Ánægjan með ESB mælist í lágmarki Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. júní 2016 06:00 Leiðtogar þriggja Evrópusambandslanda á fundi í Brussel nýverið: Angela Merkel Þýskalandskanslari, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og FranÇois Hollande, forseti Frakklands. Fréttablaðið/EPA Minnst ánægja með Evrópusambandið mælist meðal íbúa Grikklands, Frakklands og Spánar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá bandaríska Pew-rannsóknarfyrirtækinu. Íbúar í tíu af 28 aðildarríkjum Evrópusambandsins voru spurðir út í afstöðu sína til sambandsins. Greinilegt er að ánægjan með sambandið hefur dvínað mjög á síðustu misserum. Einungis 27 prósent Grikkja, 38 prósent Frakka og 44 prósent Breta segjast hafa jákvætt viðhorf til ESB. Eftir tvær vikur ganga Bretar til kosninga um útgöngu úr Evrópusambandinu. Skoðanakannanir sýna að mjótt verður á mununum. Stundum hafa þeir mælst í meirihluta sem vilja yfirgefa ESB, en stundum hinir sem vilja að Bretland verði áfram í ESB. David Cameron forsætisráðherra lofaði því fyrir þingkosningar á síðasta ári að ná samningum við Evrópusambandið sem styrki stöðu Bretlands og efna síðan til atkvæðagreiðslu um útgöngu. Sjálfur hefur hann barist fyrir því að Bretland verði áfram í ESB á þessum nýju forsendum, sem hann samdi um fyrr á árinu. Andstæðingar aðildar koma ekki síst úr hans eigin flokki, Íhaldsflokknum, og hefur sú innanflokksandstaða ekkert dvínað þótt Cameron stæri sig af að hafa náð fram flestu því sem hann gerði kröfur um í samningi sínum við ESB. Almennt eru íbúar annarra aðildarríkja þeirrar skoðunar að útganga Bretlands yrði slæm fyrir Evrópusambandið. Af þeim níu þjóðum, sem spurðar voru líst Svíum verst á útgöngu Bretlands. 89 prósent Svía telja það verða slæmt fyrir ESB. Hins vegar er mest ánægjan með útgöngu Bretlands í Frakklandi, þar sem 32 prósent aðspurðra segja að hún yrði ESB til góðs. Almennt eru kjósendur hægri flokka haldnir meiri efasemdum um ESB en kjósendur vinstri flokka, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Á Grikklandi, Ítalíu, í Frakklandi og á Spáni er mest andstaða við það hvernig ESB hefur tekið á efnahagsmálum, enda hafa efnahagsörðugleikarnir orðið mestir í þessum löndum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Minnst ánægja með Evrópusambandið mælist meðal íbúa Grikklands, Frakklands og Spánar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá bandaríska Pew-rannsóknarfyrirtækinu. Íbúar í tíu af 28 aðildarríkjum Evrópusambandsins voru spurðir út í afstöðu sína til sambandsins. Greinilegt er að ánægjan með sambandið hefur dvínað mjög á síðustu misserum. Einungis 27 prósent Grikkja, 38 prósent Frakka og 44 prósent Breta segjast hafa jákvætt viðhorf til ESB. Eftir tvær vikur ganga Bretar til kosninga um útgöngu úr Evrópusambandinu. Skoðanakannanir sýna að mjótt verður á mununum. Stundum hafa þeir mælst í meirihluta sem vilja yfirgefa ESB, en stundum hinir sem vilja að Bretland verði áfram í ESB. David Cameron forsætisráðherra lofaði því fyrir þingkosningar á síðasta ári að ná samningum við Evrópusambandið sem styrki stöðu Bretlands og efna síðan til atkvæðagreiðslu um útgöngu. Sjálfur hefur hann barist fyrir því að Bretland verði áfram í ESB á þessum nýju forsendum, sem hann samdi um fyrr á árinu. Andstæðingar aðildar koma ekki síst úr hans eigin flokki, Íhaldsflokknum, og hefur sú innanflokksandstaða ekkert dvínað þótt Cameron stæri sig af að hafa náð fram flestu því sem hann gerði kröfur um í samningi sínum við ESB. Almennt eru íbúar annarra aðildarríkja þeirrar skoðunar að útganga Bretlands yrði slæm fyrir Evrópusambandið. Af þeim níu þjóðum, sem spurðar voru líst Svíum verst á útgöngu Bretlands. 89 prósent Svía telja það verða slæmt fyrir ESB. Hins vegar er mest ánægjan með útgöngu Bretlands í Frakklandi, þar sem 32 prósent aðspurðra segja að hún yrði ESB til góðs. Almennt eru kjósendur hægri flokka haldnir meiri efasemdum um ESB en kjósendur vinstri flokka, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Á Grikklandi, Ítalíu, í Frakklandi og á Spáni er mest andstaða við það hvernig ESB hefur tekið á efnahagsmálum, enda hafa efnahagsörðugleikarnir orðið mestir í þessum löndum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira