Heill mánuður af góðgerðarstarfsemi á Ramadan Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2016 06:00 Ahmad Seddeq (t.v.). Vísir/GVA Ramadan, helgasti mánuður múslima, hófst í fyrrinótt. „Í ramadan föstum við í heilan mánuð. Fastan hefst stuttu fyrir sólarupprás og lýkur við sólsetur. Við neytum hvorki matar né drykkjar,“ segir Ahmad Seddeq, ímam Menningarseturs múslima á Íslandi. Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, hins trúfélags múslima, segir sinn söfnuð fasta frá sólarupprás og til níu að kvöldi. Þó séu sumir innan safnaðarins sem fasti allan daginn. „Við í Félagi múslima kjósum að gera þetta svona því þetta er svo erfitt fyrir fólk,“ segir Salmann.Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi. Vísir/Anton BrinkSalmann segir fleira felast í föstunni. „Þetta snýst ekki bara um að hætta að borða og drekka heldur á maður að hætta öllu ljóta helvítinu sem maður gerir í sínu daglega lífi. Svo á maður að biðja og vera góður við fólk. Þennan mánuð gefum við fátækum ölmusu. Þetta er heill mánuður af góðgerðarstarfsemi,“ segir Salmann. Föstuna segir Salmann vera tilskipun frá guði til að minnast þeirra sem eiga ekki jafn mikið og við og til að læra að stjórna sjálfum sér. „Þetta er fallegasti mánuður ársins í íslamska heiminum. Það eru allir svo glaðir. Maður finnur til samkenndar með fólki sem á ekki neitt,“ segir Salmann. Þá segir Ahmad föstu ramadanmánaðarins ekki auðvelda. „Fastan hefur hins vegar ýmsa kosti. Maður lærir að hafa hemil á löngunum sínum. Fólk elskar mat og drykk, ekki bara til að fá næringu heldur af því það er gott að borða og drekka. Fastan getur kennt manni að venja sig af ósiðum ef maður er viljasterkur,“ segir Ahmad. Engin borg í heimi býr við lengri föstu en Reykjavík, 21,5 klukkutíma á sólarhring. Þrátt fyrir lengd föstunnar segir Ahmad hana ekki erfiða. „Á Íslandi er gott veður þannig að fastan er ekki svo erfið. Í Mið-Austurlöndum, þar sem er hlýrra, er hún erfiðari. Í fjörutíu stiga hita ertu orðinn þyrstur eftir tveggja tíma föstu. Á Íslandi geturðu fastað í tuttugu tíma án þess að verða þyrstur,“ segir Ahmad Seddeq. Reglur föstunnar Fasta hefst við sólarupprás Föstu lýkur við sólsetur Ekkert má borða þess á milli Ekkert má drekka heldur (ekki einu sinni vatn) Engar samfarir Aldraðir, veikir, óléttar konur o.fl. fá undanþáguGreinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Karlmaður gluggar í Kóraninn í mosku Félags múslima við Ármúla í Reykjavík.vísir/Hanna Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Sjá meira
Ramadan, helgasti mánuður múslima, hófst í fyrrinótt. „Í ramadan föstum við í heilan mánuð. Fastan hefst stuttu fyrir sólarupprás og lýkur við sólsetur. Við neytum hvorki matar né drykkjar,“ segir Ahmad Seddeq, ímam Menningarseturs múslima á Íslandi. Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, hins trúfélags múslima, segir sinn söfnuð fasta frá sólarupprás og til níu að kvöldi. Þó séu sumir innan safnaðarins sem fasti allan daginn. „Við í Félagi múslima kjósum að gera þetta svona því þetta er svo erfitt fyrir fólk,“ segir Salmann.Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi. Vísir/Anton BrinkSalmann segir fleira felast í föstunni. „Þetta snýst ekki bara um að hætta að borða og drekka heldur á maður að hætta öllu ljóta helvítinu sem maður gerir í sínu daglega lífi. Svo á maður að biðja og vera góður við fólk. Þennan mánuð gefum við fátækum ölmusu. Þetta er heill mánuður af góðgerðarstarfsemi,“ segir Salmann. Föstuna segir Salmann vera tilskipun frá guði til að minnast þeirra sem eiga ekki jafn mikið og við og til að læra að stjórna sjálfum sér. „Þetta er fallegasti mánuður ársins í íslamska heiminum. Það eru allir svo glaðir. Maður finnur til samkenndar með fólki sem á ekki neitt,“ segir Salmann. Þá segir Ahmad föstu ramadanmánaðarins ekki auðvelda. „Fastan hefur hins vegar ýmsa kosti. Maður lærir að hafa hemil á löngunum sínum. Fólk elskar mat og drykk, ekki bara til að fá næringu heldur af því það er gott að borða og drekka. Fastan getur kennt manni að venja sig af ósiðum ef maður er viljasterkur,“ segir Ahmad. Engin borg í heimi býr við lengri föstu en Reykjavík, 21,5 klukkutíma á sólarhring. Þrátt fyrir lengd föstunnar segir Ahmad hana ekki erfiða. „Á Íslandi er gott veður þannig að fastan er ekki svo erfið. Í Mið-Austurlöndum, þar sem er hlýrra, er hún erfiðari. Í fjörutíu stiga hita ertu orðinn þyrstur eftir tveggja tíma föstu. Á Íslandi geturðu fastað í tuttugu tíma án þess að verða þyrstur,“ segir Ahmad Seddeq. Reglur föstunnar Fasta hefst við sólarupprás Föstu lýkur við sólsetur Ekkert má borða þess á milli Ekkert má drekka heldur (ekki einu sinni vatn) Engar samfarir Aldraðir, veikir, óléttar konur o.fl. fá undanþáguGreinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Karlmaður gluggar í Kóraninn í mosku Félags múslima við Ármúla í Reykjavík.vísir/Hanna
Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Sjá meira