Fjórða árásin í Istanbúl og Ankara á þessu ári Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. júní 2016 06:00 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ræddi í gær við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt hina særðu á sjúkrahús. Nordicphotos/AFP Að minnsta kosti ellefu manns létu lífið og tugir særðust í sprengjuárás, sem gerð var á lögreglubifreið í Istanbúl í gærmorgun, skammt frá lestarstöðinni Vezneciler. Sjö hinna látnu voru lögreglumenn. Sprengju hafði verið komið fyrir í bifreið sem síðan var sprengd með fjarstýringu þegar lögreglubifreiðin var komin að henni. Önnur sprenging varð stuttu síðar og er talið að þar hafi gashylki sprungið. Þetta er fjórða sprengjuárásin í stórborgunum Istanbúl og Ankara í Tyrklandi það sem af er þessu ári. Síðan um mitt síðasta ár hafa hátt í tíu slíkar árásir verið gerðar í þessum borgum. Ýmist hafa herskáir Kúrdar eða liðsmenn Daish-samtakanna verið taldir bera ábyrgð á þessum árásum. Stundum hefur þó enginn lýst yfir ábyrgð þannig að enn er ekki vitað hverjir voru að verki í sumum þessara árása. Recep Tayyip Erdogan forseti hét því að barist verði gegn vopnuðum hópum af þessu tagi þangað til yfir lýkur, eins og hann orðaði það í fjölmiðlum í gær. Hann heimsótti hina særðu á sjúkrahús í Istanbúl og sagði að því loknu árásina vera ófyrirgefanlega. Þessi árás var gerð þegar föstumánuðurinn ramadan var nýhafinn, en þann mánuð fasta múslimar á daginn en efna svo til veislu á kvöldin. Árásirnar hafa orðið til þess að ferðafólki hefur fækkað um nærri þriðjung á milli ára í Tyrklandi. Tyrkneski herinn hóf á síðasta ári, með samþykki og stuðningi frá NATO, árásir á bæði Kúrda og liðsmenn Daish-samtakanna. Kúrdar segja Tyrki hafa notfært sér almenna andúð á Daish-samtökunum til að beina spjótum sínum að Kúrdum og berja niður réttindabaráttu þeirra.Sprengjuárásir í Ankara og IstanbúlJúní 201611 manns létu lífið í sjálfsvígsárás á lögreglubifreið í Istanbúl.Mars 201635 manns létu lífið í Ankara, þar sem herskáir Kúrdar voru að verki, og fjórir í Istanbúl.Febrúar 201628 manns létu lífið þegar ráðist var á bílalest hersins í Ankara.Janúar 2016Tólf þýskir ferðamenn létu lífið í sjálfvígsárás í Istanbúl. Talið að vígamenn Íslamska ríkisins hafi verið þar að verki.Október 2015103 létu lífið og meira en 200 særðust í Ankara þar sem tveir sjálfsvígsárásarmenn réðust á fólk á friðarsamkomu.Ágúst 2015Sjö manns létu lífið í sprengjuárás á lögreglustöð í Istanbúl. Yfirvöld telja að Kúrdar hafi verið þar að verki.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Að minnsta kosti ellefu manns létu lífið og tugir særðust í sprengjuárás, sem gerð var á lögreglubifreið í Istanbúl í gærmorgun, skammt frá lestarstöðinni Vezneciler. Sjö hinna látnu voru lögreglumenn. Sprengju hafði verið komið fyrir í bifreið sem síðan var sprengd með fjarstýringu þegar lögreglubifreiðin var komin að henni. Önnur sprenging varð stuttu síðar og er talið að þar hafi gashylki sprungið. Þetta er fjórða sprengjuárásin í stórborgunum Istanbúl og Ankara í Tyrklandi það sem af er þessu ári. Síðan um mitt síðasta ár hafa hátt í tíu slíkar árásir verið gerðar í þessum borgum. Ýmist hafa herskáir Kúrdar eða liðsmenn Daish-samtakanna verið taldir bera ábyrgð á þessum árásum. Stundum hefur þó enginn lýst yfir ábyrgð þannig að enn er ekki vitað hverjir voru að verki í sumum þessara árása. Recep Tayyip Erdogan forseti hét því að barist verði gegn vopnuðum hópum af þessu tagi þangað til yfir lýkur, eins og hann orðaði það í fjölmiðlum í gær. Hann heimsótti hina særðu á sjúkrahús í Istanbúl og sagði að því loknu árásina vera ófyrirgefanlega. Þessi árás var gerð þegar föstumánuðurinn ramadan var nýhafinn, en þann mánuð fasta múslimar á daginn en efna svo til veislu á kvöldin. Árásirnar hafa orðið til þess að ferðafólki hefur fækkað um nærri þriðjung á milli ára í Tyrklandi. Tyrkneski herinn hóf á síðasta ári, með samþykki og stuðningi frá NATO, árásir á bæði Kúrda og liðsmenn Daish-samtakanna. Kúrdar segja Tyrki hafa notfært sér almenna andúð á Daish-samtökunum til að beina spjótum sínum að Kúrdum og berja niður réttindabaráttu þeirra.Sprengjuárásir í Ankara og IstanbúlJúní 201611 manns létu lífið í sjálfsvígsárás á lögreglubifreið í Istanbúl.Mars 201635 manns létu lífið í Ankara, þar sem herskáir Kúrdar voru að verki, og fjórir í Istanbúl.Febrúar 201628 manns létu lífið þegar ráðist var á bílalest hersins í Ankara.Janúar 2016Tólf þýskir ferðamenn létu lífið í sjálfvígsárás í Istanbúl. Talið að vígamenn Íslamska ríkisins hafi verið þar að verki.Október 2015103 létu lífið og meira en 200 særðust í Ankara þar sem tveir sjálfsvígsárásarmenn réðust á fólk á friðarsamkomu.Ágúst 2015Sjö manns létu lífið í sprengjuárás á lögreglustöð í Istanbúl. Yfirvöld telja að Kúrdar hafi verið þar að verki.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira