Lamaður hæstiréttur Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. maí 2016 07:00 Á síðasta ári hlupu starfsmenn fréttastöðva til að verða fyrstir með fréttir af splunkunýjum úrskurði hæstaréttar í máli samkynhneigðra. vísir/EPA Eftir að Antonin Scalia, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, lést í febrúar síðastliðnum hafa einungis átta dómarar setið í dómstólnum. Barack Obama forseti var ekki lengi að bregðast við og útnefndi nokkrum vikum síðar nýjan dómara, Merrick Garland, mann sem víða er stuðningur við, líka úr röðum repúblikana. Repúblikanaflokkurinn hefur hins vegar ekki viljað staðfesta útnefninguna, með þeim rökum að ekki sé rétt að forseti ráði dómaravali á síðasta ári sínu í embætti. Þetta hefur svo orðið til þess að tvisvar frá fráfalli Scalia hefur meirihlutaniðurstaða hæstaréttar ekki fengist í mikilvægum dómsmálum. Fyrst gerðist það í mars, nokkrum vikum eftir lát Scalia, að dómurinn féll á jöfnum atkvæðum, fjórum gegn fjórum, í máli sem varðaði verkalýðsfélög. Undirréttur hafði komist að þeirri niðurstöðu að verkalýðsfélögum væri heimilt að innheimta gjöld af ófélagsbundnu starfsfólki, enda væru gjöldin notuð til að standa straum af kjaraviðræðum sem kæmi þessu ófélagsbundna starfsfólki til góða ekki síður en félagsbundnu. Afstöðuleysi hæstaréttar varð til þess að dómur undirréttar stóð óhaggaður. Aftur gerðist það svo á mánudaginn, 16. maí, að dómararnir átta sáu fram á að atkvæði í dómstólnum myndu falla jafnt, fjögur á móti fjórum. Þeir brugðu því á það ráð að vísa málinu aftur til neðra dómstigs, sem fær þá það verkefni að finna málamiðlun. Það mál snýst um getnaðarvarnir og trúfrelsi. Trúaðir atvinnurekendur höfðu reynt að fá því hnekkt að atvinnutengdar heilbrigðistryggingar næðu til getnaðarvarna. Þeir vildu ekki láta sér nægja að geta sótt um undanþágu af trúarlegum ástæðum. Frá því Scalia lést hefur fleiri málum fyrir hæstarétti lokið án afgerandi niðurstöðu í reynd, yfirleitt eftir að dómararnir hafa fallist á málamiðlun sem í raun breytti litlu um efnisatriði. Dómstóllinn er því hálflamaður meðan beðið er eftir níunda dómaranum.DómararnirFrjálslyndir vinstrimenn Ruth Bader Ginsburg (frá 1993) Stephen Breyer (frá 1994) Sonia Sotomayor (frá 2006) Elena Kagan (frá 2010)Íhaldssamir hægrimenn Anthony Kennedy (frá 1988) Clarence Thomas (frá 1991) John G. Roberts (frá 2005) Samuel Alito (frá 2006)Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Eftir að Antonin Scalia, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, lést í febrúar síðastliðnum hafa einungis átta dómarar setið í dómstólnum. Barack Obama forseti var ekki lengi að bregðast við og útnefndi nokkrum vikum síðar nýjan dómara, Merrick Garland, mann sem víða er stuðningur við, líka úr röðum repúblikana. Repúblikanaflokkurinn hefur hins vegar ekki viljað staðfesta útnefninguna, með þeim rökum að ekki sé rétt að forseti ráði dómaravali á síðasta ári sínu í embætti. Þetta hefur svo orðið til þess að tvisvar frá fráfalli Scalia hefur meirihlutaniðurstaða hæstaréttar ekki fengist í mikilvægum dómsmálum. Fyrst gerðist það í mars, nokkrum vikum eftir lát Scalia, að dómurinn féll á jöfnum atkvæðum, fjórum gegn fjórum, í máli sem varðaði verkalýðsfélög. Undirréttur hafði komist að þeirri niðurstöðu að verkalýðsfélögum væri heimilt að innheimta gjöld af ófélagsbundnu starfsfólki, enda væru gjöldin notuð til að standa straum af kjaraviðræðum sem kæmi þessu ófélagsbundna starfsfólki til góða ekki síður en félagsbundnu. Afstöðuleysi hæstaréttar varð til þess að dómur undirréttar stóð óhaggaður. Aftur gerðist það svo á mánudaginn, 16. maí, að dómararnir átta sáu fram á að atkvæði í dómstólnum myndu falla jafnt, fjögur á móti fjórum. Þeir brugðu því á það ráð að vísa málinu aftur til neðra dómstigs, sem fær þá það verkefni að finna málamiðlun. Það mál snýst um getnaðarvarnir og trúfrelsi. Trúaðir atvinnurekendur höfðu reynt að fá því hnekkt að atvinnutengdar heilbrigðistryggingar næðu til getnaðarvarna. Þeir vildu ekki láta sér nægja að geta sótt um undanþágu af trúarlegum ástæðum. Frá því Scalia lést hefur fleiri málum fyrir hæstarétti lokið án afgerandi niðurstöðu í reynd, yfirleitt eftir að dómararnir hafa fallist á málamiðlun sem í raun breytti litlu um efnisatriði. Dómstóllinn er því hálflamaður meðan beðið er eftir níunda dómaranum.DómararnirFrjálslyndir vinstrimenn Ruth Bader Ginsburg (frá 1993) Stephen Breyer (frá 1994) Sonia Sotomayor (frá 2006) Elena Kagan (frá 2010)Íhaldssamir hægrimenn Anthony Kennedy (frá 1988) Clarence Thomas (frá 1991) John G. Roberts (frá 2005) Samuel Alito (frá 2006)Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira