Strandferðir harma virðingarleysið sem mennirnir þrír sýndu í Hornvík Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. júní 2016 20:20 Rúnar Karlsson er ferðaþjónustuaðili á svæðinu sem kom að mönnunum og birti myndir af aðkomunni á Facebook. Á myndinni er starfsmaður fyrirtækis hans Borea Adventures en fyrirtækið furðar sig á athæfi mannanna. Vísir/Rúnar Karlsson „Við lýsum megnustu skömm á þeirri aðkomu sem við blasti þegar komið var að sækja mennina enda er hún óafsakanleg og samræmist á engan hátt þeim gildum sem fyrirtæki okkar vill standa fyrir.“ Þetta segir í tilkynningu frá Strandferðum en fyrirtækið gerir út bátinn Solomon Sig sem flutti mennina þrjá til Hornvíkur sem vakið hafa athygli í dag sökum slæmrar umgengni og ólöglegra veiða. Fyrirtækið tilkynnti ekki um komu mannanna í friðlandið líkt og krafa er gerð um. Eins og fram kom í frétt Vísis í dag var ferðalag mannanna ekki á vegum Strandferða. Allur vafi er tekinn af um þetta með tilkynningu frá Strandferðum sem barst fréttastofu í kvöld en þar leggur fyrirtækið áherslu á að athæfi mannanna endurspegli virðingarleysi í garð náttúrunnar.Mistökin fólust í að láta hjá líða að tilkynna um komu mannanna „Vegna fjölmiðlaumræðu sem skapast hefur um umgengni þriggja manna í Hornvík um síðustu helgi viljum við sem gerum út bátinn Salomon Sig taka fram að ferðalag þessara manna var ekki á vegum Strandferða að öðru leyti en því að við fluttum þá til Hornvíkur og sóttum þá viku síðar eins og um hafði verið samið,“ segir í tilkynningunni. Ferðin var sú fyrsta sem Strandferðir fara á þessu vori með farþega í Hornvík. „Meðferð skotvopna er bönnuð í friðlandinu og óheimilt er að nota neyðarskýli Björgunarfélags Ísafjarðar nema í neyð,“ útskýra Strandferðir en mennirnir dvöldu í skýlinu í leyfisleysi. „Um svipað leyti og farþegarnir voru sóttir kom annar bátur fyrirtækisins, einnig á vettvang en sá bátur var í einkaerindum og tengdist ekki þessu verkefni Strandferða. Starfsfólk Strandferða harmar það virðingarleysi gagnvart náttúrunni og neyðarbúnaði á staðnum sem framkoma þessara manna endurspeglar og að fyrirtækið hafi að ósekju verið bendlað við þetta athæfi. Okkar mistök fólust hins vegar í því að tilkynna ekki um flutning mannanna í friðlandið en fram til 15. júní ber að tilkynna allar slíkar ferðir til Ísafjarðarbæ. Gerðar hafa verið ráðstafanir hjá Strandferðum til að slík mistök endurtaki sig ekki.“ Tengdar fréttir Hrikaleg aðkoma í Hornvík: „Þvílík frekja, siðleysi og ruddaskapur“ Þremenningar gengu illa um friðlandið í Hornvík þar sem þeir fláðu sel og komu hreyfiskynjara við hræið. 6. júní 2016 10:42 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
„Við lýsum megnustu skömm á þeirri aðkomu sem við blasti þegar komið var að sækja mennina enda er hún óafsakanleg og samræmist á engan hátt þeim gildum sem fyrirtæki okkar vill standa fyrir.“ Þetta segir í tilkynningu frá Strandferðum en fyrirtækið gerir út bátinn Solomon Sig sem flutti mennina þrjá til Hornvíkur sem vakið hafa athygli í dag sökum slæmrar umgengni og ólöglegra veiða. Fyrirtækið tilkynnti ekki um komu mannanna í friðlandið líkt og krafa er gerð um. Eins og fram kom í frétt Vísis í dag var ferðalag mannanna ekki á vegum Strandferða. Allur vafi er tekinn af um þetta með tilkynningu frá Strandferðum sem barst fréttastofu í kvöld en þar leggur fyrirtækið áherslu á að athæfi mannanna endurspegli virðingarleysi í garð náttúrunnar.Mistökin fólust í að láta hjá líða að tilkynna um komu mannanna „Vegna fjölmiðlaumræðu sem skapast hefur um umgengni þriggja manna í Hornvík um síðustu helgi viljum við sem gerum út bátinn Salomon Sig taka fram að ferðalag þessara manna var ekki á vegum Strandferða að öðru leyti en því að við fluttum þá til Hornvíkur og sóttum þá viku síðar eins og um hafði verið samið,“ segir í tilkynningunni. Ferðin var sú fyrsta sem Strandferðir fara á þessu vori með farþega í Hornvík. „Meðferð skotvopna er bönnuð í friðlandinu og óheimilt er að nota neyðarskýli Björgunarfélags Ísafjarðar nema í neyð,“ útskýra Strandferðir en mennirnir dvöldu í skýlinu í leyfisleysi. „Um svipað leyti og farþegarnir voru sóttir kom annar bátur fyrirtækisins, einnig á vettvang en sá bátur var í einkaerindum og tengdist ekki þessu verkefni Strandferða. Starfsfólk Strandferða harmar það virðingarleysi gagnvart náttúrunni og neyðarbúnaði á staðnum sem framkoma þessara manna endurspeglar og að fyrirtækið hafi að ósekju verið bendlað við þetta athæfi. Okkar mistök fólust hins vegar í því að tilkynna ekki um flutning mannanna í friðlandið en fram til 15. júní ber að tilkynna allar slíkar ferðir til Ísafjarðarbæ. Gerðar hafa verið ráðstafanir hjá Strandferðum til að slík mistök endurtaki sig ekki.“
Tengdar fréttir Hrikaleg aðkoma í Hornvík: „Þvílík frekja, siðleysi og ruddaskapur“ Þremenningar gengu illa um friðlandið í Hornvík þar sem þeir fláðu sel og komu hreyfiskynjara við hræið. 6. júní 2016 10:42 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
Hrikaleg aðkoma í Hornvík: „Þvílík frekja, siðleysi og ruddaskapur“ Þremenningar gengu illa um friðlandið í Hornvík þar sem þeir fláðu sel og komu hreyfiskynjara við hræið. 6. júní 2016 10:42