Innlent

Sætir áfram farbanni

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
vísir/þórhildur
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að karlmaður, sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun á heimili sínu í Vík í Mýrdal, sæti áfram farbanni. Farbannið gildir til 22. júní næstkomandi.

Maðurinn var handtekinn þann 18. febrúar síðastliðinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi. Hann er eigandi fyrirtækisins Vonta International, sem var undirverktaki fataframleiðandans Icewear.

Maðurinn og konurnar tvær, sem eru systur, eru öll frá Srí Lanka. Í úrskurði héraðsdómara, sem Hæstiréttur staðfesti, kemur fram að uppi sé rökstuddur grunur um að maðurinn hafi brotið af sér. Þá er ljóst að hann hafi litla tengingu við landið og líkur séu á að hann reyni að komast af landi brott.

Auk kvennanna tveggja, sem farnar eru af landi, eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu, tvær konur og tveir karlar.


Tengdar fréttir

Taka mið af ábendingum vegna systranna í Vík

Innanríkisráðuneytið segir að vegna umfjöllunar um dvalar- og atvinnuleyfi vilji það að taka fram að ráðuneytið hafi ekki heimild að lögum til að beita sér í einstökum málum en úrlausn umsókna um slík leyfi séu á forræði annars vegar Útlendingastofnunar og hins vegar Vinnumálastofnunar. Fyrirkomulag dvalar- og atvinnuleyfa fórnarlamba mansals er lögbundið og verður því ekki breytt nema með aðkomu Alþingis.

Mansal í Vík: Í farbanni næstu tvo mánuði

Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað karlmann sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun á heimili sínu í Vík í Mýrdal í áframhaldandi farbann til 25. maí.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.