Umfjöllun Kastljóss beinlínis ósönn að sögn barna Júlíusar Vífils Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. maí 2016 21:46 Hér sést Íris Þóra ásamt föður sínum á mikilvægri stundu. Í bakgrunni er bílasalan Ingvar Helgason þegar allt var í blóma. Vísir/Aðsend Börn Júlíusar Vífils Ingvarssonar fyrrverandi borgarfulltrúa, þau Íris Þóra Júlíusdóttir og Helgi Vífill Júlíusson, gera alvarlegar athugasemdir við umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi. Þetta kemur fram á Facebook-síðum systkinanna en þau skrifuðu hvort um sig færslu um málið. Í þættinum var fjallað um uppgjör á dánarbúi foreldra Júlíusar Vífils en móðir hans lést á síðasta ári. Foreldrar Júlíusar Vífils voru þau Ingvar Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir og áttu bílaumboðið Ingvar Helgason ehf. Í þættinum báru systkini Júlíusar Vífils hann og bróður hans, Guðmund Ágúst Ingvarsson, þungum sökum en þau fullyrða að þeir bræður feli eftirlaunasjóð föður síns í aflandsfélagi og að sjóðurinn hlaupi á mörg hundruð milljónum. Sjá einnig: Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikning móður sinnar Sjónarmið Júlíusar ekki tekin með í umfjöllunina Írisi Þóru þótti stundum erfitt að hrista ekki hausinn á meðan hún fylgdist með þættinum yfir vitleysunni sem kom fram eins og hún kemst að orði í færslu á Facebook-síðu sinni. Hún gagnrýnir harðlega vinnubrögð Kastljóss og þykir ljóst að ekki hafi verið hlustað á föður hennar við gerð þáttarins. „Mér þykir miður hvernig fréttamennska hér á Íslandi hefur tekið á sig svip æsifréttamennsku þar sem sannleikurinn skiptir litlu sem engu máli svo lengi sem fréttin er nógu krafsandi fyrir almenning. Mér finnst það vera nokkuð ljóst þar sem ég heyrði pabba tala í símann bæði við Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur, ritstjóra Kastljóss, að þarna væri verið að vega illa að honum með hreinum lygum,“ skrifar Íris Þóra. Hún skírði frumburð sinn í höfuðið á föður sínum og mærir föður sinn í færslunni. Guðrún Ingvarsdóttir systir Júlíusar Vífils Ingvarssonar fer með rangt mál að sögn frændsystkina sinna í þættinum um týnt fé föður síns.Skjáskot af RÚV Það gerir einnig Helgi Vífill og segist jafnframt þekkja fjármál föður síns nánast jafn vel og sín eigin. „Það er rangt að hann hafi sölsað undir sig fjármuni annarra.“ Hann segir í færslu sinni frá því að föðurfjölskyldan hafi staðið í útistöðum eins lengi og hann man eftir sér. Undirliggjandi öfund í blómlegum fyrirtækjarekstri „Það helgast fyrst og fremst af því að pabbi og bræður hans, og afi á meðan hans naut við, stóðu í stafni fyrirtækja fjölskyldunnar sem í áratugi stóðu í miklum blóma og voru leiðandi á markaði. Öll systkini þeirra bræðra nutu góðs af en engu að síður var undirliggjandi, eyðileggjandi öfund og átök og oft hafa þau brugðist við með óvæntum og mannskemmandi hætti,“ skrifar Helgi. Sjá einnig: Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljóss-þætti þvælu Hann segir að það sé margt sem þurfi að leiðrétta varðandi fréttaflutning af málinu og að viðmælendur Kastljóss séu engan veginn traust heimild. „Þau stefndu til dæmis móður sinni og bræðrum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til að sækjast eftir stærri hlut í fyrirtækjunum. Dómsmálinu var vísað frá. Annað dæmi er að faðir minn varð að segja upp eiginmanni Guðrúnar frænku, sem fram kom í Kastljósi, vegna þess hann umgekkst fjármuni fyrirtækisins af algjöru ábyrgðarleysi. Umrætt fólk er ekki traust heimild.“ Segir að Kastljós hafi látið spila með sigSystkinin furða sig bæði á því að fullyrt hafi verið að amma þeirra, Sigríður heitin, hafi átt í vandræðum fjárhagslega á efri árum. Það segja þau alrangt og nefna bæði að hún hafi verið sérstaklega fjársterk. Fréttaumfjöllun síðustu daga hefur tekið á fjölskylduna að sögn systkinanna eins og vonlegt er. Hvorki Íris né Helgi telja sannleikann hafa komið fram í umfjöllun Kastljóss í gær. „Kastljós, sem ætti að vera grandvar fjölmiðill, lét því miður spila með sig. Mistök Þóru Arnórsdóttur og Helga Seljan eru alvarleg. Það er með ólíkindum að fjölmiðill skuli birta frétt af þessum toga án þess að dómstólar hafi tekið málið til meðferðar enda eru afleiðingarnar fyrir þá sem fjallað er um mjög alvarlegar og óafturkræfar,“ skrifar Helgi Vífill. Júlíus Vífill hefur sjálfur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann segir að í þættinum komi fram ýmist ósannindi eða ómerkileg illmælgi. Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira
Börn Júlíusar Vífils Ingvarssonar fyrrverandi borgarfulltrúa, þau Íris Þóra Júlíusdóttir og Helgi Vífill Júlíusson, gera alvarlegar athugasemdir við umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi. Þetta kemur fram á Facebook-síðum systkinanna en þau skrifuðu hvort um sig færslu um málið. Í þættinum var fjallað um uppgjör á dánarbúi foreldra Júlíusar Vífils en móðir hans lést á síðasta ári. Foreldrar Júlíusar Vífils voru þau Ingvar Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir og áttu bílaumboðið Ingvar Helgason ehf. Í þættinum báru systkini Júlíusar Vífils hann og bróður hans, Guðmund Ágúst Ingvarsson, þungum sökum en þau fullyrða að þeir bræður feli eftirlaunasjóð föður síns í aflandsfélagi og að sjóðurinn hlaupi á mörg hundruð milljónum. Sjá einnig: Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikning móður sinnar Sjónarmið Júlíusar ekki tekin með í umfjöllunina Írisi Þóru þótti stundum erfitt að hrista ekki hausinn á meðan hún fylgdist með þættinum yfir vitleysunni sem kom fram eins og hún kemst að orði í færslu á Facebook-síðu sinni. Hún gagnrýnir harðlega vinnubrögð Kastljóss og þykir ljóst að ekki hafi verið hlustað á föður hennar við gerð þáttarins. „Mér þykir miður hvernig fréttamennska hér á Íslandi hefur tekið á sig svip æsifréttamennsku þar sem sannleikurinn skiptir litlu sem engu máli svo lengi sem fréttin er nógu krafsandi fyrir almenning. Mér finnst það vera nokkuð ljóst þar sem ég heyrði pabba tala í símann bæði við Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur, ritstjóra Kastljóss, að þarna væri verið að vega illa að honum með hreinum lygum,“ skrifar Íris Þóra. Hún skírði frumburð sinn í höfuðið á föður sínum og mærir föður sinn í færslunni. Guðrún Ingvarsdóttir systir Júlíusar Vífils Ingvarssonar fer með rangt mál að sögn frændsystkina sinna í þættinum um týnt fé föður síns.Skjáskot af RÚV Það gerir einnig Helgi Vífill og segist jafnframt þekkja fjármál föður síns nánast jafn vel og sín eigin. „Það er rangt að hann hafi sölsað undir sig fjármuni annarra.“ Hann segir í færslu sinni frá því að föðurfjölskyldan hafi staðið í útistöðum eins lengi og hann man eftir sér. Undirliggjandi öfund í blómlegum fyrirtækjarekstri „Það helgast fyrst og fremst af því að pabbi og bræður hans, og afi á meðan hans naut við, stóðu í stafni fyrirtækja fjölskyldunnar sem í áratugi stóðu í miklum blóma og voru leiðandi á markaði. Öll systkini þeirra bræðra nutu góðs af en engu að síður var undirliggjandi, eyðileggjandi öfund og átök og oft hafa þau brugðist við með óvæntum og mannskemmandi hætti,“ skrifar Helgi. Sjá einnig: Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljóss-þætti þvælu Hann segir að það sé margt sem þurfi að leiðrétta varðandi fréttaflutning af málinu og að viðmælendur Kastljóss séu engan veginn traust heimild. „Þau stefndu til dæmis móður sinni og bræðrum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til að sækjast eftir stærri hlut í fyrirtækjunum. Dómsmálinu var vísað frá. Annað dæmi er að faðir minn varð að segja upp eiginmanni Guðrúnar frænku, sem fram kom í Kastljósi, vegna þess hann umgekkst fjármuni fyrirtækisins af algjöru ábyrgðarleysi. Umrætt fólk er ekki traust heimild.“ Segir að Kastljós hafi látið spila með sigSystkinin furða sig bæði á því að fullyrt hafi verið að amma þeirra, Sigríður heitin, hafi átt í vandræðum fjárhagslega á efri árum. Það segja þau alrangt og nefna bæði að hún hafi verið sérstaklega fjársterk. Fréttaumfjöllun síðustu daga hefur tekið á fjölskylduna að sögn systkinanna eins og vonlegt er. Hvorki Íris né Helgi telja sannleikann hafa komið fram í umfjöllun Kastljóss í gær. „Kastljós, sem ætti að vera grandvar fjölmiðill, lét því miður spila með sig. Mistök Þóru Arnórsdóttur og Helga Seljan eru alvarleg. Það er með ólíkindum að fjölmiðill skuli birta frétt af þessum toga án þess að dómstólar hafi tekið málið til meðferðar enda eru afleiðingarnar fyrir þá sem fjallað er um mjög alvarlegar og óafturkræfar,“ skrifar Helgi Vífill. Júlíus Vífill hefur sjálfur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann segir að í þættinum komi fram ýmist ósannindi eða ómerkileg illmælgi.
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira