan tók það ekki í mál að það færi á dagskrá þingsins í dag því enginn tími væri til að fjalla um það.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur efasemdir um frumvarp Illuga.„Það er verið að klára þingstörf á morgun og það eru engin mál á dagskrá nema þau sem geta farið umræðulaust í gegn og þetta er ekki þannig mál og ljóst að menn þurfa að fá að ræða það og mikið sleifarlag af hálfu ráðherrans að vera búinn að halda þessu leyndu og reyna að moka þessu í gegn í tímaþröng á síðustu stundu. Það hefði verið hægt að kynna innihald fyrir löngu síðan og þá hefði verið auðveldara að taka það til umræðu,“ segir Árni Páll. Samkvæmt nýju frumvarpi um heildarendurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna munu námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði, sem svarar til fimm hefðbundinni skólaára. Námsmenn geta ákveðið að taka eingöngu styrk, eða styrk og lán, eða jafnvel lán að hluta. Um verður að ræða blandað námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Frumvarpið er alls ekki óumdeilt og hefur Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, til að mynda sagt að þetta fyrirkomulag sem boðað er í frumvarpinu geti dregið úr jafnrétti til náms. Í viðtali við RÚV sagði hann að endurgreiðslukerfi þess, að lántakendur greiði til baka óháð efnahag og tekjum, geta orðið afar þungt fyrir þá sem fá ekki miklar tekjur að námi loknu. Hann sagði þetta leiða til þess að þær greinar sem lofa góðu varðandi tekjur verði vinsælli en aðrar og það geti leitt til einsleitari hópa. Árni Páll sagði enga leið að setja svo umdeilt mál sem eru nýkomin fram á dagskrá og moka þeim í gegnum fyrstu umræðu, án nokkurrar umræðu. „Ríkisstjórnin ræður þingdagskránni og búin að gefa út að þingfundur eigi að klárast á morgun og það verður að vinna í samræmi við það. Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur. Það er lærdómurinn af þessu eins og svo oft áður. Þegar mál koma allt of seint fram og hafa aldrei verið kynnt. “
Tengdar fréttir Formaður SHÍ um nýtt LÍN-frumvarp: Lítur vel út fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands Segir fyrirhugaðar breytingar á námslánakerfi LÍN líta vel út við fyrstu sýn. 27. maí 2016 15:44 Þingmaður Pírata telur LÍN-frumvarpið glópagull Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata segir að nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna sé á heildina litið mjög slæmt. 1. júní 2016 09:40 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Formaður SHÍ um nýtt LÍN-frumvarp: Lítur vel út fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands Segir fyrirhugaðar breytingar á námslánakerfi LÍN líta vel út við fyrstu sýn. 27. maí 2016 15:44
Þingmaður Pírata telur LÍN-frumvarpið glópagull Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata segir að nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna sé á heildina litið mjög slæmt. 1. júní 2016 09:40