Innlent

Menningarsetrið enn án húsnæðis

Bjarki Ármannsson skrifar
Ahmad Seedeq, ímam Menningarseturs múslima.
Ahmad Seedeq, ímam Menningarseturs múslima. Vísir/Stefán
Menningarsetri múslima, sem borið var út úr húsnæði sínu við Skógarhlíð fyrir viku, hefur ekki enn tekist að finna sér nýtt húsnæði undir bænahald. Þetta segir Ahmad Seedeq, ímam menningarsetursins.

„Við höfum skoðað nokkra staði og sumir þeirra hafa ekki hentað okkur,“ segir Ahmad. „Nú þegar ramadan-mánuðurinn stendur yfir biðjum við að nóttu til, til tvö eða þrjú um nóttina. Þannig að við gætum angrað fólk ef við erum í fjölbýlishúsi.“

Múslímar biðja sérstaka bæn föstudag hvern sem kallast djúma. Sú athöfn fór fram fyrir utan Ýmishúsið í Skógarhlíð síðastliðinn föstudag, tveimur dögum eftir að félagsmenn menningarsetursins voru bornir út af eigendum hússins. Nánar um þá deilu hér.

Ahmad segir félagsmenn gera sitt besta til þess að finna húsnæði undir bænahaldið fyrir næsta föstudag.

„Við sjáum til hvernig þetta fer,“ segir hann. „Við ætlum okkur ekki að fara aftur að Ýmishúsinu vegna þess að eigandinn tekur það ekki í mál.“


Tengdar fréttir

Heill mánuður af góðgerðarstarfsemi á Ramadan

Ramadan, helgasti mánuður múslima, er hafinn. Ímam Menningarseturs múslima á Íslandi segir auðveldara að fasta á Íslandi en í Mið-Austurlöndum vegna veðurfarsins. Formaður Félags múslima á Íslandi segir þetta fallegasta mánuð ársin




Fleiri fréttir

Sjá meira


×