Ísraelar og Palestínumenn sögðu pass Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. júní 2016 07:00 Ísraelar og Palestínumenn taka ekki þátt í ráðstefnu sem miðar að því að blása lífi í friðarviðræður milli þjóðanna. Ráðstefnan hófst í París í gær. Hana sækja fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, Arababandalagsins og um tuttugu þjóða. Ætlunin er að fulltrúar landanna sem og stofnananna leggi grunninn að almennum friðarviðræðum sem færu fram undir lok þessa árs. Til að mynda með því að leggja fram hugmyndir um efnahags- og öryggisaðstoð sem ríkin myndu fá ef friði væri komið á. François Hollande, forseti Frakklands, opnaði ráðstefnuna í gær.„Við getum ekki talað máli hlutaðeigandi á þessari ráðstefnu. Okkar framtak miðar að því að tryggja það að hugsanlegur friður yrði traustur og langvarandi undir eftirliti alþjóðasamfélagsins,“ sagði forsetinn. Hollande sagði enn fremur að viðræður þyrftu að taka mið af öllu svæðinu en ekki bara ríkjunum tveimur. Sýn stjórnvalda ríkjanna tveggja á ráðstefnuna er misjöfn. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir hana tilgangslausa. Friði verði einungis komið á með beinum viðræðum ríkjanna tveggja. Þá sagðist Dore Gold, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, viss um að ráðstefnan myndi „misheppnast algjörlega“. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, tekur ráðstefnunni hins vegar fagnandi. Segir hann ástæðuna meðal annars þá að hún gæti bundið enda á tveggja áratuga einokun Bandaríkjanna á sáttamiðlun. Fáir þeirra erindreka sem ráðstefnunna sækja eru bjartsýnir. Frá því greinir BBC. Erindrekar eru sagðir almennt á þeirri skoðun að einhver tilraun til að blása lífi í viðræðurnar sé betri en engin en ekki er búist við miklum tímamótum í friðarviðræðum. „Um þessar mundir er allt stopp,“ sagði Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Frakklands, um friðarviðræður Ísraels og Palestínu í viðtali við France Info Radio. Viðræður hafa verið stopp frá því í apríl 2014 þegar Palestínumenn sökuðu Ísraela um að frelsa ekki fanga líkt og áður hafði verið samið um. Einkar stirt er á milli stjórnvalda ríkjanna en Ísraelar segjast þó tilbúnir til friðarviðræðna svo lengi sem ekkert ríki hefur milligöngu um þær. Nokkur stóru átakamálanna sem standa í vegi fyrir friði er staða Jerúsalemborgar, landnemabyggðir Ísraela á Vesturbakkanum og sjálfstæði Palestínu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Ísraelar og Palestínumenn taka ekki þátt í ráðstefnu sem miðar að því að blása lífi í friðarviðræður milli þjóðanna. Ráðstefnan hófst í París í gær. Hana sækja fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, Arababandalagsins og um tuttugu þjóða. Ætlunin er að fulltrúar landanna sem og stofnananna leggi grunninn að almennum friðarviðræðum sem færu fram undir lok þessa árs. Til að mynda með því að leggja fram hugmyndir um efnahags- og öryggisaðstoð sem ríkin myndu fá ef friði væri komið á. François Hollande, forseti Frakklands, opnaði ráðstefnuna í gær.„Við getum ekki talað máli hlutaðeigandi á þessari ráðstefnu. Okkar framtak miðar að því að tryggja það að hugsanlegur friður yrði traustur og langvarandi undir eftirliti alþjóðasamfélagsins,“ sagði forsetinn. Hollande sagði enn fremur að viðræður þyrftu að taka mið af öllu svæðinu en ekki bara ríkjunum tveimur. Sýn stjórnvalda ríkjanna tveggja á ráðstefnuna er misjöfn. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir hana tilgangslausa. Friði verði einungis komið á með beinum viðræðum ríkjanna tveggja. Þá sagðist Dore Gold, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, viss um að ráðstefnan myndi „misheppnast algjörlega“. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, tekur ráðstefnunni hins vegar fagnandi. Segir hann ástæðuna meðal annars þá að hún gæti bundið enda á tveggja áratuga einokun Bandaríkjanna á sáttamiðlun. Fáir þeirra erindreka sem ráðstefnunna sækja eru bjartsýnir. Frá því greinir BBC. Erindrekar eru sagðir almennt á þeirri skoðun að einhver tilraun til að blása lífi í viðræðurnar sé betri en engin en ekki er búist við miklum tímamótum í friðarviðræðum. „Um þessar mundir er allt stopp,“ sagði Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Frakklands, um friðarviðræður Ísraels og Palestínu í viðtali við France Info Radio. Viðræður hafa verið stopp frá því í apríl 2014 þegar Palestínumenn sökuðu Ísraela um að frelsa ekki fanga líkt og áður hafði verið samið um. Einkar stirt er á milli stjórnvalda ríkjanna en Ísraelar segjast þó tilbúnir til friðarviðræðna svo lengi sem ekkert ríki hefur milligöngu um þær. Nokkur stóru átakamálanna sem standa í vegi fyrir friði er staða Jerúsalemborgar, landnemabyggðir Ísraela á Vesturbakkanum og sjálfstæði Palestínu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira