Vonir bundnar við lagabreytingu um skipta búsetu barna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. maí 2016 19:17 Formaður starfshóps Innanríkisráðuneytisins um skipta búsetu barna bindur vonir við að lagabreytingar sem heimila tvöfalda búsetu barna gangi í gegn á næstunni. Þannig myndi meðlagsskylda falla niður og barnabætur deilast jafnt á foreldra. Aðstöðumunur foreldra sem fara með sameiginlega forsjá yfir börnum sínum er mikill eftir því hjá hvoru foreldrinu barnið er með lögheimili. Lögheimilisforeldri hefur til dæmis ákvörðunarvald um búsetu barnsins innanlands auk þess sem í lögum er skildubundið ákvæði um að greitt sé meðlag til lögheimilisforeldris, jafnvel þó forsjá sé sameiginleg og kostnaði deilt að öllu leyti. Þá fara barnabætur og annar opinber stuðningur beint til lögheimilisforeldris. Innanríkisráðherra skipaði í vetur verkefnisstjórn til að kanna hvernig best væri að jafna rétt foreldra í slíkum málum. Þeirri vinnu er nú lokið. Formaður verkefnisstjórnarinnar segir að ljóst sé að lagalega sé of flókið að barn sé með tvöfalda lögheimilisskráningu. Þess í stað sé nú verið að leita leiða til að lögfesta skipta búsetu barna foreldra með sameiginlegt forræði. „Það er í rauninni verið að aftengja öll þessi réttindi sem tengjast lögheimilinu,“ segir Lilja Borg Viðarsdóttir, formaður verkefnahóps um skipta búsetu barna. „Eins og staðan er í dag er það foreldri sem fær barnabætur, vaxtabætur og allan stuðning frá hinu opinbera, hvort sem það eru sveitarfélög eða ríkið. Þannig það er ekkert verið mögulegt fyrir hitt foreldrið að óska eftir þessum stuðningi. Niðurstaðan er að ef foreldrar semja um skipta búsetu að hægt væri að skipta þessum greiðslum jafnt á milli þeirra.“ Með skiptri búsetu yrði öll ákvarðantaka því sameiginleg. „Þetta breytir miklu fyrir það foreldri sem barnið hefur ekki lögheimili hjá. Sérstaklega skráningin í þjóðskrá að þau séu bara yfirhöfuð viðurkennd sem foreldri í þjóðskrá sem flest kerfin eru tengd við.“ Ljóst er að slíkar lagabreytingar eru umfangsmiklar, en Lilja segist vera bjartsýn á að þær nái fram að ganga á næstu mánuðum. „Við erum mjög bjartsýn. Þetta er mjög þarft verkefni sem snertir mjög marga. Við höfum einsett okkur það í þessari verkefnastjórn að klára þessa vinnu og kortlagningu fyrir sumarið. Þegar það liggur fyrir er hægt að meta umfangið og fara í kjölfarið í það að lögfesta ákvæði í barnalög sem heimilar þetta búsetuform barna.“ Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Formaður starfshóps Innanríkisráðuneytisins um skipta búsetu barna bindur vonir við að lagabreytingar sem heimila tvöfalda búsetu barna gangi í gegn á næstunni. Þannig myndi meðlagsskylda falla niður og barnabætur deilast jafnt á foreldra. Aðstöðumunur foreldra sem fara með sameiginlega forsjá yfir börnum sínum er mikill eftir því hjá hvoru foreldrinu barnið er með lögheimili. Lögheimilisforeldri hefur til dæmis ákvörðunarvald um búsetu barnsins innanlands auk þess sem í lögum er skildubundið ákvæði um að greitt sé meðlag til lögheimilisforeldris, jafnvel þó forsjá sé sameiginleg og kostnaði deilt að öllu leyti. Þá fara barnabætur og annar opinber stuðningur beint til lögheimilisforeldris. Innanríkisráðherra skipaði í vetur verkefnisstjórn til að kanna hvernig best væri að jafna rétt foreldra í slíkum málum. Þeirri vinnu er nú lokið. Formaður verkefnisstjórnarinnar segir að ljóst sé að lagalega sé of flókið að barn sé með tvöfalda lögheimilisskráningu. Þess í stað sé nú verið að leita leiða til að lögfesta skipta búsetu barna foreldra með sameiginlegt forræði. „Það er í rauninni verið að aftengja öll þessi réttindi sem tengjast lögheimilinu,“ segir Lilja Borg Viðarsdóttir, formaður verkefnahóps um skipta búsetu barna. „Eins og staðan er í dag er það foreldri sem fær barnabætur, vaxtabætur og allan stuðning frá hinu opinbera, hvort sem það eru sveitarfélög eða ríkið. Þannig það er ekkert verið mögulegt fyrir hitt foreldrið að óska eftir þessum stuðningi. Niðurstaðan er að ef foreldrar semja um skipta búsetu að hægt væri að skipta þessum greiðslum jafnt á milli þeirra.“ Með skiptri búsetu yrði öll ákvarðantaka því sameiginleg. „Þetta breytir miklu fyrir það foreldri sem barnið hefur ekki lögheimili hjá. Sérstaklega skráningin í þjóðskrá að þau séu bara yfirhöfuð viðurkennd sem foreldri í þjóðskrá sem flest kerfin eru tengd við.“ Ljóst er að slíkar lagabreytingar eru umfangsmiklar, en Lilja segist vera bjartsýn á að þær nái fram að ganga á næstu mánuðum. „Við erum mjög bjartsýn. Þetta er mjög þarft verkefni sem snertir mjög marga. Við höfum einsett okkur það í þessari verkefnastjórn að klára þessa vinnu og kortlagningu fyrir sumarið. Þegar það liggur fyrir er hægt að meta umfangið og fara í kjölfarið í það að lögfesta ákvæði í barnalög sem heimilar þetta búsetuform barna.“
Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu