Bíður ákæru fyrir að setja Sönn íslensk sakamál á Deildu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. júní 2016 19:45 Lítil hreyfing hefur verið á málinu frá árslokum 2014. vísir Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu manns um að fá tölvu sína, farsíma og flakkara afhentan úr haldi lögreglunnar. Tækin hafa verið í vörslu lögreglunnar frá 24. mars 2014. Maðurinn liggur undir grun um að hafa afritað íslenska sjónvarpsþætti og deilt þeim á skráskiptasíðu. Upplýsingar um hvaða þætti ræðir hafa verið afmáðar úr dómi Hæstaréttar og úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem birtur er á vefsíðu Hæstaréttar. Samkvæmt heimildum Vísis eru hinir umræddu þættir úr þáttaröðinni Sönn íslensk sakamál sem sýndir voru á Skjá einum á þessum tíma. Umræddum þáttum var deilt gífurlega á deildu.net en áætlað er að þeir hafi verið sóttir um 90.000 sinnum og að allt að 12.000 manns hafi sótt hvern þátt fyrir sig. Framleiðslu þeirra var að lokum hætt enda stóðu þeir ekki undir kostnaði sökum ólöglegs niðurhals. Rannsókn málsins hófst í febrúar 2014. Hinn kærði var yfirheyrður í þrígang á því ári en frá því í desember 2014 hefur lítil hreyfing verið á málinu þar til degi áður en það var tekið til úrskurðar í héraðsdómi. Í málflutningi lögreglunnar fyrir dómi kom fram að málið væri komið í ákærumeðferð og ákæru væri að vænta fyrir lok júnímánaðar. Sérfræðingar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi unnið að greiningu og rannsóknum á gögnum á tölvunum og það útskýrði drátt málsins. Í niðurstöðu Hæstaréttar sagði að dráttur á rannsókn málsins væri aðfinnsluverður en í ljósi þess að ákæra verður gefin út áður en júní er á enda var ekki fallist á að fella haldlagninuna úr gildi. Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vildi hvorki staðfesta né neita að umræddir þættir væru Sönn íslensk sakamál. Tengdar fréttir Fimm tekjuhæstu myndir ársins sóttar 65 þúsund sinnum Fimm tekjuhæstu kvikmyndir ársins hafa verið sóttar um 65 þúsund sinnum á Deildu.net, samkvæmt gróflegri rannsókn Vísis. 27. desember 2013 12:14 Skjárinn kærir vegna dreifingar á Biggest loser Ísland Kæran lýtur nánar tiltekið að ólögmætri afritun tiltekins einstaklings á þáttunum og dreifingu þeirra á slóðinni deildu.net. 7. maí 2014 16:15 Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu manns um að fá tölvu sína, farsíma og flakkara afhentan úr haldi lögreglunnar. Tækin hafa verið í vörslu lögreglunnar frá 24. mars 2014. Maðurinn liggur undir grun um að hafa afritað íslenska sjónvarpsþætti og deilt þeim á skráskiptasíðu. Upplýsingar um hvaða þætti ræðir hafa verið afmáðar úr dómi Hæstaréttar og úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem birtur er á vefsíðu Hæstaréttar. Samkvæmt heimildum Vísis eru hinir umræddu þættir úr þáttaröðinni Sönn íslensk sakamál sem sýndir voru á Skjá einum á þessum tíma. Umræddum þáttum var deilt gífurlega á deildu.net en áætlað er að þeir hafi verið sóttir um 90.000 sinnum og að allt að 12.000 manns hafi sótt hvern þátt fyrir sig. Framleiðslu þeirra var að lokum hætt enda stóðu þeir ekki undir kostnaði sökum ólöglegs niðurhals. Rannsókn málsins hófst í febrúar 2014. Hinn kærði var yfirheyrður í þrígang á því ári en frá því í desember 2014 hefur lítil hreyfing verið á málinu þar til degi áður en það var tekið til úrskurðar í héraðsdómi. Í málflutningi lögreglunnar fyrir dómi kom fram að málið væri komið í ákærumeðferð og ákæru væri að vænta fyrir lok júnímánaðar. Sérfræðingar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi unnið að greiningu og rannsóknum á gögnum á tölvunum og það útskýrði drátt málsins. Í niðurstöðu Hæstaréttar sagði að dráttur á rannsókn málsins væri aðfinnsluverður en í ljósi þess að ákæra verður gefin út áður en júní er á enda var ekki fallist á að fella haldlagninuna úr gildi. Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vildi hvorki staðfesta né neita að umræddir þættir væru Sönn íslensk sakamál.
Tengdar fréttir Fimm tekjuhæstu myndir ársins sóttar 65 þúsund sinnum Fimm tekjuhæstu kvikmyndir ársins hafa verið sóttar um 65 þúsund sinnum á Deildu.net, samkvæmt gróflegri rannsókn Vísis. 27. desember 2013 12:14 Skjárinn kærir vegna dreifingar á Biggest loser Ísland Kæran lýtur nánar tiltekið að ólögmætri afritun tiltekins einstaklings á þáttunum og dreifingu þeirra á slóðinni deildu.net. 7. maí 2014 16:15 Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Fimm tekjuhæstu myndir ársins sóttar 65 þúsund sinnum Fimm tekjuhæstu kvikmyndir ársins hafa verið sóttar um 65 þúsund sinnum á Deildu.net, samkvæmt gróflegri rannsókn Vísis. 27. desember 2013 12:14
Skjárinn kærir vegna dreifingar á Biggest loser Ísland Kæran lýtur nánar tiltekið að ólögmætri afritun tiltekins einstaklings á þáttunum og dreifingu þeirra á slóðinni deildu.net. 7. maí 2014 16:15
Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00