Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júní 2016 10:30 Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi segir að í ljósi reynslunnar hljóti það að hafa verið mistök hjá Ólafi Ragnari Grímssyni forseta að skrifa undir fyrsta Icesave-samninginn. Forsetinn hefði hins vegar lært af reynslunni og leyft þjóðinni að eiga lokaorðið í tvígang. Sjálfur segist Guðni ekki hafa skrifað undir Icesave I ef hann hefði fengið tugþúsundir undirskrifta eins og Ólafur Ragnar fékk seinna meir. Guðni er fimmti forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.„Stjórnarskrá Íslands er ekki breytt á Bessastöðum“ Í kosningabáráttu sinni hefur Guðni talað fyrir því að hann vilji ákvæði í stjórnarskrá þar sem kveðið er á um að ákveðið hlutfall kosningabærra geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi, en eins og stjórnarskráin er í dag er það forsetanum í sjálfsvald sett hvort mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðni segir að sér lítist vel á tillögur stjórnarskrárnefndar. „Þar er einmitt minnst á þetta ákvæði um beint lýðræði. Hver getur verið á móti því? Hin ákvæðin, um þjóðareign á auðlindum og náttúruvernd, mér hugnast þau líka en stjórnarskrá Íslands er ekki breytt á Bessastöðum. Stjórnarskránni er breytt með því að fólkið í landinu velur fulltrúa á þing sem svo eiga síðasta orðið og aftur með atbeina fólksins því það þarf tvö þing ja nema við breytum þessu með einhverjum afbrigðum. Sannleikurinn er sá að forsetinn getur haft skoðanir á þessu en hans sjónarmið í þessu eins og öðru á að vera það að fólkið fái að ráða,“ segir Guðni. Nái hann kjöri ætlar hann að hvetja þingmenn til þess að ráðast í þær breytingar sem hann telur mikilvægar, það er ákvæði um beint lýðræði og svo breytingar á þjóðhöfðingjakaflanum en að mati Guðna þarf að skýra hlutverk forseta í stjórnarskrá. „En ég myndi ekki setja neinar þumalskrúfur á menn. Ég myndi hvetja en þingið á að ráða með tilstilli fólksins sem kýs fulltrúa á þingið.“Viðtalið við Guðna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Mikilvægt að kona sé valkostur í kosningum árið 2016 Í kosningabaráttu sinni hefur Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi sagt að það þurfi móður og fyrirliða á Bessastaði. Hún vill þó ekki meina að hún sé með þessu að segja að það eigi að kjósa hana af því að hún er kona. 9. júní 2016 10:00 Davíð segir rangt að hann hafi sýnt af sér vanrækslu Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. 8. júní 2016 18:47 Leiðin til Bessastaða: „Stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið“ Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi myndi byrja á því að afsala sér launum forseta nái hann kjöri í kosningunum þann 25. júní næstkomandi. 8. júní 2016 15:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi segir að í ljósi reynslunnar hljóti það að hafa verið mistök hjá Ólafi Ragnari Grímssyni forseta að skrifa undir fyrsta Icesave-samninginn. Forsetinn hefði hins vegar lært af reynslunni og leyft þjóðinni að eiga lokaorðið í tvígang. Sjálfur segist Guðni ekki hafa skrifað undir Icesave I ef hann hefði fengið tugþúsundir undirskrifta eins og Ólafur Ragnar fékk seinna meir. Guðni er fimmti forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.„Stjórnarskrá Íslands er ekki breytt á Bessastöðum“ Í kosningabáráttu sinni hefur Guðni talað fyrir því að hann vilji ákvæði í stjórnarskrá þar sem kveðið er á um að ákveðið hlutfall kosningabærra geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi, en eins og stjórnarskráin er í dag er það forsetanum í sjálfsvald sett hvort mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðni segir að sér lítist vel á tillögur stjórnarskrárnefndar. „Þar er einmitt minnst á þetta ákvæði um beint lýðræði. Hver getur verið á móti því? Hin ákvæðin, um þjóðareign á auðlindum og náttúruvernd, mér hugnast þau líka en stjórnarskrá Íslands er ekki breytt á Bessastöðum. Stjórnarskránni er breytt með því að fólkið í landinu velur fulltrúa á þing sem svo eiga síðasta orðið og aftur með atbeina fólksins því það þarf tvö þing ja nema við breytum þessu með einhverjum afbrigðum. Sannleikurinn er sá að forsetinn getur haft skoðanir á þessu en hans sjónarmið í þessu eins og öðru á að vera það að fólkið fái að ráða,“ segir Guðni. Nái hann kjöri ætlar hann að hvetja þingmenn til þess að ráðast í þær breytingar sem hann telur mikilvægar, það er ákvæði um beint lýðræði og svo breytingar á þjóðhöfðingjakaflanum en að mati Guðna þarf að skýra hlutverk forseta í stjórnarskrá. „En ég myndi ekki setja neinar þumalskrúfur á menn. Ég myndi hvetja en þingið á að ráða með tilstilli fólksins sem kýs fulltrúa á þingið.“Viðtalið við Guðna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Mikilvægt að kona sé valkostur í kosningum árið 2016 Í kosningabaráttu sinni hefur Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi sagt að það þurfi móður og fyrirliða á Bessastaði. Hún vill þó ekki meina að hún sé með þessu að segja að það eigi að kjósa hana af því að hún er kona. 9. júní 2016 10:00 Davíð segir rangt að hann hafi sýnt af sér vanrækslu Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. 8. júní 2016 18:47 Leiðin til Bessastaða: „Stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið“ Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi myndi byrja á því að afsala sér launum forseta nái hann kjöri í kosningunum þann 25. júní næstkomandi. 8. júní 2016 15:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Leiðin til Bessastaða: Mikilvægt að kona sé valkostur í kosningum árið 2016 Í kosningabaráttu sinni hefur Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi sagt að það þurfi móður og fyrirliða á Bessastaði. Hún vill þó ekki meina að hún sé með þessu að segja að það eigi að kjósa hana af því að hún er kona. 9. júní 2016 10:00
Davíð segir rangt að hann hafi sýnt af sér vanrækslu Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. 8. júní 2016 18:47
Leiðin til Bessastaða: „Stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið“ Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi myndi byrja á því að afsala sér launum forseta nái hann kjöri í kosningunum þann 25. júní næstkomandi. 8. júní 2016 15:00