Mikið áhyggjuefni ef ungt fólk menntar sig ekki Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. maí 2016 19:00 Menntamálaráðherra segir það vera mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt hagkerfi að ungt fólk sjái ekki fjárhagslegan ávinning af menntun. Það þurfi þó ekki að koma á óvart enda hafi áherslan í kjarasamningum undanfarið verið sú að hækka lægstu launin. BHM stóð fyrir málþingi um stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði í gær. Þar kom meðal annars fram að staða þessa hóps fari versnandi og að fjárhagslegur ábati af háskólanámi fari minnkandi. Menntamálaráðherra segir þetta ekki þurfa að koma á óvart enda hafi áherslan í kjarasamningum undanfarin misseri verið sú að hækka lægstu launin. „Það hefur þá þær afleiðingar til lengri tíma að það minnkar munurinn á milli þeirra sem ganga menntaveginn og afla sér menntunar og hinna sem gera það ekki. Ég held að staðan sé raunar þannig núna að það er hvað minnstur munurinn, þegar horft er á laun sem að hafa gengið menntaveginn og þeirra sem ekki hafa gert það, hér á Íslandi í alþjóðlegum samanburði,“ segir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra. Það sé áhyggjuefni ef ungt fólk sér ekki fjárhagslegan ávinning af menntun. „Það væri mjög mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt hagkerfi vegna þess að hagkerfi nútímans þau hverfast mjög um menntun. Hagvöxtur byggir mjög á menntun, vísindum, rannsóknum og þekkingu og þannig náum við fram meiri framleiðniaukningu. Framleiðum meira á hverri vinnustund,“ segir Illugi. Illugi segir að erfitt sé að bregðast við þessari stöðu með einni aðgerð. Þó megi nefna að framhaldsskólinn hafi verið styttur úr fjórum árum í þrjú og tími nemenda þannig betur nýttur og ævitekjur verða hærri. „Við þurfum líka auðvitað að horfa á háskólanna. Það má bæta þar námsframvinduna, nýta betur tímann þar þannig að fólk hafi fleiri ár á vinnumarkaði en áður. Þetta skiptir máli,“ segir Illugi. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Sjá meira
Menntamálaráðherra segir það vera mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt hagkerfi að ungt fólk sjái ekki fjárhagslegan ávinning af menntun. Það þurfi þó ekki að koma á óvart enda hafi áherslan í kjarasamningum undanfarið verið sú að hækka lægstu launin. BHM stóð fyrir málþingi um stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði í gær. Þar kom meðal annars fram að staða þessa hóps fari versnandi og að fjárhagslegur ábati af háskólanámi fari minnkandi. Menntamálaráðherra segir þetta ekki þurfa að koma á óvart enda hafi áherslan í kjarasamningum undanfarin misseri verið sú að hækka lægstu launin. „Það hefur þá þær afleiðingar til lengri tíma að það minnkar munurinn á milli þeirra sem ganga menntaveginn og afla sér menntunar og hinna sem gera það ekki. Ég held að staðan sé raunar þannig núna að það er hvað minnstur munurinn, þegar horft er á laun sem að hafa gengið menntaveginn og þeirra sem ekki hafa gert það, hér á Íslandi í alþjóðlegum samanburði,“ segir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra. Það sé áhyggjuefni ef ungt fólk sér ekki fjárhagslegan ávinning af menntun. „Það væri mjög mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt hagkerfi vegna þess að hagkerfi nútímans þau hverfast mjög um menntun. Hagvöxtur byggir mjög á menntun, vísindum, rannsóknum og þekkingu og þannig náum við fram meiri framleiðniaukningu. Framleiðum meira á hverri vinnustund,“ segir Illugi. Illugi segir að erfitt sé að bregðast við þessari stöðu með einni aðgerð. Þó megi nefna að framhaldsskólinn hafi verið styttur úr fjórum árum í þrjú og tími nemenda þannig betur nýttur og ævitekjur verða hærri. „Við þurfum líka auðvitað að horfa á háskólanna. Það má bæta þar námsframvinduna, nýta betur tímann þar þannig að fólk hafi fleiri ár á vinnumarkaði en áður. Þetta skiptir máli,“ segir Illugi.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Sjá meira