Ríkislögreglustjóri kominn á samfélagsmiðla í tilefni af EM Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. júní 2016 19:02 Ríkislögreglustjórinn er með bláleita Facebook-síðu. Vísir Hlutverk hinna íslensku lögreglumanna sem starfa munu í Frakklandi í tengslum við Evrópumótið í knattspyrnu verður fyrst og fremst að vera upplýsingamiðlarar og tengiliðir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þannig verða tveir lögreglumenn staddir í stjórnstöð mótsins í París og munu þeir miðla upplýsingum milli franskra yfirvalda og íslensku lögreglumannanna sem verða viðstaddir leikina sjálfa. Sex lögreglumenn verða viðstaddir leikina en þeir verða tengiliðir milli íslenskra áhorfenda og franskra yfirvalda. Íslensk stjórnvöld sendu þessa átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu að ósk innanríkisráðherra Frakklands. Ríkisstjórnin samþykkti að veita allt að tuttugu milljónum króna af fjáraukalögum þessa árs í verkefnið. Átta lögreglumenn voru sendir til Frakklands.Vísir/Vilhelm„Allar ákvarðanir sem teknar eru í tengslum við mótið fara í gegnum stjórnstöðina. Stjórnstöðin verður opin allan sólarhringinn á meðan á mótinu stendur og munu íslensku lögreglumennirnir hafa viðveru þar á dagvinnutíma og vera með bakvakt á nóttunni,“ segir í tilkynningunni. Þar er rík áhersla lögð á það að hinir íslensku lögreglumenn hafa ekki lögregluvaldheimildir og munu ekki taka ákvarðanir um aðgerðir. „Öll stjórnun, skipulag og ákvörðunarvald er í höndum franskra yfirvalda. Því mun hlutverk íslenskra lögreglumanna vera að aðstoða Íslendinga eins og þörf krefur en þeir munu ekki taka ákvarðanir um neinar aðgerðir né hafa lögregluvaldheimildir.“ Vegna þessa ákvað Ríkislögreglustjóri að opna reikninga á samskiptamiðlunum Facebook, Instagram og Twitter. Ekkert tíst hefur birst enn en eina færsla embættisins á Facebook er birt hér að neðan. „Þessir miðlar verða notaðir til að koma á framfæri upplýsingum til íslenskra stuðningsmanna.“ Lögreglumennirnir hafa þegar hafið störf í Frakklandi.Nánari upplýsingar hér: Facebook: https://facebook.com/rikislogreglustjorinn Twitter:http://twitter.com/rikislogrstj - @rikislogrstj Instagram: https://instagram.com/rikislogrstjÍslendingum í neyð sem staddir eru í Frakklandi skal bent á að hringja í neyðarnúmerið 112 í Frakklandi.Ríkislögreglustjóri hefur einnig opnað póstfang fyrir almenning til að senda inn fyrirspurnir eða aðstoðarbeiðnir í tengslum við veru íslensku lögreglunnar í Frakklandi. Netfang: em2016@logreglan.is og em2016@police.is Tengdar fréttir Strákarnir kvöddu í stífpressuðum jakkafötum | Myndir Íslenska karlalandsliðið fór frá landinu til Frakklands í morgun. 7. júní 2016 11:04 Hollande varar við árásum á EM François Hollande, forseti Frakklands, varaði í gær við mögulegum hryðjuverkaárásum sem gætu farið fram á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í sumar. Mótið er haldið í Frakklandi. 6. júní 2016 07:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lögregla leitar manns Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira
Hlutverk hinna íslensku lögreglumanna sem starfa munu í Frakklandi í tengslum við Evrópumótið í knattspyrnu verður fyrst og fremst að vera upplýsingamiðlarar og tengiliðir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þannig verða tveir lögreglumenn staddir í stjórnstöð mótsins í París og munu þeir miðla upplýsingum milli franskra yfirvalda og íslensku lögreglumannanna sem verða viðstaddir leikina sjálfa. Sex lögreglumenn verða viðstaddir leikina en þeir verða tengiliðir milli íslenskra áhorfenda og franskra yfirvalda. Íslensk stjórnvöld sendu þessa átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu að ósk innanríkisráðherra Frakklands. Ríkisstjórnin samþykkti að veita allt að tuttugu milljónum króna af fjáraukalögum þessa árs í verkefnið. Átta lögreglumenn voru sendir til Frakklands.Vísir/Vilhelm„Allar ákvarðanir sem teknar eru í tengslum við mótið fara í gegnum stjórnstöðina. Stjórnstöðin verður opin allan sólarhringinn á meðan á mótinu stendur og munu íslensku lögreglumennirnir hafa viðveru þar á dagvinnutíma og vera með bakvakt á nóttunni,“ segir í tilkynningunni. Þar er rík áhersla lögð á það að hinir íslensku lögreglumenn hafa ekki lögregluvaldheimildir og munu ekki taka ákvarðanir um aðgerðir. „Öll stjórnun, skipulag og ákvörðunarvald er í höndum franskra yfirvalda. Því mun hlutverk íslenskra lögreglumanna vera að aðstoða Íslendinga eins og þörf krefur en þeir munu ekki taka ákvarðanir um neinar aðgerðir né hafa lögregluvaldheimildir.“ Vegna þessa ákvað Ríkislögreglustjóri að opna reikninga á samskiptamiðlunum Facebook, Instagram og Twitter. Ekkert tíst hefur birst enn en eina færsla embættisins á Facebook er birt hér að neðan. „Þessir miðlar verða notaðir til að koma á framfæri upplýsingum til íslenskra stuðningsmanna.“ Lögreglumennirnir hafa þegar hafið störf í Frakklandi.Nánari upplýsingar hér: Facebook: https://facebook.com/rikislogreglustjorinn Twitter:http://twitter.com/rikislogrstj - @rikislogrstj Instagram: https://instagram.com/rikislogrstjÍslendingum í neyð sem staddir eru í Frakklandi skal bent á að hringja í neyðarnúmerið 112 í Frakklandi.Ríkislögreglustjóri hefur einnig opnað póstfang fyrir almenning til að senda inn fyrirspurnir eða aðstoðarbeiðnir í tengslum við veru íslensku lögreglunnar í Frakklandi. Netfang: em2016@logreglan.is og em2016@police.is
Tengdar fréttir Strákarnir kvöddu í stífpressuðum jakkafötum | Myndir Íslenska karlalandsliðið fór frá landinu til Frakklands í morgun. 7. júní 2016 11:04 Hollande varar við árásum á EM François Hollande, forseti Frakklands, varaði í gær við mögulegum hryðjuverkaárásum sem gætu farið fram á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í sumar. Mótið er haldið í Frakklandi. 6. júní 2016 07:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lögregla leitar manns Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira
Strákarnir kvöddu í stífpressuðum jakkafötum | Myndir Íslenska karlalandsliðið fór frá landinu til Frakklands í morgun. 7. júní 2016 11:04
Hollande varar við árásum á EM François Hollande, forseti Frakklands, varaði í gær við mögulegum hryðjuverkaárásum sem gætu farið fram á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í sumar. Mótið er haldið í Frakklandi. 6. júní 2016 07:00