Heill mánuður af góðgerðarstarfsemi á Ramadan Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2016 06:00 Ahmad Seddeq (t.v.). Vísir/GVA Ramadan, helgasti mánuður múslima, hófst í fyrrinótt. „Í ramadan föstum við í heilan mánuð. Fastan hefst stuttu fyrir sólarupprás og lýkur við sólsetur. Við neytum hvorki matar né drykkjar,“ segir Ahmad Seddeq, ímam Menningarseturs múslima á Íslandi. Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, hins trúfélags múslima, segir sinn söfnuð fasta frá sólarupprás og til níu að kvöldi. Þó séu sumir innan safnaðarins sem fasti allan daginn. „Við í Félagi múslima kjósum að gera þetta svona því þetta er svo erfitt fyrir fólk,“ segir Salmann.Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi. Vísir/Anton BrinkSalmann segir fleira felast í föstunni. „Þetta snýst ekki bara um að hætta að borða og drekka heldur á maður að hætta öllu ljóta helvítinu sem maður gerir í sínu daglega lífi. Svo á maður að biðja og vera góður við fólk. Þennan mánuð gefum við fátækum ölmusu. Þetta er heill mánuður af góðgerðarstarfsemi,“ segir Salmann. Föstuna segir Salmann vera tilskipun frá guði til að minnast þeirra sem eiga ekki jafn mikið og við og til að læra að stjórna sjálfum sér. „Þetta er fallegasti mánuður ársins í íslamska heiminum. Það eru allir svo glaðir. Maður finnur til samkenndar með fólki sem á ekki neitt,“ segir Salmann. Þá segir Ahmad föstu ramadanmánaðarins ekki auðvelda. „Fastan hefur hins vegar ýmsa kosti. Maður lærir að hafa hemil á löngunum sínum. Fólk elskar mat og drykk, ekki bara til að fá næringu heldur af því það er gott að borða og drekka. Fastan getur kennt manni að venja sig af ósiðum ef maður er viljasterkur,“ segir Ahmad. Engin borg í heimi býr við lengri föstu en Reykjavík, 21,5 klukkutíma á sólarhring. Þrátt fyrir lengd föstunnar segir Ahmad hana ekki erfiða. „Á Íslandi er gott veður þannig að fastan er ekki svo erfið. Í Mið-Austurlöndum, þar sem er hlýrra, er hún erfiðari. Í fjörutíu stiga hita ertu orðinn þyrstur eftir tveggja tíma föstu. Á Íslandi geturðu fastað í tuttugu tíma án þess að verða þyrstur,“ segir Ahmad Seddeq. Reglur föstunnar Fasta hefst við sólarupprás Föstu lýkur við sólsetur Ekkert má borða þess á milli Ekkert má drekka heldur (ekki einu sinni vatn) Engar samfarir Aldraðir, veikir, óléttar konur o.fl. fá undanþáguGreinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Karlmaður gluggar í Kóraninn í mosku Félags múslima við Ármúla í Reykjavík.vísir/Hanna Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Ramadan, helgasti mánuður múslima, hófst í fyrrinótt. „Í ramadan föstum við í heilan mánuð. Fastan hefst stuttu fyrir sólarupprás og lýkur við sólsetur. Við neytum hvorki matar né drykkjar,“ segir Ahmad Seddeq, ímam Menningarseturs múslima á Íslandi. Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, hins trúfélags múslima, segir sinn söfnuð fasta frá sólarupprás og til níu að kvöldi. Þó séu sumir innan safnaðarins sem fasti allan daginn. „Við í Félagi múslima kjósum að gera þetta svona því þetta er svo erfitt fyrir fólk,“ segir Salmann.Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi. Vísir/Anton BrinkSalmann segir fleira felast í föstunni. „Þetta snýst ekki bara um að hætta að borða og drekka heldur á maður að hætta öllu ljóta helvítinu sem maður gerir í sínu daglega lífi. Svo á maður að biðja og vera góður við fólk. Þennan mánuð gefum við fátækum ölmusu. Þetta er heill mánuður af góðgerðarstarfsemi,“ segir Salmann. Föstuna segir Salmann vera tilskipun frá guði til að minnast þeirra sem eiga ekki jafn mikið og við og til að læra að stjórna sjálfum sér. „Þetta er fallegasti mánuður ársins í íslamska heiminum. Það eru allir svo glaðir. Maður finnur til samkenndar með fólki sem á ekki neitt,“ segir Salmann. Þá segir Ahmad föstu ramadanmánaðarins ekki auðvelda. „Fastan hefur hins vegar ýmsa kosti. Maður lærir að hafa hemil á löngunum sínum. Fólk elskar mat og drykk, ekki bara til að fá næringu heldur af því það er gott að borða og drekka. Fastan getur kennt manni að venja sig af ósiðum ef maður er viljasterkur,“ segir Ahmad. Engin borg í heimi býr við lengri föstu en Reykjavík, 21,5 klukkutíma á sólarhring. Þrátt fyrir lengd föstunnar segir Ahmad hana ekki erfiða. „Á Íslandi er gott veður þannig að fastan er ekki svo erfið. Í Mið-Austurlöndum, þar sem er hlýrra, er hún erfiðari. Í fjörutíu stiga hita ertu orðinn þyrstur eftir tveggja tíma föstu. Á Íslandi geturðu fastað í tuttugu tíma án þess að verða þyrstur,“ segir Ahmad Seddeq. Reglur föstunnar Fasta hefst við sólarupprás Föstu lýkur við sólsetur Ekkert má borða þess á milli Ekkert má drekka heldur (ekki einu sinni vatn) Engar samfarir Aldraðir, veikir, óléttar konur o.fl. fá undanþáguGreinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Karlmaður gluggar í Kóraninn í mosku Félags múslima við Ármúla í Reykjavík.vísir/Hanna
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira