Kompany, Mata og Costa í úrvalsliðinu sem verður ekki á EM í Frakklandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2016 10:15 Vincent Kompany, Juan Mata og Diego Costa verða ekki á EM. vísir/getty Með hverjum degi styttist í Evrópumótið í fótbolta þar sem strákarnir okkar verða á meðal keppnisþjóða í fyrsta sinn í sögunni. EM hefst 10. júní með upphafsleik Frakklands og Rúmeníu en Ísland hefur leik gegn Portúgal 14. júní. Eins og alltaf eru einhverjar stjörnur í boltanum sem verða ekki með vegna meiðsla eða þá að leikmennirnir voru einfaldlega ekki valdir í sín landslið eftir dapra leiktíð. Sky Sports setti upp ellefu manna úrvalslið þeirra leikmanna sem verða ekki með á EM en þar má finna stór nöfn á borð við Vincent Kompany, Juan Mata og Diego Costa.Úrvalsliðið sem verður ekki á EM:Rob Elliot sleit krossband.vísir/gettyMarkvörður: Rob Elliot, Norður-Írlandi Markvörður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni verður ekki með á EM eftir að slíta krossband í landsleik með landsliðinu gegn Slóvakíu í mars.Hægri bakvörður: Kurt Zouma, Frakklandi Varnarmaðurinn öflugi getur ekki tekið þátt á EM í sínu heimalandi eftir að meiðast illa á hné í jafntefli Chelsea gegn Manchester United í febrúar.Miðvörður: Vincent Kompany, Belgíu Fyrirliði Belga og Manchester City hefur átt við mikil meiðslavandræði að stríða undanfarin ár og meiðsli sem hann varð fyrir í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid halda honum frá Frakklandi.Miðvörður: Dejan Lovren, Króatíu Liverpool-miðvörðurinn er heill heilsu en var einfaldlega ekki valinn. Lovren lenti saman við landsliðsþjálfarann Ante Cacic sem sagði að Lovren þyrfti að læra að vera liðsmaður áður en hann snýr aftur í landsliðið.Vinstri bakvörður: Chris Brunt, Norður-Írlandi Annar leikmaður sem nýliðana á EM vantar. Brunt sleit krossband snemma í mars í sigurleik WBA gegn Crystal Palace.Morgan Schneiderlin komst ekki í EM-hóp Frakka.vísir/gettyMorgan Schneiderlin, Frakklandi Schneiderlin spilaði reglulega á sínu fyrsta tímabili með Manchester United en hann hefur vafalítið haldið að spila þar myndi færa hann nær sæti í franska landsliðshópnum. Didier Deschamps veðjaði frekar á N'Golo Kante, Moussa Sissoko, Yohan Cabaye og Lassana Diarra.Miðjumaður: Juan Mata, Spáni Breiddin í spænska landsliðinu er svo mikil að Vincente del Bosque getur leyft sér að taka ekki með mann eins og Juan Mata sem var einn besti leikmaður United á síðustu leiktíð og kom liðinu til bjargar í úrslitaleik enska bikarsins.Miðjumaður: Santo Cazorla, Spáni Arsenal-maðurinn spilaði aðeins einn leik eftir áramót vegna meiðsla. Del Bosque sagði of mikla áhættu að taka hann með þó Cazorla hafi gert allt sem í hans valdi stóð að koma sér í stand og fara með til Frakklands.Mario Balotelli hefur ekki átt sjö dagana sæla í fleiri en sjö daga.vísir/gettyFramherji: Mario Balotelli, Ítalíu Lífið leikur ekki við Balotelli sem var ein af stjörnum EM 2012. Hann skoraði aðeins eitt deildarmark fyrir Liverpool á þar síðustu leiktíð og eitt deildarmark fyrir AC Milan á síðustu leiktíð. „Það er ekkert pláss fyrir prímadonnur í liðinu,“ sagði Leonardo Bonucci, miðvörður Juventus og Ítalíu, um Balotelli.Framherji: Danny Welbeck, England Það leit út fyrir að Welbeck myndi næla sér í sæti í leikmannahópi Roy Hodgson en svo meiddist hann á hné í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City í næst síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Hann verður frá næstu níu mánuði.Framherji: Diego Costa, Spáni Chelsea-maðurinn var ekki valinn í hópinn eftir nokkuð dapurt tímabil á Englandi en þá tognaði hann líka aftan í læri í leik gegn Liverpool í maí. Hann er einn af nokkrum öflugum framherjum sem Spánverjar taka ekki með á EM. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Með hverjum degi styttist í Evrópumótið í fótbolta þar sem strákarnir okkar verða á meðal keppnisþjóða í fyrsta sinn í sögunni. EM hefst 10. júní með upphafsleik Frakklands og Rúmeníu en Ísland hefur leik gegn Portúgal 14. júní. Eins og alltaf eru einhverjar stjörnur í boltanum sem verða ekki með vegna meiðsla eða þá að leikmennirnir voru einfaldlega ekki valdir í sín landslið eftir dapra leiktíð. Sky Sports setti upp ellefu manna úrvalslið þeirra leikmanna sem verða ekki með á EM en þar má finna stór nöfn á borð við Vincent Kompany, Juan Mata og Diego Costa.Úrvalsliðið sem verður ekki á EM:Rob Elliot sleit krossband.vísir/gettyMarkvörður: Rob Elliot, Norður-Írlandi Markvörður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni verður ekki með á EM eftir að slíta krossband í landsleik með landsliðinu gegn Slóvakíu í mars.Hægri bakvörður: Kurt Zouma, Frakklandi Varnarmaðurinn öflugi getur ekki tekið þátt á EM í sínu heimalandi eftir að meiðast illa á hné í jafntefli Chelsea gegn Manchester United í febrúar.Miðvörður: Vincent Kompany, Belgíu Fyrirliði Belga og Manchester City hefur átt við mikil meiðslavandræði að stríða undanfarin ár og meiðsli sem hann varð fyrir í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid halda honum frá Frakklandi.Miðvörður: Dejan Lovren, Króatíu Liverpool-miðvörðurinn er heill heilsu en var einfaldlega ekki valinn. Lovren lenti saman við landsliðsþjálfarann Ante Cacic sem sagði að Lovren þyrfti að læra að vera liðsmaður áður en hann snýr aftur í landsliðið.Vinstri bakvörður: Chris Brunt, Norður-Írlandi Annar leikmaður sem nýliðana á EM vantar. Brunt sleit krossband snemma í mars í sigurleik WBA gegn Crystal Palace.Morgan Schneiderlin komst ekki í EM-hóp Frakka.vísir/gettyMorgan Schneiderlin, Frakklandi Schneiderlin spilaði reglulega á sínu fyrsta tímabili með Manchester United en hann hefur vafalítið haldið að spila þar myndi færa hann nær sæti í franska landsliðshópnum. Didier Deschamps veðjaði frekar á N'Golo Kante, Moussa Sissoko, Yohan Cabaye og Lassana Diarra.Miðjumaður: Juan Mata, Spáni Breiddin í spænska landsliðinu er svo mikil að Vincente del Bosque getur leyft sér að taka ekki með mann eins og Juan Mata sem var einn besti leikmaður United á síðustu leiktíð og kom liðinu til bjargar í úrslitaleik enska bikarsins.Miðjumaður: Santo Cazorla, Spáni Arsenal-maðurinn spilaði aðeins einn leik eftir áramót vegna meiðsla. Del Bosque sagði of mikla áhættu að taka hann með þó Cazorla hafi gert allt sem í hans valdi stóð að koma sér í stand og fara með til Frakklands.Mario Balotelli hefur ekki átt sjö dagana sæla í fleiri en sjö daga.vísir/gettyFramherji: Mario Balotelli, Ítalíu Lífið leikur ekki við Balotelli sem var ein af stjörnum EM 2012. Hann skoraði aðeins eitt deildarmark fyrir Liverpool á þar síðustu leiktíð og eitt deildarmark fyrir AC Milan á síðustu leiktíð. „Það er ekkert pláss fyrir prímadonnur í liðinu,“ sagði Leonardo Bonucci, miðvörður Juventus og Ítalíu, um Balotelli.Framherji: Danny Welbeck, England Það leit út fyrir að Welbeck myndi næla sér í sæti í leikmannahópi Roy Hodgson en svo meiddist hann á hné í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City í næst síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Hann verður frá næstu níu mánuði.Framherji: Diego Costa, Spáni Chelsea-maðurinn var ekki valinn í hópinn eftir nokkuð dapurt tímabil á Englandi en þá tognaði hann líka aftan í læri í leik gegn Liverpool í maí. Hann er einn af nokkrum öflugum framherjum sem Spánverjar taka ekki með á EM.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira