Stjórnarandstaðan stöðvar LÍN-frumvarp Illuga: „Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur“ Birgir Olgeirsson skrifar 1. júní 2016 16:11 Árni Páll Árnason og Illugi Gunnarsson. Vísir „Það er enginn tími til að fjalla um það,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um frumvarp Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra um námslán og námsstyrki. Málinu var dreift á Alþingi á gær en stjórnarandstaðan tók það ekki í mál að það færi á dagskrá þingsins í dag því enginn tími væri til að fjalla um það.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur efasemdir um frumvarp Illuga.„Það er verið að klára þingstörf á morgun og það eru engin mál á dagskrá nema þau sem geta farið umræðulaust í gegn og þetta er ekki þannig mál og ljóst að menn þurfa að fá að ræða það og mikið sleifarlag af hálfu ráðherrans að vera búinn að halda þessu leyndu og reyna að moka þessu í gegn í tímaþröng á síðustu stundu. Það hefði verið hægt að kynna innihald fyrir löngu síðan og þá hefði verið auðveldara að taka það til umræðu,“ segir Árni Páll. Samkvæmt nýju frumvarpi um heildarendurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna munu námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði, sem svarar til fimm hefðbundinni skólaára. Námsmenn geta ákveðið að taka eingöngu styrk, eða styrk og lán, eða jafnvel lán að hluta. Um verður að ræða blandað námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Frumvarpið er alls ekki óumdeilt og hefur Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, til að mynda sagt að þetta fyrirkomulag sem boðað er í frumvarpinu geti dregið úr jafnrétti til náms. Í viðtali við RÚV sagði hann að endurgreiðslukerfi þess, að lántakendur greiði til baka óháð efnahag og tekjum, geta orðið afar þungt fyrir þá sem fá ekki miklar tekjur að námi loknu. Hann sagði þetta leiða til þess að þær greinar sem lofa góðu varðandi tekjur verði vinsælli en aðrar og það geti leitt til einsleitari hópa. Árni Páll sagði enga leið að setja svo umdeilt mál sem eru nýkomin fram á dagskrá og moka þeim í gegnum fyrstu umræðu, án nokkurrar umræðu. „Ríkisstjórnin ræður þingdagskránni og búin að gefa út að þingfundur eigi að klárast á morgun og það verður að vinna í samræmi við það. Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur. Það er lærdómurinn af þessu eins og svo oft áður. Þegar mál koma allt of seint fram og hafa aldrei verið kynnt. “ Tengdar fréttir Formaður SHÍ um nýtt LÍN-frumvarp: Lítur vel út fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands Segir fyrirhugaðar breytingar á námslánakerfi LÍN líta vel út við fyrstu sýn. 27. maí 2016 15:44 Þingmaður Pírata telur LÍN-frumvarpið glópagull Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata segir að nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna sé á heildina litið mjög slæmt. 1. júní 2016 09:40 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
„Það er enginn tími til að fjalla um það,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um frumvarp Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra um námslán og námsstyrki. Málinu var dreift á Alþingi á gær en stjórnarandstaðan tók það ekki í mál að það færi á dagskrá þingsins í dag því enginn tími væri til að fjalla um það.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur efasemdir um frumvarp Illuga.„Það er verið að klára þingstörf á morgun og það eru engin mál á dagskrá nema þau sem geta farið umræðulaust í gegn og þetta er ekki þannig mál og ljóst að menn þurfa að fá að ræða það og mikið sleifarlag af hálfu ráðherrans að vera búinn að halda þessu leyndu og reyna að moka þessu í gegn í tímaþröng á síðustu stundu. Það hefði verið hægt að kynna innihald fyrir löngu síðan og þá hefði verið auðveldara að taka það til umræðu,“ segir Árni Páll. Samkvæmt nýju frumvarpi um heildarendurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna munu námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði, sem svarar til fimm hefðbundinni skólaára. Námsmenn geta ákveðið að taka eingöngu styrk, eða styrk og lán, eða jafnvel lán að hluta. Um verður að ræða blandað námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Frumvarpið er alls ekki óumdeilt og hefur Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, til að mynda sagt að þetta fyrirkomulag sem boðað er í frumvarpinu geti dregið úr jafnrétti til náms. Í viðtali við RÚV sagði hann að endurgreiðslukerfi þess, að lántakendur greiði til baka óháð efnahag og tekjum, geta orðið afar þungt fyrir þá sem fá ekki miklar tekjur að námi loknu. Hann sagði þetta leiða til þess að þær greinar sem lofa góðu varðandi tekjur verði vinsælli en aðrar og það geti leitt til einsleitari hópa. Árni Páll sagði enga leið að setja svo umdeilt mál sem eru nýkomin fram á dagskrá og moka þeim í gegnum fyrstu umræðu, án nokkurrar umræðu. „Ríkisstjórnin ræður þingdagskránni og búin að gefa út að þingfundur eigi að klárast á morgun og það verður að vinna í samræmi við það. Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur. Það er lærdómurinn af þessu eins og svo oft áður. Þegar mál koma allt of seint fram og hafa aldrei verið kynnt. “
Tengdar fréttir Formaður SHÍ um nýtt LÍN-frumvarp: Lítur vel út fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands Segir fyrirhugaðar breytingar á námslánakerfi LÍN líta vel út við fyrstu sýn. 27. maí 2016 15:44 Þingmaður Pírata telur LÍN-frumvarpið glópagull Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata segir að nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna sé á heildina litið mjög slæmt. 1. júní 2016 09:40 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Formaður SHÍ um nýtt LÍN-frumvarp: Lítur vel út fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands Segir fyrirhugaðar breytingar á námslánakerfi LÍN líta vel út við fyrstu sýn. 27. maí 2016 15:44
Þingmaður Pírata telur LÍN-frumvarpið glópagull Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata segir að nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna sé á heildina litið mjög slæmt. 1. júní 2016 09:40