Keflvíkingar fá tugi milljóna fyrir söluna á Arnóri Ingva Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. maí 2016 16:30 Keflavík fær milljónir í sinn hlut fyrir að ala upp Arnór Ingva og semja vel. mynd/norrköping Eins og kom fram fyrr í dag er sænska meistaraliðið IFK Norrköping búið að selja íslenska landsliðsmanninn Arnór Ingva Traustason til Rapid Vín í Austurríki. Arnór Ingvi var keyptur fyrir metfé, en samkvæmt heimildum Vísis borgaði austurríska félagið tvær milljónir evra fyrir leikmanninn eða 280 milljónir íslenskra króna. Þegar Keflavík seldi Arnór Ingva til Norrköping 2014 var klásúla í kaupsamningnum um að Keflavík fengi prósentu af næstu sölu, samkvæmt heimildum. Samkvæmt heimildum Vísis fær Keflavík 40 milljónir króna í sinn hlut strax. Með árangurstengdum greiðslum verður kaupverðið á endanum 2,3 milljónir evra eða 323 milljónir íslenskra króna. Keflavík fær því tæplega 50 milljónir króna í sinn hlut þegar allar greiðslur verða klárar, samkvæmt heimildum Vísis, en má því geta sér til um að Keflavík hafi samið um 15 prósent af næstu sölu samkvæmt tiltölulega einfaldri stærðfræði. Milljónirnar hætta ekki að streyma inn þarna hjá Keflavík heldur fær félagið einnig um níu milljónir króna í uppeldisbætur þar sem Arnór Ingvi var á mála hjá félaginu frá 16 ára aldurs og þar til hann fór þegar hann var tvítugur. Keflavík á 2,75 prósent í uppeldisbótunum (sem eru 5 prósent í heildina) en Njarðvík á 0,75 prósent og fær um 2,5 milljónir í sinn hlut. Norrköping á 1,5 prósent í uppeldisbótunum þar sem Arnór Ingvi var á mála hjá sænska félaginu frá 21-23 ára. Svíarnir fá um fimm milljónir í sinn hlut. Í heildina fær Keflavík vel ríflega 50 milljónir króna fyrir söluna á Arnóri frá Norrköping til Rapid Vín þegar allt er talið saman. Fínasta búbót það á erfiðum tímum en Suðurnesjaliðið féll niður í 1. deildina síðasta sumar. EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnór Ingvi dýrasti leikmaðurinn í sögu Rapid Vín Landsliðsmaðurinn yfirgefur Svíþjóðarmeistara Norrköping og spilar næsta tímabil í Austurríki. 12. maí 2016 15:57 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Sjá meira
Eins og kom fram fyrr í dag er sænska meistaraliðið IFK Norrköping búið að selja íslenska landsliðsmanninn Arnór Ingva Traustason til Rapid Vín í Austurríki. Arnór Ingvi var keyptur fyrir metfé, en samkvæmt heimildum Vísis borgaði austurríska félagið tvær milljónir evra fyrir leikmanninn eða 280 milljónir íslenskra króna. Þegar Keflavík seldi Arnór Ingva til Norrköping 2014 var klásúla í kaupsamningnum um að Keflavík fengi prósentu af næstu sölu, samkvæmt heimildum. Samkvæmt heimildum Vísis fær Keflavík 40 milljónir króna í sinn hlut strax. Með árangurstengdum greiðslum verður kaupverðið á endanum 2,3 milljónir evra eða 323 milljónir íslenskra króna. Keflavík fær því tæplega 50 milljónir króna í sinn hlut þegar allar greiðslur verða klárar, samkvæmt heimildum Vísis, en má því geta sér til um að Keflavík hafi samið um 15 prósent af næstu sölu samkvæmt tiltölulega einfaldri stærðfræði. Milljónirnar hætta ekki að streyma inn þarna hjá Keflavík heldur fær félagið einnig um níu milljónir króna í uppeldisbætur þar sem Arnór Ingvi var á mála hjá félaginu frá 16 ára aldurs og þar til hann fór þegar hann var tvítugur. Keflavík á 2,75 prósent í uppeldisbótunum (sem eru 5 prósent í heildina) en Njarðvík á 0,75 prósent og fær um 2,5 milljónir í sinn hlut. Norrköping á 1,5 prósent í uppeldisbótunum þar sem Arnór Ingvi var á mála hjá sænska félaginu frá 21-23 ára. Svíarnir fá um fimm milljónir í sinn hlut. Í heildina fær Keflavík vel ríflega 50 milljónir króna fyrir söluna á Arnóri frá Norrköping til Rapid Vín þegar allt er talið saman. Fínasta búbót það á erfiðum tímum en Suðurnesjaliðið féll niður í 1. deildina síðasta sumar.
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnór Ingvi dýrasti leikmaðurinn í sögu Rapid Vín Landsliðsmaðurinn yfirgefur Svíþjóðarmeistara Norrköping og spilar næsta tímabil í Austurríki. 12. maí 2016 15:57 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Sjá meira
Arnór Ingvi dýrasti leikmaðurinn í sögu Rapid Vín Landsliðsmaðurinn yfirgefur Svíþjóðarmeistara Norrköping og spilar næsta tímabil í Austurríki. 12. maí 2016 15:57