Innlent

Vantar 120 nýjar íbúðir

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Of mikið er af stórum húsum á Húsavík.
Of mikið er af stórum húsum á Húsavík. vísir/vilhelm
Samkvæmt greiningu fyrirtækisins Alta á húsnæðismálum á Húsavík þarf að bæta við allt að 120 íbúðum í bænum vegna þeirra starfa sem til verða í verksmiðju PCC Bakki Silicon og afleiddra starfa.

„Þar fyrir utan er vöxtur í öðrum atvinnugreinum,“ er bent á í fundargerð skipulagsnefndar Norðurþings. Samanburður á íbúðarstærðum á Húsavík og höfuðborgarsvæðinu bendi til þess að helst vanti minni íbúðir á Húsavík, allt að 110 fermetra. „Á hinn bóginn sé nokkur yfirmettun í stærri einbýlishúsum,“ eins og segir í fundargerðinni. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí




Fleiri fréttir

Sjá meira


×