Vonir bundnar við lagabreytingu um skipta búsetu barna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. maí 2016 19:17 Formaður starfshóps Innanríkisráðuneytisins um skipta búsetu barna bindur vonir við að lagabreytingar sem heimila tvöfalda búsetu barna gangi í gegn á næstunni. Þannig myndi meðlagsskylda falla niður og barnabætur deilast jafnt á foreldra. Aðstöðumunur foreldra sem fara með sameiginlega forsjá yfir börnum sínum er mikill eftir því hjá hvoru foreldrinu barnið er með lögheimili. Lögheimilisforeldri hefur til dæmis ákvörðunarvald um búsetu barnsins innanlands auk þess sem í lögum er skildubundið ákvæði um að greitt sé meðlag til lögheimilisforeldris, jafnvel þó forsjá sé sameiginleg og kostnaði deilt að öllu leyti. Þá fara barnabætur og annar opinber stuðningur beint til lögheimilisforeldris. Innanríkisráðherra skipaði í vetur verkefnisstjórn til að kanna hvernig best væri að jafna rétt foreldra í slíkum málum. Þeirri vinnu er nú lokið. Formaður verkefnisstjórnarinnar segir að ljóst sé að lagalega sé of flókið að barn sé með tvöfalda lögheimilisskráningu. Þess í stað sé nú verið að leita leiða til að lögfesta skipta búsetu barna foreldra með sameiginlegt forræði. „Það er í rauninni verið að aftengja öll þessi réttindi sem tengjast lögheimilinu,“ segir Lilja Borg Viðarsdóttir, formaður verkefnahóps um skipta búsetu barna. „Eins og staðan er í dag er það foreldri sem fær barnabætur, vaxtabætur og allan stuðning frá hinu opinbera, hvort sem það eru sveitarfélög eða ríkið. Þannig það er ekkert verið mögulegt fyrir hitt foreldrið að óska eftir þessum stuðningi. Niðurstaðan er að ef foreldrar semja um skipta búsetu að hægt væri að skipta þessum greiðslum jafnt á milli þeirra.“ Með skiptri búsetu yrði öll ákvarðantaka því sameiginleg. „Þetta breytir miklu fyrir það foreldri sem barnið hefur ekki lögheimili hjá. Sérstaklega skráningin í þjóðskrá að þau séu bara yfirhöfuð viðurkennd sem foreldri í þjóðskrá sem flest kerfin eru tengd við.“ Ljóst er að slíkar lagabreytingar eru umfangsmiklar, en Lilja segist vera bjartsýn á að þær nái fram að ganga á næstu mánuðum. „Við erum mjög bjartsýn. Þetta er mjög þarft verkefni sem snertir mjög marga. Við höfum einsett okkur það í þessari verkefnastjórn að klára þessa vinnu og kortlagningu fyrir sumarið. Þegar það liggur fyrir er hægt að meta umfangið og fara í kjölfarið í það að lögfesta ákvæði í barnalög sem heimilar þetta búsetuform barna.“ Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Formaður starfshóps Innanríkisráðuneytisins um skipta búsetu barna bindur vonir við að lagabreytingar sem heimila tvöfalda búsetu barna gangi í gegn á næstunni. Þannig myndi meðlagsskylda falla niður og barnabætur deilast jafnt á foreldra. Aðstöðumunur foreldra sem fara með sameiginlega forsjá yfir börnum sínum er mikill eftir því hjá hvoru foreldrinu barnið er með lögheimili. Lögheimilisforeldri hefur til dæmis ákvörðunarvald um búsetu barnsins innanlands auk þess sem í lögum er skildubundið ákvæði um að greitt sé meðlag til lögheimilisforeldris, jafnvel þó forsjá sé sameiginleg og kostnaði deilt að öllu leyti. Þá fara barnabætur og annar opinber stuðningur beint til lögheimilisforeldris. Innanríkisráðherra skipaði í vetur verkefnisstjórn til að kanna hvernig best væri að jafna rétt foreldra í slíkum málum. Þeirri vinnu er nú lokið. Formaður verkefnisstjórnarinnar segir að ljóst sé að lagalega sé of flókið að barn sé með tvöfalda lögheimilisskráningu. Þess í stað sé nú verið að leita leiða til að lögfesta skipta búsetu barna foreldra með sameiginlegt forræði. „Það er í rauninni verið að aftengja öll þessi réttindi sem tengjast lögheimilinu,“ segir Lilja Borg Viðarsdóttir, formaður verkefnahóps um skipta búsetu barna. „Eins og staðan er í dag er það foreldri sem fær barnabætur, vaxtabætur og allan stuðning frá hinu opinbera, hvort sem það eru sveitarfélög eða ríkið. Þannig það er ekkert verið mögulegt fyrir hitt foreldrið að óska eftir þessum stuðningi. Niðurstaðan er að ef foreldrar semja um skipta búsetu að hægt væri að skipta þessum greiðslum jafnt á milli þeirra.“ Með skiptri búsetu yrði öll ákvarðantaka því sameiginleg. „Þetta breytir miklu fyrir það foreldri sem barnið hefur ekki lögheimili hjá. Sérstaklega skráningin í þjóðskrá að þau séu bara yfirhöfuð viðurkennd sem foreldri í þjóðskrá sem flest kerfin eru tengd við.“ Ljóst er að slíkar lagabreytingar eru umfangsmiklar, en Lilja segist vera bjartsýn á að þær nái fram að ganga á næstu mánuðum. „Við erum mjög bjartsýn. Þetta er mjög þarft verkefni sem snertir mjög marga. Við höfum einsett okkur það í þessari verkefnastjórn að klára þessa vinnu og kortlagningu fyrir sumarið. Þegar það liggur fyrir er hægt að meta umfangið og fara í kjölfarið í það að lögfesta ákvæði í barnalög sem heimilar þetta búsetuform barna.“
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira